Fleiri fréttir

Sanogo lánaður til Palace

Crystal Palace hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins en Frakkinn Yaya Sanogo er kominn til félagsins.

Messi og Cristiano hafa aldrei kosið hvorn annan

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi urðu enn á ný í tveimur efstu sætunum í kvöld þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims með Gullboltanum. Cristiano Ronaldo vann annað árið í röð og Messi varð aftur að sætta sig við annað sætið.

Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ

Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þorleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.

Cristiano Ronaldo bræddi mörg hjörtu á sviðinu - myndir

Cristiano Ronaldo fékk í kvöld Gullbolta FIFA annað árið í röð þegar hann var kosinn besti knattspyrnumaður heims af landsliðsþjálfurum, landsliðsfyrirliðum og útvöldum blaðamönnum úr aðildarþjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Heimir valdi Manuel Neuer bestan í heimi

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, fékk atkvæðisrétt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims en Heimir var ekki sammála meirihlutanum sem valdi Cristiano Ronaldo besta fótboltamann heims annað árið í röð.

NBA-eiganda tókst ekki að kaupa Rangers

Robert Sarver, eigandi NBA-liðsins Phoenix Suns, hafði mikinn áhuga á því að kaupa skoska úrvalsdeildarliðið Rangers en þessi 53 ára gamli Bandaríkjamaður var greinilega ekki tilbúinn að borga nógu mikið.

Nadine Kessler besta knattspyrnukona heims

Nadine Kessler, leikmaður VfL Wolfsburg og þýska landsliðsins, var í kvöld kosin besta knattspyrnukona heims árið 2014 en hún fékk verðlaunin afhent í uppskeruhófi FIFA.

James Rodríguez skoraði fallegasta mark ársins

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez skoraði fallegasta mark ársins 2014 að mati FIFA en hann hafði betur í kosningunni um flottasta markið á heimsíðu FIFA og hlýtur því Puskas-verðlaunin að þessu sinni.

Systurnar sameinaðar á ný

Dætur Ragnheiðar Víkingsdóttur, eins sigursælasta leikmanns kvennaliðs Vals frá upphafi, munu aftur spila hlið við hlið á næsta tímabili, því báðar hafa þær skrifað undir samning við Pepsi-deildar lið Vals.

Skákaði Totti Ellen? | Fagnaði með selfie

Francesco Totti fagnaði glæsilegu seinna marki sínu gegn Lazio í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag með að ná sér í síma og taka selfie með stuðingsmenn Roma í baksýn eins sjá má hér að neðan.

Juventus með þriggja stiga forystu

Juventus náði þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Napoli 3-1 á útivelli.

Sissoko langar til Arsenal

Moussa Sissoko leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer ekkert leynt með að hann hefur hug á að fara til stærra félags og þá sé Arsenal draumafélagið hans.

Þjálfari Jóhanns Bergs rekinn

Charlton hefur sagt þjálfaranum Bob Peeters upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en íslenski landsliðmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur með liðinu.

Szczesny reykti sig ekki á bekkinn

Arsene Wenger knattspyrnustóri Arsenal segir agabrot ekki vera ástæðu þess að hann hafi valið David Ospina í mark Arsenal í sigrinum á Stoke í dag fram yfir Wojciech Szczesny.

Rooney: Vorum betri

Wayne Rooney fyrirliði Manchester United segir lið sitt hafa verið betri aðilinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Southampton á heimavelli, í leik þar sem United átti ekki skot á mark Southampton.

Debuchy fór úr axlarlið gegn Stoke

Varnarmaðurinn Mathieu Debuchy hjá Arsenal fór úr axlarlið þegar Arsenal lagði Stoke í dag og verður því aftur fjarverandi vegna meiðsla.

Swansea samþykkti tilboð City í Bony

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með hefur samþykkt tilboð Englandsmeistara Manchester City í framherjann Wilfried Bony.

Inter lagði Genoa í fyrsta leik Podolski í byrjunarliði

Inter frá Milan lagði Genoa 3-1 í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Nemanja Vidic gerði út um leikinn undir lok leiksins en Lukas Podolski var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter eftir félagsskiptin frá Arsenal.

Guardiola segist ekki á eftir Varane

Pep Guardiola þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern Munchen segir ekkert hæft í því hann sé á eftir miðverðinum Raphael Varane hjá Real Madrid.

Sjá næstu 50 fréttir