Fleiri fréttir

Ragnar með þrennu og Valur í undanúrslitin

Valsmenn eru komnir í undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á Þrótti í kvöld í lokaleik B-riðils Reykjavíkurmótsins. Ragnar Þór Gunnarsson skoraði þrennu í leiknum.

Nældi Fulham í hinn nýja Cantona?

Fulham keypti í dag gríska framherjann Konstantinos Mitroglou frá Olympiakos fyrir um 11 milljónir punda eða um rúmlega tvo milljarða íslenskra króna.

Fylkismenn unnu Víkinga og riðilinn

Fylkir vann 4-1 sigur á Víkingum í kvöld í síðasta leik liðanna í B-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta en Árbæingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri í Egilshöllinni.

Heerenveen hafnaði tilboði Fulham í Alfreð

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham reyndi að kaupa íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason frá hollenska liðinu Heerenveen í dag á lokadegi félagsskiptagluggans í Evrópu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Dani Osvaldo lánaður til Juventus

Southampton hefur samþykkt að lána ítalska framherjann Dani Osvaldo til ítölsku meistaranna í Juventus en hann hefur aðeins verið í sex mánuði í enska boltanum.

Björn Bergmann lánaður til Molde

Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið lánaður frá enska C-deildarliðinu Wolves til Molde í Noregi, þar sem hann mun klára tímabilið.

Rólegt á Old Trafford í dag

David Moyes, stjóri Manchester United, hefur útilokað að félagið muni kaupa leikmenn í dag. Þá er Shinji Kagawa ekki á förum.

Aguero aftur frá í einn mánuð

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Manchester City er enn á ný meiddur og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini staðfesti á blaðamannafundi í dag að leikmaðurinn verði ekkert með næsta mánuðinn.

Fabio kominn til Cardiff

Cardiff City hefur gengið frá kaupum á brasilíska bakverðinum Fabio frá Manchester United.

Zouma nýjasti leikmaður Chelsea

Chelsea tilkynnti í dag að félagið hefði fest kaup á hinum nítján ára Kurt Zouma sem leikur sem varnarmaður hjá St. Etienne í Frakklandi.

Berbatov á leið til Monaco

Fullyrt er að Búlgarinn Dimitar Berbatov sé á leið til franska stórliðsins AS Monaco þar sem honum verði ætlað að fylla í skarð Radamel Falcao.

Holtby lánaður til Fulham

Lewis Holtby, leikmaður Tottenham, hefur verið lánaður til grannliðsins Fulham til loka tímabilsins.

Stefán samdi við Breiðablik

Breiðablik hefur gengið frá þriggja ára samningi við Stefán Gíslason sem snýr aftur til landsins eftir langa dvöl í atvinnumennsku.

Björn Bergmann á leið aftur til Noregs

Norskir fjölmiðlar greina frá því að norsku bikarmeistararnir í Molde séu á góðri leið með að fá Björn Bergmann Sigurðarson frá Wolves.

Ramsey frá næstu sex vikurnar

Stuðningsmenn Arsenal fengu slæmar fréttir í dag en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti að Aaron Ramsey verði frá keppni í sex vikur til viðbótar.

Solskjær fær Zaha á láni frá sínu gamla félagi

Ole Gunnar Solskjær er búinn að fá það í gegn að fá vængmanninn Wilfried Zaha á láni frá Manchester United en þetta kemur fram á Sky Sports. Zaha birti mynd af sér í æfingabúningi Cardiff á samfélagsmiðli.

Kennie Chopart yfirgefur íslenska boltann

Kennie Chopart spilar ekki áfram með Stjörnunni í Pepsi-deild karla en þessi kraftmikli og skemmtilegi kantmaður ætlar nú að reyna fyrir sér í norsku C-deildinni.

Skoraði þrennu í fyrsta landsleiknum sínum

Það er óhætt að segja að Alan Pulido hafi byrjað landsliðsferilinn vel og um leið farið langt með því að tryggja sér sæti í HM-hópi Mexíkómanna þegar hann skoraði þrjú mörk í 4-0 sigri Mexíkó á Suður-Kóreu í vináttulandsleik í Texas í nótt.

Valsmenn semja við mikið efni frá Bröndby

Hinn efnilegi danski varnarmaður Mads Nielsen mun spila með Val í Pepsi-deildinni í sumar en Valsmenn segja frá því á heimasíðu sinni að Valur hafi fengið leikmanninn að láni frá Bröndby IF í Danmörku.

Líkur á að Ögmundur spili áfram með Fram

Ögmundur Kristinsson á ekki von á því að hann gangi til liðs við skoska liðið Motherwell áður en lokað verður fyrir félagaskipti í Bretlandi annað kvöld.

Mossi áfram í Ólafsvík

Spánverjinn Toni Espinosa Mossi verður áfram í herbúðum Víkings á Ólafsvík og mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Ribery og Benzema sleppa við dóm

Dómstóll í Frakklandi hefur ákveðið að fella niður mál sem var höfðað gegn knattspyrnumönnunum Franck Ribery og Karim Benzema.

Annað enskt lið á eftir Konoplyanka

Umboðsmaður Úkraínumannsins Yevhen Konyplyanka segir að Liverpool sé ekki eina enska liðið sem hafi áhuga á leikmanninum öfluga.

Manchester City tapaði níu milljörðum á síðasta starfsári

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City eru sáttir með rekstur félagsins þrátt fyrir 51,6 milljóna punda tap á síðasta rekstrarári (9 milljarðar íslenskra króna) og ástaðan er að þeir næstum því helminguðu tap sitt frá árinu á undan.

Barcelona með stæl inn í undanúrslitin

Barcelona er komið í undanúrslit spænska konungsbikarsins í fótbolta eftir 5-1 sigur á Levante í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Barcelona vann samanlagt 9-2.

Ólafur Ingi og félagar í fínum málum eftir fyrri leikinn

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem stigu stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Belgíu með því að vinna 1-0 útisigur á Gent í fyrri leik liðanna í undanúrslitum belgíska bikarsins í kvöld.

Thiago með frábært sigurmark fyrir Bayern

Spánverjinn Thiago tryggði Bayern München enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart á útivelli. Markið skoraði Thiago með stórglæsilegu viðstöðulausu skoti í uppbótartíma.

Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins

Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu.

Sjá næstu 50 fréttir