Fleiri fréttir

Reyndi að svindla á Tottenham

Ónefndur Króati setti sig í samband við Tottenham með það fyrir augum að selja félaginu hollenskan unglingalandsliðsmann.

Holtby og Capoue mögulega á förum

Svo gæti farið að miðjumennirnir Lewis Holtby og Etienne Capoue fari frá Tottenham áður en lokað verður fyrir félagaskipti um helgina.

Fer City á toppinn í kvöld? | Myndband

Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni en þá lýkur 23. umferð tímabilsins. Manchester City getur skellt sér á toppinn með sigri á Tottenham í Lundúnum.

Rossi fékk góðar fréttir

Giuseppe Rossi þarf ekki að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla sinna og gæti því náð HM í Brasilíu í sumar.

Rodgers með augastað á Úkraínumanni

Brendan Rodgers vill gjarnan styrkja leikmannahóp Liverpool áður en lokað verður fyrir félagaskipti um mánaðamótin og er sagður hafa áhuga á Yevhen Konoplyanka, leikmanni Dnipro í Úkraínu.

Gylfi: Getum vel náð í þrjú stig

Gylfi Þór Sigurðsson er þess fullviss að Tottenham geti komið í veg fyrir að Manchester City skelli sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Sjáðu öll mörk gærkvöldsins á Vísi

Liverpool og Manchester United unnu bæði sigra í sínum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en hér á Vísi má eins og alltaf sjá samantektir úr leikjunum.

Funda um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum

Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, SÍGÍ, boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum á morgun miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00 en fundurinn fer fram á 3. hæð í höfuðstöðum KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Kári og félagar með þrjú stig heim af Merseyside

Kári Árnason og félagar í Rotherham United unnu 2-1 útisigur á Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í kvöld. Rotherham United er í fimmta sæti deildarinnar en liðið hefur náð í tíu stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Arsenal tapaði stigum á St. Mary's

Manchester City getur náð toppsætinu á morgun eftir að Arsenal náði aðeins einu stigi í heimsókn sinni á St. Mary's leikvanginn í Southampton. Bæði liðin komust yfir í leiknum en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Mata byrjaði vel með Manchester United

Manchester United vann 2-0 sigur á Cardiff City á Old Traford í kvöld í fyrsta leik Spánverjans Juan Mata með United-liðinu. Ole Gunnar Solskjær þurfti því að sætta sig við tap í endurkomu sinni á Old Trafford.

Falcao: Draumurinn lifir enn

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao gekkst um helgina undir uppskurð á hné eftir að hafa slitið krossband í leik með AS Monaco í Frakklandi.

Fer fyrir Bale eins og Woodgate?

Spænska pressan er strax byrjuð að líkja meiðslasögu Gareth Bale hjá Real Madrid við ófarir Jonathan Woodgate hjá félaginu á sínum tíma.

Óviðeigandi handahreyfing hjá Alfreð?

Svo gæti farið að Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen í Hollandi, verði dæmdur í leikbann fyrir að senda stuðningsmönnum SC Cambuur tóninn fyrir leik liðanna um helgina.

Víðir verður áfram hjá ÍBV

Víðir Þorvarðarson hefur gert nýjan tveggja ára samning við ÍBV og mun því spila áfram með liðinu í Pepsi-deildinni.

De Jong á leið til Newcastle

Svo virðist sem að Luuk de Jong, leikmaður Gladbach í Þýskalandi, verði lánaður til Newcastle út leiktíðina.

Gerrard gaf 96 þúsund í styrktarsjóð

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gaf styrktarsjóð aðstandanda þeirra sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 myndarlega peningagjöf.

Maradona: Hvernig geta menn sagt þetta

Diego Maradona er allt annað en hrifinn með þá ákvörðun FIFA að afhenda Brasilíumanninum sérstakan Heiðursgullbolta á dögunum og segir að Pele verði að fara að sætta sig við það að hann verði alltaf næstbestur.

Paris St Germain búið að kaupa Cabaye

Sky Sports segir frá því í kvöld að Newcastle og Paris St Germain hafi komist að samkomulagi um kaup franska liðsins á Yohan Cabaye en það hefur lengi litið út fyrir það að franski miðjumaðurinn væri á förum frá St. James Park.

Jordan Halsman í Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi við skoska vinstri bakvörðinn Jordan Halsman um að hann leiki með Breiðabliksliðinu á komandi tímabili í Pepsi-deild karla en þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Blika.

Barcelona mun aldrei selja Messi

Josep Maria Bartomeu, nýr forseti Barcelona, sagði í útvarpsviðtali að félagið muni aldrei selja Argentínumanninn Lionel Messi og á dagskránni sé að framlengja núverandi samning við leikmanninn.

Stuðningsmenn Liverpool berjast gegn háu miðaverði hjá Arsenal

Stuðningsmenn Liverpool hafa miklar áhyggjur af dýrum miðum á bikarleik Arsenal og Liverpool sem fer fram á Emirates-leikvanginum í London. Liðin drógust saman í átta liða úrslitum keppninnar og nú hafa meðlimir Spirit of Shankly skorað á forráðamenn Arsenal að hækka ekki miðaverðið á leikinn.

Brendan Rodgers ekki bjartsýnn á að fá nýja leikmenn

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki bjartsýnn á að geta styrkt leikmannahópinn áður en glugginn lokar um mánaðarmótin. Rodgers var spurður út í leikmannamál Liverpool-liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Everton á morgun.

Kristín Erna spilar áfram í Eyjum

Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði um helgina undir nýjan tveggja ára samning við Pepsi-deildar lið ÍBV en þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.

Xavi: Ég fer ekki frá Barcelona

Spánverjinn Xavi Hernandez segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé mögulega á leið til Bandaríkjanna eða Katar.

Sjá næstu 50 fréttir