Fleiri fréttir

Kristinn fær Evrópudeildarleik í Króatíu

Kristni Jakobssyni hefur verið úthlutað sínum þriðja leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á tímabilinu en Kristinn og fjórir aðrir íslenskir dómarar eru á leið til Króatíu þar sem þeir dæma leik í Rijeka á fimmtudagskvöldið.

Tvö glæsimörk Long dugðu ekki | Myndband

West Brom komst í 2-0 forystu gegn Aston Villa í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir frá Aston Villa komu þó til baka í síðari hálfleik og náðu 2-2 jafntefli.

Hólmfríður valin í lið ársins

Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir var í gær valin í lið ársins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Fríða átti mjög flott tímabil með nýliðum Avaldsnes. Þetta glæsileg viðurkenning fyrir okkar stelpu.

Geir: "Launin eru trúnaðarmál“

Ljóst er að kostnaðurinn við karlalandslið Íslands í knattspyrnu mun aukast með því að hafa tvo landsliðsþjálfara í starfi.

Mirallas: Ég hélt að ég fengi rautt

Everton-maðurinn Kevin Mirallas þakkar fyrir að hafa ekki fengið rauða spjaldið í 3-3 jafntefli Everton og Liverpool á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Belginn telur að það hafi bjargað sér að þetta var leikur Merseyside-liðanna.

City nálgast met United

Manchester City er aðeins tíu leikjum frá því að jafna met granna sinna yfir fjölda heimaleikja í röð þar sem liðið skorar mark.

Solskjær valdi fjölskylduna fram yfir sigurhátíðina

Ole Gunnar Solskjær gerði Molde að norskum bikarmeisturum í gær og hefur þessi fyrrum leikmaður Manchester United því unnið þrjá stóra titla á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari norska liðsins.

Gerrard líkir Jon Flanagan við Jamie Carragher

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var afar ánægður með frammistöðu hins tvítuga Jon Flanagan í 3-3 jafnteflinu á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hægri bakvörðurinn fékk mikið hrós frá fyrirliða sínum.

Kemur nýi Messi frá Skotlandi?

Ryan Gauld er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en það gæti breyst snögglega haldi þessi 17 ára strákur áfram að spila svona vel.

Villas-Boas: Tottenham-liðið ætti að skammast sín

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, var að sjálfsögðu ekki upplitsdjarfur eftir 6-0 tap á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær en þetta var versta tap liðsins síðan í desember 1996.

Rooney kallaði Souness "Súrness" á twitter

Wayne Rooney var ekki sáttur við þá Martin Tyler og Graeme Souness sem lýstu leik Manchester United og Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni í gær en Cardiff tryggði sér 2-2 jafntefli í blálokin.

Balotelli talar í gátum á Twitter

Mario Balotelli gaf í skyn að hann sé á leið frá AC Milan á Twitter-síðu sinni eftir 1-1 jafntefli Milan og Genoa á San Siro um helgina. Fyrst tísti hann á ensku og svo á ítölsku þar sem hann virðist draga í land.

Ballettæfingar lykillinn að velgengni Giggs

Það eru aðeins fimm dagar í að Ryan Giggs verði fertugur. Þrátt fyrir það er hann enn að spila með einu besta knattspyrnuliði heims og alls ekkert víst að hann hætti næsta sumar.

Öruggt hjá Kaupmannahöfn

Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem lagði Viborg 4-1 á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Staðan var 3-1 í hálfleik.

Pellegrini: Munum líka vinna á útivelli

„Það er ekki hægt að leika betur en við í dag. Við vinnum í okkar leikstíl og ætlum að halda áfram á sama hátt,“ sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City eftir 6-0 sigurinn á Tottenham í dag.

Villas-Boas: Tapið var of stórt

„Þetta var erfið byrjun fyrir okkur. Eftir það fóru öll plön í vaskinn,“ sagði Andre Villas-Boas þjálfari Tottenham eftir 6-0 tapið gegn Manchester City í dag þar sem Jesus Navas skoraði fyrsta markið eftir 14 sekúndna leik.

Moyes opinn fyrir kaupum í janúar

David Moyes skoski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United í fótbolta ætlar að reyna að styrkja liðið þegar leikmannaglugginn opnar í janúar. Moyes vill að hópurinn geti keppt um alla titla.

Sölvi lék allan leikinn

Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn fyrir Ural sem gerði 1-1 jafntefli Kryliya Sovetov í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ural var 1-0 yfir í hálfleik.

Wilshere: Ég er ekki meiddur

Enska miðjumanninum Jack Wilshere var létt eftir að hann lék allan leikinn fyrir Arsenal sem lagði Southampton 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Orðrómur var uppi um að hann ætti við ökklameiðsli að stríða.

Bale: Ronaldo er bestur í heimi

Gareth Bale, dýrasti leikmaður heims, segir að Cristiano Ronaldo samherji sinn hjá Real Madrid eigi skilið að vera vera valinn besti leikmaður heims á árinu og fá hinn eftirsótta gullbolta (Ballon d´Or) í desember.

Moyes: Fellaini getur betur

Man. Utd keypti Marouane Fellaini á rúmar 27 milljónir punda frá Everton undir lok félagaskiptagluggans í ágúst. Hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá sínu nýja félagi.

Jafntefli í Cardiff | Kim jafnaði í lokin

Cardiff og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Manchester United en Bo-Kyung King jafnaði metin í uppbótartíma.

Messi vill vera hjá Barcelona allt sitt líf

Besti knattspyrnumaður heims, Argentínumaðurinn Lionel Messi, hefur verið í herbúðum Barcelona síðan hann var unglingur. Engar líkur eru á því að hann fari þaðan á næstunni.

Níu leikmenn AZ nældu í stig | Aron skoraði

Íslendingaliðið AZ Alkmaar lenti í því í kvöld að missa tvo menn af velli með rautt spjald eftir aðeins 19 mínútur gegn Roda. Þrátt fyrir það var AZ næstum því búið að vinna leikinn.

Emil og félagar töpuðu gegn botnliðinu

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Hellas Verona í kvöld er liðið tapaði mjög óvænt, 0-1, á heimavelli gegn botnliði Chievo.

Avaldsnes tapaði bikarúrslitaleiknum

Íslendingaliðið Avaldsnes náði ekki að tryggja sér norska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Liðið tapaði úrslitaleiknum gegn Stabæk, 1-0.

Lukaku og Rodgers: Frábær leikur

Romelu Lukaku tók þátt í sínum fyrsta grannaslag Everton og Liverpool í dag. Hann lét heldur betur til sín taka. Skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli liðanna.

Rio gæti lagt skóna á hilluna næsta sumar

Rio Ferdinand hefur ekki verið fastamaður í liði Man. Utd á þessari leiktíð og hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann spili áfram á næsti leiktíð.

Pulis ráðinn stjóri Crystal Palace

Íslandsvinurinn Tony Pulis er mættur aftur í enska boltann. Crystal Palace staðfesti í dag að félagið hefði gert tveggja og hálfs árs samning við Pulis.

Hart verður áfram á bekknum

Joe Hart átti virkilega flottan leik fyrir enska landsliðið gegn Þjóðverjum í vikunni. Hann virðist vera að fá sjálfstraustið aftur.

Sjá næstu 50 fréttir