Enski boltinn

Ballettæfingar lykillinn að velgengni Giggs

Ryan Giggs.
Ryan Giggs.
Það eru aðeins fimm dagar í að Ryan Giggs verði fertugur. Þrátt fyrir það er hann enn að spila með einu besta knattspyrnuliði heims og alls ekkert víst að hann hætti næsta sumar.

"Ég veit ekki hvað hann ætlar að gera en hann lítur ekki út eins og maður sem muni gefa eitthvað stórkostlega eftir á næstunni," sagði David Moyes, stjóri Man. Utd, en hann segir Giggs vera besta leikmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Eric Harrison, fyrrum unglingaþjálfari hjá Man. Utd, er ekki í vafa um hvernig Giggs hefur farið að því að halda sér á toppnum öll þessi ár.

"Á sínum tíma fengum við ballettkennara sem kenndi okkur að teygja rétt og hvernig ætti að styrkja vöðvana. Á þeim tíma var hann mikið að togna aftan í læri en hann varð allt annar maður í kjölfarið. Hann hætti að meiðast," sagði Harrison.

Giggs lætur enn í dag sjá sig á balletæfingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×