Enski boltinn

Moyes: Fellaini getur betur

Fellaini í leik gegn Real Sociedad.
Fellaini í leik gegn Real Sociedad.
Man. Utd keypti Marouane Fellaini á rúmar 27 milljónir punda frá Everton undir lok félagaskiptagluggans í ágúst. Hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá sínu nýja félagi.

Stjóri Man. Utd, David Moyes, tekur undir það og segir að leikmaðurinn verði að rífa sig upp.

"Hann veit það best sjálfur að hann getur spilað betur. Þegar hann kom til okkar vorum við ekki að spila vel. Það getur tekið tíma að venjast nýju liði en við urðum að nota hann strax," sagði Moyes.

"Hann er líka meiddur á úlnliðnum og þarf að fara í aðgerð. Hann er því aðeins að hlífa sér. Hann á eftir að standa sig vel. Við þurfum bara að gefa honum tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×