Enski boltinn

Pellegrini: Munum líka vinna á útivelli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pellegrini var sáttur við Agüero í dag.
Pellegrini var sáttur við Agüero í dag. mynd:nordic photos/getty
„Það er ekki hægt að leika betur en við í dag. Við vinnum í okkar leikstíl og ætlum að halda áfram á sama  hátt,“ sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City eftir 6-0 sigurinn á Tottenham í dag.

„Öll mín lið hafa skorað mikið af mörkum. Real Madrid skoraði meira en 100 mörk á tímabili. Það eru ekki bara Agüero og Negredo sem eru ótrúlegir hér hjá Manchester City. Fernandinho og Nasri léku líka mjög vel í dag. Þeim líður öllum vel í þessum leikstíl. Þetta eru allt skapandi leikmenn.

„Ég trúi ekki á tölfræði í fótbolta. Fótbolti er tengdur stærðfræði en ekki alltaf. Við hugsum bara um einn leik í einu.

 

„Við eigum leik í Meistaradeildinni á miðvikudaginn og við munum skoða hvernig fer hjá öðrum liðum, hve mörgum stigum þau tapa og ég er handviss um að við munum líka vinna leiki á útivelli,“ sagði Pellegrini sem staðfesti að Joe Hart byrjar í marki City gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×