Fleiri fréttir

Sahin afgreiddi WBA

Tyrkinn Nuri Sahin kom Liverpool áfram í deildarbikarnum í kvöld. Hann skoraði þá bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri á WBA.

Rooney spilaði og Gylfi skoraði | Úrslit kvöldsins

Wayne Rooney snéri aftur á fótboltavöllinn í kvöld eftir að hafa fengið ljótan skurð á lærið í leik gegn Fulham. Hann lék í 70 mínútur í sigri Man. Utd á Newcastle í enska deildarbikarnum.

Forseti Barcelona: Viljum halda Xavi

Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að félagið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda Xavi innan raða þess.

Stolið af leikmönnum Chelsea

Chelsea hefur staðfest að munum hafi verið rænt úr búningsklefa leikmanna á æfingasvæði félagsins í síðasta mánuði. Veskjum, símum og úrum var meðal annars stolið.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FC Zorkiy 0-0

Stjarnan náði markalausu jafntefli gegn FC Zorkiy frá Rússlandi í fyrri leik liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Stjarnan var einum færri í tæpa klukkustund þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir nældi sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

Ferdinand bara að hugsa um United

Rio Ferdinand hefur verið nokkuð sterklega orðaður við endurkomu í enska landsliðið nú þegar að John Terry er hættur að gefa kost á sér. Ferdinand vildi lítið tjá sig um landsliðið í samtali við enska fjölmiðla.

Wenger lofar vinnusemi Arshavin

Arsene Wenger segir að Andrey Arshavin sé fórnarlamb miklar samkeppni um stöður í byrjunarliði Arsenal en rússneski landsliðsfyrirliðinn verður líklega í byrjunarliði ARsenal gegn Coventry í enska deildabikarnum í kvöld.

Martinez kærður fyrir ummæli

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Roberto Martinez, stjóra Wigan, fyrir ummæli sín eftir tap liðsins fyrir Manchester United um miðjan mánuðinn.

TV2 í Noregi: Steinþór slóst á æfingu

Samkvæmt frétt vefmiðils norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 mun Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa slegist við liðsfélaga sinn á æfingu Sandnes Ulf í dag.

Cole hafnaði samningstilboði Chelsea

Samkvæmt frétt ESPN mun Ashley Cole hafa hafnað samningstilboði frá Chelsea en núverandi samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Agger spilar mögulega um helgina

Meiðsli Daniel Agger eru ekki jafn alvarleg og þau voru talin í fyrstu og hefur meira að segja verið greint frá því að hann muni mögulega spila með Liverpool gegn Norwich um helgina.

Terry spilar líklega um helgina

Eddie Newton, aðstoðarstjóri Chelsea, segist þess fullviss um að John Terry muni spila með liðinu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina þrátt fyrir að hann hafi lítið getað æft.

Mancini: Sumir stjórar eiga bara að þegja

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er orðinn þreyttur á framkomu sumra knattspyrnustjóra en honum lenti saman við Paul Lambert, stjóra Aston Villa, í leik liðanna í gær.

Löng bið loksins á enda

Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi.

Handsprengja sprakk í miðjum leik

Knattspyrnumaður var nærri búinn að týna lífi sínu þegar hann handlék handsprengju sem hafði verið kastað inn á völlinn.

Feiti Ronaldo í uppáhaldi hjá Snoop Dogg

Það eru ekki margir sem vita að rapparinn hundslegi Snoop Dogg er mikill knattspyrnuáhugamaður. Það sem meira er þá er brasilíski Ronaldo, oft kallaður Feiti Ronaldo, í uppáhaldi hjá honum.

Ragnar rekinn frá HK

HK hefur ákveðið að reka Ragnar Gíslason sem þjálfara karlaliðs félagsins. Aðstoðarmaður hans, Þorsteinn Gunnarsson, sagði upp störfum fyrr í dag.

Mourinho vill vera eins og Sir Alex

Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho hjá Real Madrid lítur mikið upp til Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, og vonast til þess að vera eins lengi í bransanum og Skotinn.

Ragna Lóa tekur við kvennaliði Fylkis

Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna. Aðstoðarmaður hennar verður Kjartan Stefánsson sem stýrði liðinu í síðustu sex leikjum liðsins á síðustu leiktíð.

Hitzlsperger æfir með Everton

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger er nú að æfa með Everton til reynslu en þessi þrítugi miðvallarleikmaður er nú án félags.

Elmar skoraði í sigri Randers

Theódór Elmar Bjarnason er byrjaður að spila á ný eftir meiðsli og hann skoraði fyrra mark Randers í 1-2 sigri á Næstved í dönsku bikarkeppninni.

Evra óttast ekki aukna samkeppni

Patrice Evra, leikmaður Manchester United, óttast ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði Manchester United vegna komu Alexander Büttner til félagsins.

Krul og Simpson á batavegi

Newcastle-mennirnir Tim Krul og Danny Simpson eru báðir á batavegi eftir að hafa meiðst í upphafi mánaðrins. Sá síðarnefndi gæti spilað með liðinu gegn Reading um helgina.

Rodgers: Verðum að skjóta til að skora

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur verið ánægður með spilamennsku sinna manna í flestum leikjum liðsins á tímabilinu til þessa en vill að hans menn verði grimmari fyrir framan mark andstæðingsins.

Fær Ferdinand tækifæri hjá Hodgson?

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, gæti neyðst til að velja Rio Ferdinand í landsliðið á nýjan leik vegna ákvörðunar John Terry um að hætta.

Lescott ætlar að berjast fyrir nýjum samningi

Joleon Lescott, varnarmaður Manchester City, segir að það hafi verið sárt að sitja á bekknum þegar að City mætti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Björn Bergmann byrjar gegn Chelsea

Björn Bergmann Sigurðarson verður í byrjunarliði Wolves sem mætir Chelsea í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. Ståle Solbakken, stjóri Wolves, ætlar að gera margar breytingar á byrjunarliði sínu.

Ögmundur: Það getur ýmislegt gerst í lokaumferðinni

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, átti stórleik þegar Safamýrarpiltar unnu afar mikilvægan sigur á ÍA, 1-0, í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla um helgina. Með sigrinum komust Framarar þremur stigum frá fallsæti.

Myndband af atvikinu umdeilda í Hveragerði

Búið er að birta myndband á Facebook af því sem nákvæmlega gerðist í 2. deildarleik Hamars og KF. Þá rotaðist stuðningsmaður KF og var fluttur á brott með sjúkrabíl.

Sjá næstu 50 fréttir