Enski boltinn

Hitzlsperger æfir með Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
nordic photos / getty images
Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger er nú að æfa með Everton til reynslu en þessi þrítugi miðvallarleikmaður er nú án félags.

Hitzlsperger lék með Aston Villa og West Ham á sínum tíma en var síðast á mála hjá Wolfsburg í heimalandinu.

David Moyes, stjóri Everton, mun vera áhugasamur um að styrkja leikmannahópinn vegna meiðsla Darron Gibson en hann sagðist vera ánægður með það sem hann hefur séð á æfingum.

„Það er að vísu langt í að hann geti spilað en við gáfum honum tækifæri til að sýna hvað hann getur og nú er þetta undir honum komið. Við munum meta hann á næstu vikum."

„Hann virðist virkilega góður drengur og ég held að ég hafi aldrei séð til hans nema með bros á vör," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×