Fleiri fréttir

Dýrmætur sigur hjá Real Madrid

Real Madrid hristi af sér slenið í spænska boltanum í kvöld er liðið vann góðan útisigur, 0-2, á Rayo Vallecano.

Kelly spilar ekki meira á árinu

Martin Kelly, leikmaður Liverpool, segir á Twitter-síðu sinni að hann eigi ekki von á því að spila meira á árinu en hann fór meiddur af velli í leik Liverpool og Manchester United í gær.

Markaregnið úr 21. umferð

Næstsíðasta markasyrpa ársins úr Pepsi-deild karla er nú aðgengileg á sjónvarpsvef Vísis en alls voru 26 mörk skoruð í 21. umferðinni sem fór öll fram í gær.

Óliver í leikmannahópi AGF

Óliver Sigurjónsson verður í leikmannahópi AGF í leik gegn Aarhus Fremad í dönsku bikarkeppninni í kvöld. Aron Jóhannesson verður hins vegar hvíldur.

Ranger handtekinn um helgina

Nile Ranger, leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var um helgina handtekinn fyrir skemmdarverk.

Milner í rannsóknir vegna támeiðsla

James Milner, leikmaður Manchester City, mun í dag fara í nánari læknisskoðanir vegna támeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í síðustu viku.

Guðmundur: Ekkert slitið og ekkert rifið

Guðmundur Steinarsson segir of snemmt að staðhæfa nokkuð um að hans knattspyrnuferli kunni að vera lokið, þó svo að hann útiloki ekkert um framhaldið.

Pepsi-mörkin í heild sinni á Vísi

21. umferð Pepsi-deildar karla var gerð upp í Pepsi-mörkunu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Nú má sjá þáttinn í heild sinni á sjónvarpsvef Vísis.

Botnbarátta blasir við Milan

Ítalska stórliðið AC Milan á í miklu vandræðum í upphafi tímabils í ítölsku A-deildinni. Liðið tapaði 2-1 fyrir Udinese í dag og missti tvo leikmenn útaf með rautt spjald.

Selfyssingar máttu ekki við því að tapa í Garðabænum - myndir

Stjörnumenn fóru langt með það að fella Selfyssinga á teppinu í Garðabænum í 21. umferð Pepsi-deild karla í dag. Stjarnan tryggði sér aftur á móti úrslitaleik á móti Blikum í lokumferðinni þar sem spilað verður upp á sæti í Evrópukeppninni.

Terry hættur í enska landsliðinu

John Terry, fyrirliði Chelsea og fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið.

Steinþór skoraði í tapleik

Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði seinna mark Sandnes í 3-2 tapi gegn Haugesund en alls léku sjö íslenskir knattspyrnumenn með liðum sínum í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð og Jóhann Berg í tapliðum

Íslendingaliðin í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta áttu ekki góðu gengi að fagna í dag. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen sem tapaði 1-0 fyrir Twente. Jóhann Berg kom inná sem varamaður í 2-1 tapi gegn NAC Breda og Ajax náði aðeins í stig gegn ADO Den Haag.

Gunnar Heiðar með tvö mörk fyrir Norrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mörk fyrir Norrköping í 2-2 jafntefli á móti AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Gunnar Heiðar tryggði sínum mönnum stig með því að skora jöfnunarmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Leik Rayo Vallecano og Real Madrid frestað

Viðureign Rayo Vallecano og Real Madrid í 5. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar hefur verið frestað til morguns. Slökknaði á flóðljósum þegar skammt var til leiks og ljóst að ekki verður hægt að koma þeim í gang svo leikurinn geti verið leikinn í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir : ÍA - Fram 0-1

Leikmenn Fram fögnuðu gríðarlega þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka á Akranesvelli í dag þar sem liðin áttust við í næst síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. 1-0 sigur Fram var síst of stór en Skagamenn sóttu hart að marki Fram á lokakaflanum þar sem að Ögmundur Kristinsson markvörður Fram bjargaði hvað eftir annað með stórkostlegri markvörslu.

Malmö heldur sínu striki

LdB Malmö, lið Þóru Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, náði fimm stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Vittsjö þar sem sigurmarkið kom á síðustu mínútu leiksins. Alls voru þrír leikir í deildinni í dag og komu íslenskar knattspyrnukonur við sögu í þeim öllum.

Brendan Rodgers: Af hverju fékk Jonny Evans þá ekki líka rautt spjald?

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum þrátt fyrir 1-2 tap á móti Manchester United á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool lék manni færri frá 39. mínútu og komst yfir í byrjun seinni hálfleiks en United jafnaði og skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 2-2 | ÍBV náði Evrópusætinu

Eyjamönnum tókst að tryggja sér Evrópusætið þrátt fyrir að missa niður 2-0 forystu á síðustu þrettán mínútunum á móti Íslandsmeisturum FH á Hásteinsvellinum í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark Eyjamanna en það seinna var sjálfsmark FH-inga. FH-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Stigið nægir ÍBV þar sem að helstu keppinautar þeirra, Stjarnan og Breiðablik, mætast í lokaumferðinni.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Selfoss 4-2

Stjarnan lyfti sér upp í þriðja sæti Pepsí deildarinnar með 4-2 sigri á Selfossi. Stjarnan mætir því Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti í loka umferðinni en Selfoss þarf á kraftaverki að halda í síðustu umferðinni þar sem liðið er þremur stigum á eftir Fram og með mun lakari markatölu.

Sir Alex Ferguson: Pottþétt rautt spjald á Jonjo Shelvey

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, stýrði sínum mönnum til fyrsta sigursins á Anfield í fimm ár í dag. United-liðið, sem átti í vök að verjast stóran hluta leiksins, lék manni fleiri í rúmar 50 mínútur og vann leikinn á vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.

Ryan Giggs: Höfum spilað betur hérna síðustu ár án þess að fá neitt

Ryan Giggs og félagar í Manchester United lönduðu 2-1 sigri á erkifjendum sínum í Liverpool á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool lék manni færri í rúmar 50 mínútur og sigurmark United kom úr umdeildri vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok.

Gylfi útaf í hálfleik og Tottenham snéri tapi í sigur

Tottenham fagnaði sínum öðrum sigri í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 2-1 heimasigur á nágrönnum sínum í Queens Park Rangers. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham en var tekinn útaf í hálfleik í stöðunni 0-1 fyrir QPR. Jermain Defoe skoraði sigurmarkið og hefur þar með skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Demba Ba tryggði Newcastle þrjú stig

Newcastle komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-0 heimasigur á Norwich í dag. Newcastle hafði ekki unnið síðan í fyrstu umferð en var búið að gera jafntefli í undanförnum tveimur leikjum sínum.

Halsey dómari stal senunni í sigri Man. Utd. á Liverpool

Manchester United sigraði Liverpool 2-1 á útivelli í hádegisleik enska boltans í dag. Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika einum færri í rúmar 50 mínútur en Mark Halsey dómari stal senunni með stórum dómum sem réðu úrslitum í leiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 3-2

Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á KR í dag og tryggðu endanlega veru sína í Pepsi deildinni á næsta ári. Þeir komust í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir klóruðu í bakkann í þegar dróg á seinni hálfleik en náðu ekki að bjarga stigi.

Guardiola mun halda sig í New York næsta árið

Pep Guardiola, fyrrum þjálfari Barcelona, nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum en hann flutti með alla fjölskylduna frá Barcelona til New York eftir að hann hætti að þjálfa Barcelona-liðið síðasta vor enda harður á því að taka sér eitt ár í frí frá boltanum.

Mourinho: Ég lofa því að ég kem aftur í enska boltann

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur þurft að synda í gegnum ólgusjó spænskra fjölmiðla á þessu tímabili enda hefur gengi Real Madrid í spænsku deildinni verið dapurt og liðið aðeins búið að vinna 1 af fyrstu 4 leikjum sínum.

Enginn Nemanja Vidic hjá Manchester United

Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, verður ekki með liðinu á móti Liverpool á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Jonny Evans og Rio Ferdinand byrja því í miðvarðarstöðunum hjá Sir Alex Ferguson.

Gerrard pressar á Suarez að taka í höndina á Evra

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vill að Luis Suarez taki í höndina á Patrice Evra fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD en á undan leiknum er hálftíma upphitunarþáttur með Guðmundi Benediktssyni.

Brendan Rodgers: Liverpool óttast ekki Manchester United

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir sína menn óttast ekki Manchester United fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD.

Zlatan kominn með sjö mörk í fyrstu fimm leikjunum með PSG

Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja þegar Paris Saint-Germain vann 4-0 útisigur á Bastia í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Zlatan hefur þar með skorað sjö mörk í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með PGS.

Sjá næstu 50 fréttir