Fleiri fréttir

Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn.

Umfjöllun: Auðveldur sigur KR-inga á lánlausum Selfyssingum

KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss.

Halldór Orri: Arnar Már heldur í super-sub nafnið

„Þetta er virkilega sætur sigur, við erum búnir að hiksta svolítið síðustu umferðir og eru þessi þrjú stig því kærkomin og komast á sigurbraut aftur" sagði Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á Fylki í Garðabæ.

Grétar Sigfinnur: Við vildum sigurinn bara meira en þeir

„Ég er bara mjög sáttur við það að halda hreinu og fá þrjú stig, það bara getur ekki verið betra,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir að KR-ingar gjörsigruðu lið Selfyssinga 3-0 í 13.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Selfossi.

Atli Viðar: Þeir aldrei líklegir til að ógna okkur

Atli Viðar Björnsson var í góðum gír þegar FH vann sannfærandi sigur á Haukum í Pepsi-deildinni í kvöld. „Ég held að það sé alveg ljóst að við vorum töluvert betri í þessum leik. Við ætluðum að mæta klárir og keyra yfir þá,“ sagði Atli en það eru orð að sönnu hjá honum.

Balotelli farinn í fríið

„Ég er farinn í fríið," sagði vandræðagemlingurinn Mario Balotelli á flugvellinum í Mílanó þegar hann hélt til Bandaríkjanna með félögum sínum í Inter en þar er liðið að fara í æfingaferð.

Vinaleg barátta milli Given og Hart

Shay Given og Joe Hart eru báðir frábærir leikmenn. Þeir berjast um markmannsstöðuna hjá Manchester City og hvorugur þeirra ætlar sér að sitja á bekknum á komandi tímabili.

Umfjöllun: Aldrei spurning hjá FH gegn Haukum

Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri.

Ancelotti segir Mourinho að gleyma Ashley Cole

Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea, hefur sagt Jose Mourinho að hætta að hugsa um Ashley Cole. Þessi 29 ára vinstri bakvörður er ofarlega á óskalista Mourinho hjá Real Madrid.

Bandaríkjaferð Portsmouth varð að martröð

Hrakfarir Portsmouth ætla engan enda að taka en æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum hefur snúist út í martröð. Frestun á flugi, þrumuveður og týndar töskur hafa heldur betur sett strik í reikninginn.

West Ham vonast til að fá Beckham til liðs við sig

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham vill fá David Beckham til sín. Hamrarnir vilja ekki einungis fá hann sem leikmann heldur einnig sendiboða félagsins í þeirri von að fá Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.

Umfjöllun: Danien Justin Warlem breytti leiknum fyrir Eyjamenn

Eyjamenn eru komnir á toppinn í nokkra klukkutíma að minnsta kosti eftir 3-1 sigur á Valsmönnum á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum fyrir Eyjamenn en Tryggvi Guðmundsson var með tvennu í leiknum.

David Ngog er staðráðinn í að standa sig hjá Liverpool

David Ngog, framherji Liverpool, er ákveðinn í að vera áfram hjá félaginu og að bæta sig sem leikmaður. David Ngog skoraði átta mörk á síðasta tímabili en framtíð hans er óljós eftir að Roy Hodgson settist í stjórastól félagsins.

Sunderland nældi sér í argentínskan bakvörð

Sunderland styrkti vörnina sína í gær þegar Steve Bruce keypti argentínska bakvörðinn Marcos Angeleri frá Estudiantes de La Plata. Angeleri gerði þriggja ára samning en kauðverðið var ekki gefið upp.

Raul og Guti eru báðir farnir frá Real Madrid

Spænsku blöðin AS og Marca sögðu frá því í gær að Raul og Guti muni tilkynna það í næstu viku að þeir hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Raul mun tilkynna það á morgun að hann hafi samið við Schalke en Guti er á leið til tyrkneska liðsins Besiktas.

Yaya Toure hafnaði Manchester United

Manchester City keypti Yaya Toure frá Barcelona fyrir 25 milljónir punda í sumar en nú er komið í ljós að Toure vildi frekar spila með bróður sinum hjá City en að fara til Manchester United.

Þórsarar tóku annað sætið af Leikni - ósigraðir fyrir norðan

Sveinn Elías Jónsson skoraði eina markið í toppleik Þórs og Leiknis í 1. deild karla í kvöld en leikurinn frá fram á Þórsvellinum á Akureyri. Þórsliðið hefur verið geysisterkt fyrir norðan í sumar og það var engin breyting á því í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir