Enski boltinn

Liverpool tapaði og er ekki enn búið að skora undir stjórn Hodgson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson var á stuttbuxum í blíðunni í dag.
Roy Hodgson var á stuttbuxum í blíðunni í dag. Mynd/Getty Images
Liverpool tapaði 0-1 í æfingaleik á móti Kaiserslautern í dag. Þetta var annað leikur liðsins undir stjórn Roy Hodgson en í hinum gerði Liverpool markalaust jafntefli við svissneska liðið Grasshoppers í vikunni.

Milan Jovanovic lék þarna sinn fyrsta leik með Liverpool en hann kom í sumar á frjálsri sölu frá belgíska liðinu Standard Liege. Jovanovic var tekinn útaf í hálfleik í leiknum.

Ilian Micanski tryggði Kaiserslautern sigurinn með marki af stuttu færi á 32.mínútu leiksins en Kaiserslautern-liðið verður nýliði í þýsku bundesligunni í vetur.

Þetta var síðasti undirbúningsleikur Liverpool fyrir fyrri leikinn á móti makedónska liðinu FK Rabotnicki í undankeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×