Enski boltinn

West Ham vonast til að fá Beckham til liðs við sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Beckham á bekknum hjá enska landsliðinu í Suður-Afríku.
David Beckham á bekknum hjá enska landsliðinu í Suður-Afríku.

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham vill fá David Beckham til sín.

Hamrarnir vilja ekki einungis fá hann sem leikmann heldur einnig sendiboða félagsins í þeirri von að fá Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.

Ólympíuleikarnir verða haldnir í London 2012 og er óvíst í hvað leikvangurinn verði notaður eftir það. West Ham hefur sýnt áhuga á að taka við honum og telur félagið að Beckham gæti hjálpað til við að láta þann draum rætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×