Enski boltinn

David Ngog er staðráðinn í að standa sig hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Ngog.
David Ngog. Mynd/Getty Images
David Ngog, framherji Liverpool, er ákveðinn í að vera áfram hjá félaginu og að bæta sig sem leikmaður. David Ngog skoraði átta mörk á síðasta tímabili en framtíð hans er óljós eftir að Roy Hodgson settist í stjórastól félagsins.

„Ég geri mér grein fyrir að hugleiðingar eru hluti af fótboltanum og ég verð bara að taka á því," sagði David Ngog sem hefur verið orðaður við West Brom.

„Ég er samt Liverpool-leikmaður og ég hef öðlast miklu meiri reynslu núna. Ég vil spila eins marga leiki og ég get og skora eins mörg mörk og ég get," sagði David Ngog við BBC.

David Ngog er 21 árs gamall og kom til Liverpool frá Paris St Germain fyrir eina milljón punda árið 2008.

„Félagið átti erfitt tímabil í fyrra en ég vil sýna það og sanna að við getum komist aftur meðal fjögurra efstu. Ég hef gott sjálfstraust og ætla að hjálpa mínu liði eins og ég get," sagði Ngog sem fékk að spila meira í fyrra þar sem Fernando Torres var mikið meiddur.

„Nú þegar nýr stjóri er tekinn við þá gæti þetta verið mitt tækifæri til að sanna mig sem byrjunarliðsmann. Ég ætla mér að komast inn í framtíðarplön Roy, ég vil vera með Liverpool og spila meira en í fyrra," sagði David Ngog.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×