Íslenski boltinn

Ólafur: Strákarnir héldu að þeir væru komnir í Verslunarmanna-helgarfríið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis.
„Þetta var mjög dapurt, við fengum það sem við sáðum í seinni hálfleik" sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Garðabæ.

„ Við sköpuðum mjög lítið, vorum slakir og með fullri virðingu fyrir konum þá spiluðum við eins og kellingar."

Ásgeir Börkur kom sterkur af bekknum hjá Fylki og skoraði gott mark en hann var að koma úr þriggja leikja banni

„Hann skoraði gott mark en ásamt öðrum sást lítið eftir það. Við náum að skora mark rétt fyrir hálfleik og leggjum upp með að halda áfram, vera þolinmóðir á boltann og fá smá sjálfstraust í liðið, það gekk aldeilis ekki. "

Nú tekur við nokkurra daga pása fyrir Fylkismenn og þurfa þeir að spila betur í næsta leik.

„Ætli strákarnir hafi ekki haldið að þeir væru komnir í Verslunarmanna helgar fríið" sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×