Enski boltinn

Sunderland nældi sér í argentínskan bakvörð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcos Angeleri er áberandi á vellinum með hárbandið sitt.
Marcos Angeleri er áberandi á vellinum með hárbandið sitt. Mynd/AFP
Sunderland styrkti vörnina sína í gær þegar Steve Bruce keypti argentínska bakvörðinn Marcos Angeleri frá Estudiantes de La Plata. Angeleri gerði þriggja ára samning en kaupverðið var ekki gefið upp.

Marcos Angeleri er 27 ára gamall hægri bakvörður sem hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Argentínu. Hann verður þriðji Suður-Ameríkumaðurinn í liðinu en hinir eru Paulo Da Silva og Cristian Riveros sem koma báðir frá Paragvæ.

Marcos Angeleri kom til greina í HM-hóp Diego Maradona í sumar en missti af keppninni vegna meiðsla. Hann hóf ferill sinn hjá Estudiantes árið 2002 og varð Suður-Ameríkumeistari með liðinu 2009.

„Marcos er sterkur og öflugur varnarmaður sem mun auka breiddina í leikmannahópnum. Hann vill sækja úr bakvarðarstöðunni og það mun auka víddina í okkar sóknarleik. Hann er búinn að vera einn besti bakvörðurinn í Suður-Ameríku síðustu ár og ég hef lengi verið mjög hrifinn af honum," sagði Steve Bruce, stjóri Sunderland á heimasíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×