Fleiri fréttir

Drogba þurfti að fara í náraaðgerð - tæpur fyrir fyrsta leik

Didier Drogba, framherji Chelsea og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fór í náraaðgerð eftir HM í Suður-Afríku. Hann er tæpur fyrir fyrsta leik Chelsea á komandi tímabili og bætist því í hóp þeirra Petr Cech og Alex sem verða líklega ekki með í byrjun móts.

Manchester City tapaði fyrsta æfingaleiknum fyrir tímabilið

Undirbúningstímabilið byrjaði ekki vel fyrir Manchester City því liðið tapaði 2-0 í nótt fyrir portúgalska liðinu Sporting Lisbon í æfingaleik í New Jersey í Bandaríkjunum. Leikurinn var hluti af æfingamóti þar sem Tottenham og New York Red Bulls taka einnig þátt í.

Kolorov fer til City segir Lazio

Framkvæmdastjóri Lazio segist að hann búist enn við því að Aleksandar Kolorov gangi í raðir Manchester City í sumar. Kolorov er vinstri bakvörður og er metinn á um 19 milljónir punda.

Hvaða lið komast í bikaúrslitaleikinn hjá konunum?

Undanúrslitaleikir VISA-bikars kvenna fara fram í dag, Valur tekur á móti Þór/KA á Vodafone-vellinum og á sama tíma spila 1. deildarlið ÍBV og Stjarnan á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00.

Riera skrifar undir hjá Olympiakos

Gríska félagið Olympiakos hefur tilkynnt að það hafi fest kaup á spænska kantmanninum Albert Riera frá Liverpool. Kaupverðið er um 3,3 milljónir punda.

Rooney boðinn nýr samningur hjá United

Manchester United hefur þegar tryggt framtíð Nemaja Vidic hjá félaginu og Wayne Rooney er næstur. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu sem vill ekki vandræðalega stöðu á milli síns og hans á næsta ári.

Lárus Orri spilaði í sigri ÍA á Fjarðabyggð

ÍA vann góðan heimasigur á Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 4-2 fyrir Skagamenn sem eru þar með komnir með 19 stig en eru nokkuð frá toppbaráttunni.

Ajax vann Chelsea í æfingaleik

Chelsea tapaði fyrir Ajax í æfingaleik félaganna sem var að ljúka. Lokatölur voru 3-1 fyrir hollenska liðið og ljóst er að mikil markmannsvandræði eru framundan hjá Chelsea.

Ungverjar búnir að reka Koeman

Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Erwin Koeman úr stöðu landsliðsþjálfara en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga hefur þjálfað liðið síðan í maí 2008. Hinn 60 ára gamli Sandor Egervari mun taka við ungverska landsliðinu.

Enginn HM-leikmaður Frakka fær að spila næsta landsleik

Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið það að allir 23 leikmennirnir sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku og neituðu að æfa, fái ekki að taka þátt í næsta landsleik sem er vináttulandsleikur á móti Norðmönnum í Osló.

Írinn Richard Dunne hló af óförum Frakkanna á HM

Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne var í dag spurður út í ófarir franska landsliðsins á HM í sumar í viðtali hjá BBC. Írar sátu eins og kunnugt er eftir með sárt ennið eftir umspilsleiki við Frakka þar sem ólöglegt mark Frakka kom þeim til Suður-Afríku.

Skagamenn styrkja sóknina með framherja frá Middlesbrough

Skagamenn hafa styrkt liðið sitt með framherjanum Gary Martin en hann skrifaði í gærkvöldi undir samning um að leika með liðinu út tímabilið. Martin sem er tvítugur að aldri og kemur frá enska 1.deildarliðinu Middlesbrough er öflugur framherji.

Lærvöðvinn að angra Alex - frá í mánuð eins og Cech

Englandsmeistarar Chelsea eru óheppnir með meiðsli leikmanna á undirbúningstímabilinu því auk þess að vera án markvarðarins Petr Cech í byrjun móts þá mun varnarmaðurinn Alex einnig missa af mánuði vegna meiðsla.

Sven-Göran Eriksson efstur á listanum hjá Fulham

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er enn í stjóraleit eftir að ekkert varð úr því að Martin Jol kæmi til liðsins þar sem að Ajax vildi ekki sleppa sínum manni. Jol var óskamaður eigandans Mohamed Al Fayed en nú þurfa Fulham-menn að drífa sig að finna nýja stjórann enda styttist óðum í tímabilið.

Hvorki Ben Arfa, Campbell né Benjani til Newcastle

Á hverju sumri eru tugir leikmanna orðaðir við félög í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle er eitt þeirra en stjóri liðsins neitaði því í dag að þeir Raul, Hatem Ben Arfa, Sol Campbell og Benjani væru á leið til félagsins.

Eduardo strax farinn að sakna Arsenal

Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu.

Kári: Þetta er svekkjandi

Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld.

Blikar úr leik í Evrópudeildinni

Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt.

Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk.

Ferguson ekki viss um að halda Vidic

Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út.

Mark Veigars dugði ekki Stabæk

Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev.

Sjá næstu 50 fréttir