Fleiri fréttir

Ferguson neitar því að hann sé að fara hætta á næsta ári

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur stigið fram og neitað þeim orðrómi um að hann sé að fara að hætta með liðið í lok næsta tímabils. Það hefur verið mikil umræða um eftirmann Ferguson í enskum fjölmiðlum í vikunni.

Ruud van Nistelrooy ráðleggur Berbatov að vera áfram hjá United

Ruud van Nistelrooy segir að það væri algjör vitleysa hjá Dimitar Berbatov að fara frá Manchester United en þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Búlgarann á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy var í fimm ár hjá Manchester United en fór frá félaginu árið 2006.

Manchester City tilbúið með 50 milljón punda tilboð í Torres

The Guardian segir frá því í dag að Fernando Torres gæti verið opinn fyrir því að fara yfir til Manchester City og að félagið sé tilbúið með 50 milljón punda tilboð í spænska framherjann. Roberto Mancini, stjóri City, hefur lýst yfir miklum áhuga á að kaupa Torres en félagið ætlar að eyða stórum upphæðum í leikmenn í sumar.

Hodgson: Eigum hrós skilið

Hamburger SV og Fulham gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Benítez: Það er bara hálfleikur

„Við fengum á okkur furðulegt mark og skoruðum mark sem hefði átt að standa en var dæmt af. En það er í lagi, það er bara hálfleikur," sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eftir leikinn í Madríd í kvöld.

Fólskulegt brot á Ólínu en Króatinn fékk bara gult spjald - myndband

Vefsíðan fotbolti.net setti inn á síðuna sína í dag myndband frá því þegar íslenska landsliðskonan Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir meiddist illa í landsleik á móti Króatíu í undankeppni HM. Ólína hefur ekkert spilað síðan en leikurinn fór fram 31. mars síðastliðinn.

Hvort á Barcelona eða Real Madrid eftir erfiðari leiki?

Það er enn spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn þrátt fyrir að Barcelona hafi unnið Real Madrid sannfærandi á dögunum. Barcelona náði aðeins markalausu jafntefli um síðustu helgi og nú munar aðeins einu stigi á liðunum þegar fimm leikir eru eftir. Það er því fróðlegt að skoða hvort liðið á eftir erfiðari andstæðinga í síðustu fimm umferðunum.

Kaka æfði með aðalliði Real Madrid á afmælisdaginn

Brasilíumaðurinn Kaka er 28 ára gamall í dag og hélt upp á það með því að æfa með aðalliði Real Madrid. Það lítur því allt út fyrir það að hann geti spilað með Real-liðin á móti Real Zaragoza á laugardaginn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan 10. mars.

Mun nýi þjálfarinn gefa Kolbeini og Jóhanni tækifæri?

Íslendingaliðið AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er komið með nýjan þjálfara en Gertjan Verbeek mun taka við af Dick Advocaat sem kláraði tímabilið eftir að Ronald Koeman var rekinn í lok síðasta árs.

N’Zogbia handtekinn fyrir að svindla á ökuprófinu sínu

Charles N’Zogbia, franski miðjumaðurinn hjá Wigan Athletic í ensku úrvalsdeildinni, er kominn í kast við lögin en ástæðan hefur vakið mikla athygli. N’Zogbia er nefnilega grunaður um að hafa svindlað á ökuprófinu sínu.

Portsmouth fær ekki að fara í Evrópudeildina á næsta ári

Portsmouth fær ekki að taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa í raun unnið sér rétt til þess með að komast alla leið í bikarúrslitaleikkinn. Portsmouth fær ekki UEFA-keppnisleyfi vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Tímabilið mögulega búið hjá Mikel

Líklegt er að John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, spili ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi.

Essien óttast að missa af HM

Michael Essien segist óttast það mjög að hann verði ekki búinn að jafna sig á meiðslum sínum áður en HM hefst í Suður-Afríku í sumar.

Benitez: Þurfum að skora útivallarmark

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að það sé afar mikilvægt fyrir sína menn að skora útivallarmark í leiknum gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Lippi vill mæta Capello í úrslitum

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill mæta Englandi í úrslitum heimsmeistaramótsins. Lippi stýrði Ítölum til titilsins 2006 áður en hann vék til hliðar fyrir Roberto Donadoni.

Van Gaal: Sendum skýr skilaboð

Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, segir að sínir menn hafi sent andstæðingum sínum skýr skilaboð með sigrinum á Lyon í kvöld.

Man City vill Ashley Young

Manchester City undirbýr tilboð í vængmanninn Ashley Young hjá Aston Villa. The Mirror greinir frá því að City sé reiðubúið að losa sig við Craig Bellamy, Martin Petrov og Shaun Wright-Phillips í sumar.

Fáið að sjá hinn sanna Messi í seinni leiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að slök frammistaða Lionel Messi í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Inter hafi aðeins verið lítið frávik. Messi var lítið áberandi í leiknum sem Inter vann 3-1.

Fyrstu stig Hönefoss

Eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjum tímabilsins unnu Kristján Örn Sigurðsson og félagar hans í Hönefoss í kvöld sín fyrstu stig í deildinni.

Bayern með nauma forystu til Lyon

Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Rúrik og félagar töpuðu í bikarnum

Rúrik Gíslason og félagar hans í danska liðinu OB töpuðu í kvöld fyrir Midtjylland í fyrri leik liðanna í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar, 2-0.

Balotelli kominn á sölulista

Ítalíumeistarar Inter hafa ákveðið að setja Mario Balotelli á sölulista eftir framkomu hans í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær.

Fellaini neitar því að hafa ráðist á fyrirsætu

Lögreglan á Bretlandseyjum rannsakar nú ásakanir fyrirsætu á hendur Marouane Fellaini, leikmanni Everton. Fyrirsætan segir að Fellaini hafi ráðist á sig á næturklúbbi í Lundúnum aðfaranótt sunnudags.

Arshavin ætlar að reyna að ná City-leiknum um helgina

Rússinn Andrei Arshavin vonast til þess að geta spilað á ný með Arsenal þegar liðið mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arshavin hefur ekkert getað spilað síðan að hann meiddist á kálfa í fyrri Meistaradeildarleiknum á móti Barcelona.

Ribery miðpunkturinn í vændishneyksli

Rannsókn vegna ólöglegrar vændisþjónustu stendur yfir í Frakklandi og mikið fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem franskir landsliðsmenn í fótbolta koma við sögu. Franck Ribery, leikmaður FC Bayern, var yfirheyrður vegna málsins.

Fyrirliði Stjörnumanna liggur veikur á spítala

Daníel Laxdal, fyrirliði og algjör lykilmaður í vörn Stjörnunnar, missir hugsanlega af byrjun Pepsi-deildarinnar vegna veikinda. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.

Liverpool-liðið er komið í mark í maraþoninu suður eftir Evrópu

Liverpool-liðið er komið til Madrid og getur nú byrjað formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer á morgun. Liverpool gat ekki flogið nema allra síðasta hluta ferðarinnar vegna öskufallsins úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli.

Mourinho: Kannski á ég bara vin í eldstöðinni í Eyjafjallajökli

Jose Mourinho, þjálfari Inter, kann betur en margur að svara fyrir sig og þar skín oft í skemmtilegan húmor portúgalska þjálfarans. Mourinho hlustaði ekki mikið á kvartanir Barcelona-manna yfir langa rútuferðlaginu til Mílanó en Inter vann eins og kunnugt er 3-1 sigur á Barcelona í Meistaradeildinni í gær.

Ítalska pressan: Sigur Inter eins mikið afrek og að lenda á mars

Ítalskir blaðamenn eiga sjaldnast í vandræðum með að finna myndlíkingar sem eru oft út úr þessum heimi. Luigi Garlando, blaðamaður Gazzetta dello Sport, missti sig algjörlega eftir 3-1 sigur Inter á Evrópumeisturum Barcelona í Meistaradeildinni í gær og líkti leikönnum Inter við marsbúa.

Sjá næstu 50 fréttir