Fleiri fréttir

Guardiola: Engar afsakanir

Pep Guardiola segir að rútuferðin sem leikmenn Börsunga þurftu að leggja á sig fyrir leikinn gegn Inter í kvöld sé engin afsökun fyrir að hafa tapað leiknum.

Balotelli grýtti treyjunni í grasið

Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Enn skoraði Gylfi fyrir Reading

Gylfi Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með enska B-deildarliðinu Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Scunthorpe í kvöld.

Ari Freyr sá rautt í tapi Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fékk að líta rauða spjaldið þegar að lið hans, GIF Sundsvall, tapaði fyrir Hammarby á útivelli, 2-1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Góður sigur Inter á Barcelona

Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Benayoun: Við ætlum að vinna Evrópudeildina fyrir Torres

Liverpool-maðurinn Yossi Benayoun segir leikmenn liðsins ætla að sýna Fernando Torres þakklæti sitt með því að vinna fyrir hann Evrópudeildina. Fernando Torres er meiddur á hné og verður ekki með Liverpool í undanúrslitaleikjunum á móti Atletico Madrid.

Zlatan Ibrahimovic: Ég veit ekki hvort ég fæ að spila í kvöld

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er búinn að ná sér af kálfameiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarið og er klár í slaginn í kvöld þegar Barcelona sækir heima hans gömlu félaga í Inter. Þetta er fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Betri en Messi, Rooney, Torres og Ronaldo - tölfræðin segir sína sögu

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið í miklu stuði með Real Madrid á þessu tímabili og nú hefur norska Dagbladet reiknað það út að hann er búinn að vera hættulegri sóknarmaður á þessu tímabili heldur en Lionel Messi, Wayne Rooney, Fernando Torres og Cristiano Ronaldo.

Aguero væri sáttur við að flytja til London og spila með Chelsea

Argentínski framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid hefur í fyrsta sinn lýst yfir áhuga sínum á því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er líklegasta félagið til að næla í tengdason landsliðsþjálfarans Diego Maradona en það er vitað að Roman Abramovich er tilbúinn að leyfa Carlo Ancelotti að kaupa nýja leikmenn til liðsins í sumar.

Rafael Benítez hrósaði David Ngog fyrir leikinn í gær

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ánægður með franska framherjann David Ngog sem leysti af Fernando Torres í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Ngog skoraði annað mark liðsins en þetta var áttunda markið hans á tímabilinu í öllum keppnum.

Báðir varnarmiðjumenn Chelsea meiddir - Ancelotti í vandræðum

Það er skortur á varnartengiliðum hjá Chelsea eftir að John Obi Mikel bættist við hlið Michael Essien á meiðslalistann. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur því engan náttúrulegan varnartengilið í leiknum á móti Stoke um næstu helgi og þarf að setja óvanan menn í þessa mikilvægu stöðu.

Liverpool-liðið eltir uppi opna flugvelli suður eftir Evrópu

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með að UEFA hafi skikkað Liverpool-liðið til að ná Evrópudeildarleiknum á móti Atletico Madrid á fimmtudaginn þrátt fyrir flug lægi niðri í Evrópu út af öskufallinu frá Eyjafjallajökli.

James Milner efstur á innkaupalista Manchester City í sumar

James Milner hefur spilað vel fyrir Aston Villa í vetur og það gæti orðið erfitt fyrir stjórann Martin O'Neill að verjast áhuga stóru liðanna. Guardian segir frá því að Milner sé nú efstur á innkaupalista Manchester City í sumar.

Delph með slitið krossband

Miðvallarleikmaðurinn Fabian Delph hjá Aston Villa verður frá næstu átta mánuðina eftir að kom í ljós að hann er með slitið krossband í vinstra hné.

Liverpool lagði West Ham

Liverpool vann í kvöld góðan sigur á West Ham á heimavelli, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Dindane má spila með Portsmouth

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports hefur Portsmouth fengið grænt ljós á að nota Aruna Dindane það sem eftir lifir tímabilsins.

Mutu biður stuðningsmenn afsökunar

Adrian Mutu hefur beðið stuðningsmenn Fiorentina, félagið sjálft og leikmenn þess, afsökunar á því að hann hafi verið dæmdur í níu mánaða keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Leikið í Evrópudeildinni á fimmtudag

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið það út að báðir leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar munu fara fram á fimmtudaginn eins og áætlað var.

Sneijder treystir á fótboltaþekkingu Mourinho á móti Barcelona

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder dreymir um endurkomu á Santiago Bernabéu en þó ekki til að spila fyrir Real Madrid sem hafði ekki not fyrir hann heldur til þess að spila með FC Internazionale Milano í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni sem fer fram á heimavelli Real Madrid. Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast í þessari viku.

Fernando Torres lofað sæti í HM-liði Spánar í sumar

Fernando Torres verður líklega ekkert meira með Liverpool á þessu tímabili eftir að hann fór í aðgerð á hné í gær en spænski landsliðsframherjinn fær þó örugglega sæti í HM-hóp Spánar í sumar.

Guðný með flottustu tilþrifin í kynningarmyndbandi Kristianstad

Kristianstad hefur byrjað vel í sænsku kvennadeildinni og ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í fyrstu þremur umferðunum en leikmennirnir hennar Elísabetar Gunnarsdóttir. Þrír íslenskir leikmenn eru fastamann í liðinu en Elísabet er á sínu öðru ári sem þjálfari Kristianstad.

FH, Haukar og Valur komast ekki heim til Íslands

Þrjú íslensk knattspyrnuliði sem hafa verið í æfingaferð í Portúgal, FH, Haukar og Valur, komast ekki heim til Íslands í dag eins og áætlað var. Þetta er vegna áhrifa öskufalls úr eldgosinu í Eyjafjallajöklu á flug í Evrópu. Vefsíðan fótbolti.net segir frá þessu í dag.

Leggja Liverpool-menn af stað í rútu strax eftir West Ham leikinn?

Það eru fleiri lið sem þurfa að leggja í rútuferðir vegna öskufallsins úr eldgosinu úr Eyjafjallajökli heldur en Meistaradeildarliðin Barcelona og Lyon. Leikmanna Liverpool gætu þurft að fara í langlengstu rútuferðina af öllum liðum sem eru eftir í Evrópukeppnum. Þeir þurfa að komast til Madridar á Spáni þar sem liðið spilar við heimamenn í Atletico í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Adrian Mutu dæmdur í níu mánaða keppnisbann

Lyfjadómstóll ítalska Ólympíusambandsins hefur dæmt rúmenska framherjann Adrian Mutu í níu mánaða keppnisbann eftir að hann féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin í leikjum Fiorentina í janúar.

Zola: Ég er mjög hrifinn af David Ngog

Liverpool verður án spænska landsliðsframherjans Fernando Torres þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Gianfranco Zola, stjóri West Ham ætlar ekki að vanmeta varmanninn hans, David Ngog, þrátt fyrir að franski framherjinn hafi aðeins skorað 4 mörk í 21 leik á tímabilinu.

Wenger: Mér er alveg sama hvort Chelsea eða United vinnur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að það væri algjörlega sínum eigin mönnum að kenna að liðið ætti ekki lengur möguleika á að vinna enska meistaratitilinn en liðið missti niður tveggja marka forskot á síðustu tíu mínútum og tapaði 2-3 á móti Wigan í gær.

Ráðist á bróðir United-leikmanns eftir Manchester-slaginn

Bróðir Mame Biram Diouf leikmanns Manchester United lenti í vandræðum á heimleið frá Manchester-slagnum á laugardaginn því stuðningsmenn City-liðsins ræðust á hann, slógu hann niður og spörkuðu í hann. Diouf slapp þó nokkuð vel frá árásinni.

Sneijder hefur mikla trú á Inter

Wesley Sneijder, leikmaður Inter, er tilbúinn að taka fyrsta skrefið í áttina að drauma þrennunni en Inter mætir Barcelona í meistaradeildinni í næstu viku.

Bayern á eftir Berbatov

Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, gæti mögulega verið á leið frá félaginu í sumar. Orðrómur er um að þýska liðið Bayern Munich ætla sér framherjann í sumar.

Eduardo gæti verið á förum frá Arsenal

Eduardo, króatíski sóknarmaður Arsenal, hefur ekki náð að finna sitt gamla form eftir að hann sneri aftur í treyju Arsenal eftir hræðilegt fótbrot. Franska liðið Lyon hefur áhuga á leikmanninum.

Torres ekki meira með á tímabilinu

Ljóst er að Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné. Hann mun því ekki leika meira með liðinu á tímabilinu.

Vucinic skaut Roma aftur á toppinn

Roma endurheimti toppsætið í ítalska boltanum í dag þegar að liðið sigraði granna sína í Lazio 2-1. Mirko Vucinic skoraði bæði mörk Roma.

Redknapp með augun á Pienaar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að krækja í leikmann Everton, Steven Pienaar, en samningur hans við Everton rennur út í sumar.

Fara Kuyt og Benitez saman til Juventus?

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið orðaður sterklega við stjórastöðuna hjá Juventus og samkvæmt News of the world vill Juventus að Hollendingurinn Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, fylgi með honum til Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir