Enski boltinn

Senderos vill vera áfram hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philippe Senderos í leik með Everton.
Philippe Senderos í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
Philippe Senderos segist vilja vera áfram í herbúðum Everton en þar hefur hann verið í láni frá Arsenal þetta tímabilið.

Senderos kom til Everton í janúar en hann hefur einungis náð að spila í þremur leikjum til þessa á tímabilinu þar sem hann hefur átt við meiðsli að stríða.

Hann spilaði svo heilan leik með varaliðinu gegn varaliði Liverpool á þriðjudagskvöldið. Everton vann leikinn, 1-0.

„Ég vil auðvitað spila með aðalliðinu en stundum er þetta svona í fótboltanum. Ég mun reyna að standa mig eins vel og ég get á lokaspretti tímabilsins og svo sjáum við til hvað gerist í sumar."

„Ég vona að gangi vel í síðustu leikjunum og að okkur takist að tryggja okkur sæti í Evrópukeppninni fyrir næsta tímabil."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×