Enski boltinn

Tímabilið mögulega búið hjá Mikel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Obi Mikel.
John Obi Mikel. Nordic Photos / Getty Images
Líklegt er að John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, spili ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi.

Hann mun ekki spila með liðinu gegn Stoke um helgina og er efast um að hann verði orðinn góður fyrir lokaleiki tímabilsins, gegn Liverpool og Wigan.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir Chelsea sem á í harðri baráttu við Manchester United um enska meistaratitilinn.

Mikel þarf þó ekki að gangast undir aðgerð til að fá bót meina sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×