Íslenski boltinn

Vítaspyrnur komu Val og Breiðabliki í undanúrslit

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik KR og FH í dag. Mynd/Daníel
Úr leik KR og FH í dag. Mynd/Daníel
Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins sem fram fara á sunnudag. Breiðablik og Fram eigast við í Kórnum og Valur leikur gegn KR í Egilshöll.

Átta liða úrslit keppninnar voru í dag. Valsmenn heimsóttu Þór Akureyri en þar þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit þar sem markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Valur hafði þar betur.

Í Reykjaneshöllinni vann Breiðablik 1-0 sigur á Keflavík. Alfreð Finnbogason skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.

Undanúrslitin á sunnudag:

17:00 Fram - Breiðablik (Kórinn)

19:00 Valur - KR (Egilshöll)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×