Enski boltinn

Portsmouth fær ekki að fara í Evrópudeildina á næsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Portsmouth.M
Leikmenn Portsmouth.M Mynd/Getty Images
Portsmouth fær ekki að taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa í raun unnið sér rétt til þess með að komast alla leið í bikarúrslitaleikkinn. Portsmouth fær ekki UEFA-keppnisleyfi vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Ef Portsmouth hefði verið með nauðsynleg leyfi frá UEFA þá hefði Evrópudeildarsætið farið til liðsins þar sem mótherjar liðsins í bikarúrslitaleiknum, Chelsea, hefur þegar tryggt sér sæti í Meistaradeildinni.

Portsmouth skuldar meira en 100 milljónir punda og enska knattspyrnusambandið og forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar gáfu í dag út sameiginlega fréttatilkynningu þar sem loka öllum leiðum fyrir Portsmouth að sækja um keppnisleyfi hjá UEFA.

Síðasta Evrópudeildarsætið fer nú til liðsins í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni og eins og er þá sitja Liverpool-menn í sjöunda sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×