Fótbolti

Mun nýi þjálfarinn gefa Kolbeini og Jóhanni tækifæri?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í landsleik á móti Mexíkó.
Kolbeinn Sigþórsson í landsleik á móti Mexíkó. Mynd/AFP
Íslendingaliðið AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er komið með nýjan þjálfara en Gertjan Verbeek mun taka við af Dick Advocaat sem kláraði tímabilið eftir að Ronald Koeman var rekinn í lok síðasta árs.

Íslensku landsliðsmennirnir Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru hjá félaginu en hafa ekki fengið tækifæri með aðalliðinu undir stjórn þeirra Koeman og Advocaat.

Nú verður spennandi að sjá hvort þeir félagar sem hafa þegar spilað tvo A-landsleiki á þessu ári, fái tækifæri hjá nýja þjálfaranum sem er 47 ára gamall og lék á sínum tíma 254 leiki sem varnarmaður hjá SC Heerenveen.

Verbeek er að fara að þjálfa sitt fjórða lið á fjórum árum en hann var með SC Heerenveen (2007-2008), Feyenoord (2008-2009) og svo Heracles Almelo á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×