Enski boltinn

Essien óttast að missa af HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien fagnar marki í leik með Chelsea.
Michael Essien fagnar marki í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Michael Essien segist óttast það mjög að hann verði ekki búinn að jafna sig á meiðslum sínum áður en HM hefst í Suður-Afríku í sumar.

Essien hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða og ekki spilað með Chelsea síðan í deesmber.

„Eins og staðan er núna veit ég ekki hvort ég get spilað með landslðinu í sumar. Ég mun taka einn dag í einu og sjá einfaldlega til," sagði Essien.

„Ef ég kemst ekki verð ég að sitja heima og styðja mitt lið eins og allir aðrir Ganabúar."

„Það yrðu mikil vonbrigði að missa af HM enda besta og erfiðasta knattspyrnumót í heimi. Ég myndi því kjósa að fara þangað heill heilsu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×