Enski boltinn

Fellaini neitar því að hafa ráðist á fyrirsætu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fellaini er sagður hafa ráðist á tvítuga fyrirsætu um síðustu helgi.
Fellaini er sagður hafa ráðist á tvítuga fyrirsætu um síðustu helgi.

Lögreglan á Bretlandseyjum rannsakar nú ásakanir fyrirsætu á hendur Marouane Fellaini, leikmanni Everton. Fyrirsætan segir að Fellaini hafi ráðist á sig á næturklúbbi í Lundúnum aðfaranótt sunnudags.

Hún kvartaði yfir höfuðmeiðslum þó þau væru ekki sjáanleg og var flutt til skoðunar á sjúkrahúsi. Talsmaður Fellaini segir að leikmaðurinn neiti því að hafa gert eitthvað af sér og að hann búist við því að málið verði látið niður falla.

„Við vitum af þessu máli en munum ekki tjá okkur á þessu stigi. Lögreglurannsókn stendur yfir og við munum ekkert láta hafa eftir okkur fyrr en henni er lokið," sagði talsmaður Everton.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×