Enski boltinn

United enn ríkasta félag heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester United hefur unnið ófáa titlana undir stjórn Alex Ferugson.
Manchester United hefur unnið ófáa titlana undir stjórn Alex Ferugson. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United er enn ríkasta félag heims, samkvæmt lista sem Forbes-tímaritið gaf út í kvöld.

United var í öðru sæti á samskonar lista sem Deloitte gaf út í febrúar, þá á eftir Real Madrid.

Forbes metur að virði United sé 1,84 milljarða dollara. Real kemur næst og er metið 1,32 milljarða og Arsenal í þrijða sæti með 1,18 milljarða.

Forbes styðst við gögn um sjónvarps- og auglýsingatekjur, miðasölu og sölu á varningi til að reikna út virði félaganna.

Barcelona er í fjórða sæti listans sem telur alls tuttugu félög. Alls eru sex ensk úrvalsdeildarfélög á listanum auk Newcastle sem nýverið tryggði sér sæti í deildinni á ný eftir að hafa spilað í ensku B-deildinni í vetur.

Liverpool, Chelsea og AC Milan eru öll á meðal tíu efstu á listanum en samkvæmt útreikningum Forbes féll virði félaganna um nítján prósent hvert frá síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×