Íslenski boltinn

Fyrirliði Stjörnumanna liggur veikur á spítala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.
Daníel Laxdal, fyrirliði og algjör lykilmaður í vörn Stjörnunnar, missir hugsanlega af byrjun Pepsi-deildarinnar vegna veikinda. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.

Daníel var lagður inn á spítala á föstudag innvegna botnlangabólgu og mögulega sprungins botnlanga en hann var búin að verða með verki í kviðarholi í nokkurn tíma.

Fyrsti leikur Stjörnunnar er á móti Grindavík þann 10. maí en faðir Daníels segir í samtali við fotbolta.net að sonur sinn sé í kapphlaupi við tímann við að ná þessum fyrsta leik.

Daníel Laxdal lék 21 af 22 leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og liðið tapaði 1-4 á heimavelli á móti FH í eina leiknum sem hann missti af en tók þá út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×