Enski boltinn

Manchester City tilbúið með 50 milljón punda tilboð í Torres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/AP
The Guardian segir frá því í dag að Fernando Torres gæti verið opinn fyrir því að fara yfir til Manchester City og að félagið sé tilbúið með 50 milljón punda tilboð í spænska framherjann. Roberto Mancini, stjóri City, hefur lýst yfir miklum áhuga á að kaupa Torres en félagið ætlar að eyða stórum upphæðum í leikmenn í sumar.

Roberto Mancini hefur talað opinberlega um það að hann ætli að reyna sannfæra Fernando Torres til að yfirgefa Anfield en hann hefur sagt að Torres tilheyri elítu bestu knattspyrnumanna heims þar hann sé í flokki með mönnum eins og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Torres er sagður efast um framtíð Liverpool eftir niðursveifluna á þessu tímabili og það er ekki að hjálpa til að liðið á enga möguleika lengur á að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. City-liðið er eins og er ekki meðal fjögurra efstu liðanna en á í harðri keppni við Tottenham um að komast inn í Meistaradeildina næsta vetur.

Samningurinn sem Torres fengi hjá Manchester City væri ekki að lakari gerðinni en honum verður boðið 200 þúsund pund í laun á viku eða rúmar 39 milljónir íslenskra króna. Það myndi gera hann að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar enda að fá um 6 milljónir í laun á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×