Fleiri fréttir

Beckham: City verður aldrei stærra en United

David Beckham, fyrrum leikmaður Man. Utd, tekur þátt í upphitun fyrir leik Man. Utd og Man. City í deildarbikarnum í kvöld. Beckham er á því að þó svo City eigi nóg af peningum verði félagið aldrei stærra en United.

Zlatan og Mourinho fengu ítalska Óskarinn

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var valinn besti leikmaður ítölsku deildarinnar leiktíðina 2008-09 en þetta er annað árið í röð sem Zlatan hlýtur þessi verðlaun sem Ítalarnir kalla einfaldlega Óskarinn.

Rétt að borga ekki morðfé fyrir Tevez

Gary Neville segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hafi tekið rétta ákvörðun er hann sleppti því að borga afar háa upphæð fyrir Argentínumanninn Carlos Tevez.

Liverpool og Milan berjast um Jovanovic

Það stefnir allt í harða baráttu um þjónustu serbneska varnarmannsins hjá Standard Liege, Milan Jovanovic. Bæði AC Milan og Liverpool hafa mikinn áhuga á leikmanninum.

Guðjón Skúlason: Ég er hrikalega ánægður með þetta

Guðjón Skúlason stýrði Keflvíkingum til glæsilegs 20 stiga sigurs á Njarðvíkingum í átta liða úrslitum Subwaybikars karla í kvöld á móti hans gamla þjálfara Sigurði Ingimundarsyni en Sigurður þjálfar nú Njarðvík.

Ronaldinho er besti leikmaður heims

Hinn brasilíski þjálfari AC Milan, Leonardo, er afar ánægður með landa sinn, Ronaldinho, sem hefur blómstrað í búningi Milan í vetur.

Halldór Hermann búinn að framlengja við Framara

Halldór Hermann Jónsson er búinn að framlengja við Framara til ársins 2011 en hann hefur spilað vel á miðju Framliðsins undanfari tvö tímabil eftir að hafa komið frá Fjarðabyggð fyrir sumarið 2008.

Essien verður lengi frá

Landslið Ghana og Chelsea urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að miðjumaðurinn Michael Essien spilar ekki fótbolta næstu vikurnar vegna hnémeiðsla.

Henry ekki refsað

Aganefnd alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað á fundi sínum í dag að refsa ekki Thierry Henry fyrir óheiðarlegan leik gegn Írum.

Diouf ánægður á Old Trafford

Senegalinn Mame Biram Diouf, sem gárungarnir eru farnir að kalla svarta Solskjær, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man. Utd um helgina.

Lampard: Verðum að halda Cole

Frank Lampard segir að forráðamenn Chelsea verði að gera allt sem þeir geta til þess að halda Joe Cole áfram hjá félaginu.

Aðgerð Torres heppnaðist vel

Hnéaðgerð Fernando Torres, framherja Liverpool, um helgina heppnaðist vel og er búist við honum á völlinn á nýjan leik eftir sex vikur.

Henry mætir aganefnd FIFA

Thierry Henry gengur á fund aganefndar FIFA í dag en þá verður honum gert að útskýra mál sitt varðandi markið fræga er kom Frökkum á HM. Eins og kunnugt er lagði Henry boltann fyrir sig með hendinni áður en hann lagði upp markið.

Ronaldinho með þrennu fyrir AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði þrennu fyrir AC Milan þegar liðið vann 4-0 sigur á Siena í ítölsku deildinni í dag. AC Milan minnkaði forskot nágrannanna í Inter í sex stig með þessum góða sigri en Inter náði aðeins 2-2 jafntefli á móti Bari á laugardaginn.

Lionel Messi sá yngsti til að skora hundrað mörk fyrir Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi varð í gær yngsti leikmaður Barcelona frá upphafi til þess að ná því að skora hundrað mörk fyrir félagið. Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær og fyrra markið hans í leiknum var númer hundraðasta í aðeins 188 leikjum.

Arsenal fylgir toppliðunum fast eftir - vann Bolton 2-0

Arsenal er þremur stigum á eftir toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bolton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cesc Fabregas og Fran Merida skoruðu mörk Arsenal-manna eftir sendingar frá brasilíska Króatanum Eduardo da Silva.

Útivallargengið batnar ekki hjá Fulham - töpuðu 0-2 í Blackburn

Blackburn Rovers komst upp í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Blackburn í tíu deildarleikjum en Fulham hefur hinsvegar aðeins náði í sjö stig á útivelli á tímabilinu þar af komu þrjú þeirra í fyrsta leik.

Markalaust hjá Aston Villa og West Ham

Astion Villa náði aðeins einu stigi á heimavelli á móti West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og Villa-menn þurfa að sýna meira ætli þeir sér að vera í hópi bestu liðanna.

Þrír leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag

Það fara fram þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag en flestra augu verða örugglega á leik Bolton og Arsenal á Reebok-vellinum þar sem Owen Coyle stjórnar liði Bolton í fyrsta skiptið eftir að hafa yfirgefið Burnley.

Moyes um Fellaini: Nú sjá allir það sem ég var að tala um

Marouane Fellaini átti frábæran leik þegar Everton vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Moyes, stjóri Everton, rifjaði upp eftir leikinn það sem hann sagði um þennan snjalla Belga fyrir nokkrum vikum síðan.

Björk með tvennu í fyrsta leiknum sínum með Val

Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk í fyrsta mótsleik sínum með Val þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Þrótti í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Dagný Brynjarsdóttir var með þrennu í leiknum.

Barcelona komið með fimm stiga forskot á Spáni

Barcelona tryggði sér fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Sevilla á Camp Nou í kvöld. Lionel Messi varð í leiknum sextándi leikmaður Barcelona sem nær því að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann skoraði tvo síðustu mörk Barca.

Eiður Smári kom inn á og Mónakó vann góðan sigur

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og hjálpaði Mónakó að vinna 2-0 sigur á Sochaux í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíumaðurinn skoraði bæði mörk Mónakó á síðustu sex mínútum leiksins.

Phil Brown um Myhill: Varði sex sinnum á heimsmælikvarða

Phil Brown, stjóri Hull, hrósaði markverði sínum Boaz Myhill eftir markalaust jafntefli á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Boaz Myhill hélt sínu liði á floti í leiknum með hverri frábærri markvörslunni á fætur annarri.

Everton vann sannfærandi sigur á City - fyrsta tap Mancini

Manchester City tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Ítalans Roberto Mancini þegar liðið lá 0-2 fyrir Everton á Goodison Park íensku úrvalsdeildinni í kvöld. City-liðið átti aldrei möguleika á móti frískum og baráttuglöðum heimamönnum.

Mörk Emils og Heiðars dugðu ekki liðum þeirra í dag

Emil Hallfreðsson og Heiðar Helguson voru báðir á skotskónum í ensku b-deildinni í dag en það dugði þó ekki liðum þeirra því þau urðu bæði að sætta sig við 1-2 tap. Öll fimm Íslendingalið deildarinnar töpuðu sínum leikjum.

Chelsea skoraði sjö mörk á móti Sunderland - United vann líka

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester United, unnu bæði góða sigra á heimavelli í dag og því heldur Chelsea áfram eins stigs forskoti á toppnum. Chelsea burstaði Sunderland á sama tíma og Manchester United vann 3-0 sigur á Burnley.

Rafa Benitez: Ég held áfram vegna stuðningsmannanna

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, þakkaði stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðning þeirra í 1-1 jafntefli liðsins á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á 90. mínútu leiksins og skelfileg vika fékk því slæman endi.

Stoke jafnaði á 90. mínútu á móti Liverpool

Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Stoke í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Það stefndi lengi vel í Liverpool-sigur en heimamenn í Stoke náðu að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Dirk Kyut skallaði síðan í stöngina úr dauðafæri í uppbótartímanum og vandræði Rafel Benitez og lærisveina hans halda áfram.

Ferguson lofar Michael Owen fleiri leikjum á næstu vikum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lofað Michael Owen því að hann fá fleiri leiki með liðinu á næstu vikum. Michael Owen hefur aðeins verið einu sinni í byrjunarliði Manchester United síðan að hann skoraði þrennu á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni fyrir sex vikum síðan.

Ancelotti: Betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir alveg að liðið hans hafi haft heppnina með sér þegar Manchester United og Arsenal nýttu hvorug tækifæri sitt þegar þau gátu komist upp fyrir Chelsea og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en er enn með eins stigs forskot á Manchester United.

Maxi Rodriguez og Alberto Aquilani byrja báðir á bekknum

Rafel Benitez tók Ítalann Alberto Aquilani út úr byrjunarliði Liverpool fyrir leikinn á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni á eftir og það þrátt fyrir að liðið sé án Steven Gerrard, Fernando Torres og Yossi Benayoun.

Sjá næstu 50 fréttir