Fleiri fréttir

Zola fær pening til þess að styrkja leikmannahópinn

Andrew Bernhardt nýr stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham United eftir að CB Holding, sem er að meirihluta í eigu Straums-Burðaráss tók félagið yfir í dag, hefur staðfest að félagið ætli ekki einungis að reyna að sjá til þess að bestu leikmenn félagsins verði áfram á Upton Park heldur fái knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola einnig peninga til þess að styrkja leikmannahóp sinn í sumar.

Paul Scharner eftirsóttur - Vill fara frá Wigan

Austurríkismaðurinn Paul Scharner hefur líst því yfir að hann vilji yfirgefa herbúðir Wigan til þess að taka næsta skref á ferli sínum en hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

John Barnes að taka við Tranmere

Flest bendir nú til þess að John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, verði ráðinn knattspyrnustjóri Tranmere en félagið leikur í c-deildinni á Englandi. Barnes hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan í september á síðasta ári og náð góðum árangri með liðið.

Liverpool búið að bjóða í Lavezzi

Umboðsmaður framherjans Ezequiel Lavezzi hjá Napoli segir Liverpool vera búið að leggja fram kauptilboð í Argentínumanninn en Manchester City er einnig talið vera á eftir leikmanninum.

Toppslagir í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem toppliðin tvö, Valur og Stjarnan, mætast á Vodafonevellinum. Þá mætast liðin í þriðja og fjórða sæti, Fylkir og Breiðablik, á Kópavogsvelli. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.

Vermaelen á leiðinni til Arsenal

Varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hjá Ajax er á leiðinni til Arsenal en leikmaðurinn staðfesti fregnirnar sjálfur í samtali við hollenska dagblaðið Algemeen Dagblad.

Fraizer Campbell í viðræður við Hull

Enska úrvalsdeildarfélagið Hull hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Englandsmeistarar Manchester United um kaup á framherjanum unga Fraizer Campbell. Talið er að kauptilboðið sé eitthvað í kringum 6 milljónir punda.

Chelsea eyðilagði ást mína á fótbolta

Glen Johnson, sem hefur verið að blómstra hjá Portsmouth, segir að það hafi verið niðurdrepandi tími þegar hann var í herbúðum Chelsea á Jose Mourinho-árunum.

Krkic vill feta í fótspor Messi

Hinn ungi og bráefnilegi framherji Barcelona, Bojan Krkic, tekur Lionel Messi sér til fyrirmyndar og ætlar að læra af honum svo hann geti síðar fetað í fótspor argentínska snillingsins.

Njáll Quinn hataði Steve Bruce

Niall Quinn, stjórnarformaður Sunderland, hefur viðurkennt að hafa hatað Steve Bruce sem hann var að ráða sem knattspyrnustjóra félagsins.

Man. Utd á eftir Pele?

Franski markvörðurinn Yohann Pele hjá Le Mans er sagður vera undir smásjánni hjá Englandsmeisturum Manchester United.

Tilboð komin í Eto´o

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að þegar séu komin nokkur formlega tilboð í kamerúnska framherjann Samuel Eto´o.

Drogba vill fá að ræða við Ancelotti

Framherjinn Didier Drogba vill fá að funda með Carlo Ancelotti, nýjum stjóra Chelsea, áður en hann ákveður að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Wenger óttast Man. City

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, óttast að Man. City muni veita liðinu verðuga samkeppni næstu vetur um að vera á meðal fjögurra efstu í ensku úrvalsdeildinni.

Gazza mun deyja innan árs

Einn besti vinur Paul Gascoigne segir að hann muni deyja innan árs. Félaginn segir ástandið á Gazza vera verra en það var á George Best á sínum tíma.

Fimm nýir með til Makedóníu

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallaði á eina fimm nýja leikmenn fyrir leikinn gegn Makedóníu sem fram fer ytra á miðvikudag.

Kaká ákveður sig fljótlega

Framhaldssögu sumarsins gæti lokið á mánudag þegar Brasilíumaðurinn Kaká mun líklega gefa upp hvort hann ætli sér að vera áfram hjá AC Milan eða fara til Real Madrid.

Gerrard: Einn sigur í viðbót

Steven Gerrard segir að sigur gegn Andorra á miðvikudag muni fleyta enska landsliðinu inn á HM næsta sumar.

Ísland - Holland - myndir

Það var fín stemning á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti stórliði Hollands í fínu veðri.

Kuyt: Þetta var erfiður riðill

Dirk Kuyt var hæstánægður með að Holland tryggði sér þátttökurétt á HM í Suður-Afríku eftir 2-1 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Ólafur mun kalla inn nýja menn í landsliðið

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari mun kalla á nýja leikmenn í íslenska landsliðshópinn í stað þeirra sem munu missa af leiknum gegn Makedóníu á miðvikudaginn vegna leikbanna og meiðsla. Ísland tapaði fyrir Hollandi í dag, 2-1.

Þrír í banni gegn Makedónum

Leikurinn í kvöld gegn Hollandi var dýr því liðið missti þrjá leikmenn í bann vegna gulra spjalda. Þar á meðal er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson sem fékk gult spjald í lok leiksins.

Berlusconi sárbændi Kaká að fara ekki

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, sárbændi Kaká um að vera áfram hjá félaginu. Kaká hefur boðað til blaðamannafundar á mánudaginn þar sem búist er við því að hann staðfesti samning sinn við Real Madrid.

Svona er staðan hjá Íslandi

Riðlarnir í undankeppni HM í Evrópu eru níu. Allir hafa sex lið nema eitt, okkar riðill. Átta bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um laust sæti á HM. Það er eina von Íslands til að komast þangað, Hollendingar eru búnir að vinna riðilinn að öllu leiti nema tölfræðilega.

Holland komið á HM

Hollendingar tryggðu sér farseðilinn á HM í Suður-Afríku eftir 1-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Japan fyrst til að tryggja sig á HM

Japan hefur tryggt sér þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku á næsta ári. Liðið vann Úsbekistan 1-0 í dag.

Kristinn dæmdi vel í sigri Englands

England vann öruggan sigur á Kazakhstan í undankeppni HM í dag og er nánast öruggt um sæti í Suður-Afríku. Gareth Barry, Emile Heskey, Wayne Rooney og Frank Lampard skoruðu mörkin í 4-0 sigri.

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli.

Sjá næstu 50 fréttir