Fleiri fréttir

Umfjöllun: Björn Daníel með tvö í sigri FH

Björn Daníel Sverrisson skoraði tvívegis og Atli Viðar Björnsson var með eitt þegar Íslandsmeistarar FH unnu öruggan 3-0 sigur á Fjölni í Pepsi-deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Blikarnir sóttu stig í Laugardalinn

Breiðablik náði að kría fram jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli í kvöld en Framararnir voru sterkari aðilinn á löngum köflum í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Bruce að taka við Sunderland

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Wigan er samkvæmt Sky Sports fréttastofunni rétt við það að taka við Sunderland eftir að félagið náði samkomulagi um bótagreiðslur til að leysa Bruce undan samningi sínum við Wigan.

Ancelotti ráðinn sem knattspyrnustjóri Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur tilkynnt að hinn ítalski Carlo Ancelotti verði nætsti knattspyrnustjóri félagsins. Ancelotti sem hætti í gær sem knattspyrnustjóri AC Milan eftir níu ár í starfi þar en hann lék einnig með félaginu á árunum 1987-1992. Ancelotti skrifar undir þriggja ára samning við Lundúnafélagið.

Terry hissa á fullyrðingum Makalele

John Terry, fyrirliði Chelsea, skilur ekkert í fullyrðingum Claude Makalele í nýútkominni ævisögu miðjumannsins franska þar sem fram kemur að Teyrry hafi átt sök á því að José Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea á sínum tíma.

Carrick getur ekki spilað með enska landsliðinu vegna meiðsla

Michael Carrick leikmaður Manchester United hefur dregið sig út enska landsliðinu fyrir leiki í undankeppni HM. Carrick er meiddur á fæti og í stað hans hefur Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, kallað á James Milner 23 ára leikmann Aston Villa.

Adriano skoraði í sínum fyrsta leik með Flamengo

Brasilímaðurinn Adriano byrjaði vel hjá Flamengo en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri á Atletico Paranaense á hinum fræga Maracana-velli í Rio de Janeiro í nótt.

Ashley Cole: Besta tímabilið mitt hjá Chelsea

Ashley Cole, nýkrýndur bikarmeistari í fimmta sinn á ferlinum, segir tímabilið 2008-09 hafi verið það besta hjá sér í herbúðum Chelsea. Cole hefur spilað með Chelsea frá árinu 2006 þegar hann kom frá Arsenal en það hann tók hann tíma að yfirvinna erfið meiðsli sem fylgdu honum yfir á Stamford Bridge.

Ancelotti er hættur með AC Milan og Leonardo tekur við

Carlo Ancelotti og AC Milan hafa náð samkomulagi um að segja um samningi hans við liðið en Ancelotti átti eftir eitt ár af sínum samningi. Mestar líkur eru á því að Carlo Ancelotti taki við stjórastöðunni hjá Chelsea en Brasilíumaðurinn Leonardo mun taka við stöðu hans hjá AC Milan.

AC Milan komst beint í Meistaradeildina - Torino féll

AC Milan tryggði sér þriðja sætið í ítölsku deildinni í dag og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Torinó varð hinsvegar að sætta sig við að falla úr deildinni. Svíinn Zlatan tryggði sér markakóngstitilinn með tveimur mörkum í 4-3 sigri Inter.

Sölvi Geir: Yrði stærra fyrir mig en að vinna sænska titilinn

Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu SønderjyskE berjast fyrir lífi sínu í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. SønderjyskE tekur þá á móti Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Kára Árnasyni í liði Esbjerg og verður að ná í stig.

Eitt af stærstu afrekum Hiddink að vinna í Mekka fótboltans

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, fékk góða kveðjugjöf frá lærisveinum sínum í Chelsea sem tryggðu sér enska bikarinn í gær í síðasta leiknum undir hans stjórn. Hiddink hrósaði sínum leikmönnum í hástert fyrir að hafa komið sterkir til baka eftir martraðarbyrjun.

Jose Mourinho: Ég er orðinn ástfanginn af Inter-liðinu

Jose Mourinho er greinilega mjög sáttur með lífið og tilveruna í Mílanó en Portúgalinn er nýbúinn að framlengja samning sinn við Internazionale til ársins 2012. Inter-leikur lokaleik tímabilsins í dag og verður mikil sigurveisla á San Siro vellinum enda varð liðið ítalskur meistari fjórða árið í röð.

Luis Figo spilar sinn síðasta leik á ferlinum í dag

Luis Figo spilar í dag sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum þegar Inter Milan mætir Atalanta á heimavelli í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Figo hefur unnið fjóra meistaratitla með Inter eftir að hann kom þangað árið 2005 frá Real Madrid.

Luis Boa Morte er kominn í portúgalska landsliðið

Luis Boa Morte, miðjumaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, hefur óvænt verið valinn í portúgalska landsliðið en Portúgal mætir Albaníu í undankeppni HM um næstu helgi og Eistlandi í vináttulandsleik vikuna á eftir.

Atletico Madrid tryggði sér Meistaradeildarsæti

Atletico Madrid tryggði sér í kvöld Meistaradeildarsæti á næsta tímabili þegar liðið vann 3-0 sigur á Almeria á Vicente Calderon leikvanginum í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Bordeaux franskur meistari í fyrsta sinn í áratug

Girondins Bordeaux tryggði sér í kvöld franska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Caen í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Bordeaux og Marseille áttu möguleika á því að vinna titilinn fyrir lokaumferðina en meistarar síðustu sjö ára í Lyon enduðu í 3. sæti níu stigum á eftir nýkrýndum meisturum Bordeaux.

Eto'o jafnaði á lokamínútunni - Eiður Smári lék allan leikinn

Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Barcelona þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Deportivo La Coruña í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þetta var annar deildarleikurinn í röð þar sem Eiður Smári spilar allar 90 mínúturnar.

Werder Bremen vann þýska bikarinn í sjötta sinn

Werder Bremen tryggði sér þýska bikarinn í sjötta sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleik í Berlín í kvöld. Werder Bremen vann þýska bikarinn síðast fyrir fimm árum.

Selfoss vann HK í Kópavogi og er við hlið Hauka á toppnum

Selfyssingar komust upp að hlið Hauka á toppi 1. deildar karla eftir 2-1 sigur á HK á Kópavogsvellinum í dag. Liðin voru í tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir leiki umferðarinnar en Haukar komust í toppsætið í gær með góðum sigri í Ólafsvík.

Sannfærandi sigur og þriggja stiga forusta

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn í vörn IFK Göteborg sem náði þriggja stiga forustu í sænsku úrvalsdeildinni eftir 4-0 heimasigur á IF Brommapojkarna í dag.

Ashley Cole fyrstur í yfir hundrað ár til að vinna fimm bikartitla

Ashley Cole átti mjög góðan leik með Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins á móti Everton í dag og var í lok hans kosinn besti maður vallarsins. Cole varð þarna enskur bikarmeistari í fimmta sinn og það gerist ekki á hverri öld enda voru 118 ár síðan að einhver afrekaði það síðast.

Didier Drogba: Frábært að enda tímabilið svona

Didier Drogba hélt uppi venju sinni að skora í öllum úrslitaleikjum fyrir Chelsea þegar hann jafnaði bikarúrslitaleikinn á móti Everton í dag en Frank Lampard tryggði Chelsea síðan 2-1 sigur í seinni hálfleik. Drogba hefur nú skorað í öllum fimm úrslitaleikjum sem hann hefur spilað á Englandi.

Aron með þriðja fallegasta mark enska bikarsins í ár

Aron Einar Gunnarsson skoraði þriðja fallegasta bikarmark ársins í Englandi í ár en þetta kom fram í lok beinnar útsendingar frá enska bikarúrslitaleiknum á Stöð 2 Sport í dag. Aron skoraði markið fyrir Coventry á móti Blackburn.

Frank Lampard tryggði Chelsea enska bikarinn

Frank Lampard tryggði Chelsea enska bikarinn með því að skora sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag. Chelsea vann þar 2-1 sigur á Everton en Everton fengu hálfgerða forgjöf því þeir komust í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur.

Jafnt í hálfleik á Wembley - Drogba jafnaði

Það er kominn í hálfleikur í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley og staðan er 1-1. Louis Saha kom Everton yfir eftir aðeins 25 sekúndur en Dider Drogba jafnaði leikinn á 21. mínútu. Chelsea er búið að vera mun meira með boltann og miklu líklegri til að skora fleiri mörk.

Franck Ribery er ekki til sölu eftir allt saman

Þýska liðið Bayern Munchen hefur ekki í hyggju að selja aðalstjörnu sína, franska landsliðsmanninn Franck Ribery, þrátt fyrir stöðugan orðróm um að hann væri á leiðinni til stórliða á Englandi eða á Spáni.

Louis Saha kom Everton 1-0 yfir eftir aðeins 25 sekúndur

Það var heldur betur rétt ákvörðun hjá David Moyes að setja Louis Saha í byrjunarliðið því Frakkinn þurfti bara 25 sekúndur til þess að koma Everton í 1-0 í bikaúrslitaleiknum á móti Chelsea á Wembley.

Middlesbrough-álögin á Everton-liðinu í dag

Everton-menn munu reyna að brjóta hefð síðustu fjögurra ára þegar þeir mæta Chelsea í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag. Það hefur nefnilega ekki reynst liðum vel í bikarúrslitaleiknum að hafa slegið Middlesbrough út úr bikarnum.

Sjá næstu 50 fréttir