Fleiri fréttir

Moratti: Mourinho er sá besti

Massimo Moratti hrósar Jose Mourinho í hástert eftir góða byrjun Inter á tímabilinu. Eftir að hafa gert jafntefli við Sampdoria í fyrstu umferð hefur Inter unnið Catania, Torino og Panathinaikos.

Giannakopoulos til Hull

Hull City hefur samið við miðjumanninn Stelios Giannakopoulos út tímabilið. Þessi 34 ára gríski landsliðsmaður var leystur undan samningi við Bolton í sumar.

Enn eitt tap Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem tapaði 2-0 fyrir Trelleborg í sænska boltanum í kvöld.

Gylfi skoraði fyrir Brann

Íslendingaliðið Brann gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í norska boltanum í kvöld. Gylfi Einarsson kom Brann yfir í leiknum en Lilleström jafnaði þegar um stundarfjórðungur var eftir.

Draugaleikurinn ekki endurtekinn

Enska knattspyrnusambandið segir ljóst að leikur Watford og Reading verður ekki endurtekinn. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en fyrsta mark Reading í leiknum var í meira lagi undarlegt.

Carvalho frá næstu vikurnar

Ricardo Carvalho leikur ekki með Chelsea næsta mánuðinn eða svo. Ástæðan eru meiðsli í hné sem hann varð fyrir um helgina í leiknum gegn Manchester United.

Helgin á Englandi - Myndir

Það var nóg að gerast í enska boltanum um helgina en þar bar hæst stórleikur Chelsea og Manchester United sem skildu jöfn í gær.

Draugamark í Watford

Dómurum leiks Watford og Reading í ensku B-deildinni um helgina urðu á stór mistök er þeir dæmtu gilt mark þó svo að boltinn hafi aldrei verið nálægt því að fara yfir marklínuna.

María Björg: Fékk gæsahúð

María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn.

Landsliðshópurinn tilkynntur

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Frökkum í undankeppni EM 2009 ytra á laugardaginn.

FH án Tryggva og Dennis gegn Fylki

Tryggvi Guðmundsson mun missa af leik Fylkis og FH í lokaumferð Landsbankadeildar karla þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald á leiktíðinni í leik FH og Keflavíkur í gær.

Jóhannes: Ég gaf Dennis gult

Jóhannes Valgeirsson, dómari leiks FH og Vals, staðfestir að Dennis Siim hafi fengið áminningu í leiknum sem þýðir að hann átti að vera í banni í leik Keflavíkur og FH í gær.

Ferguson kemur leikmönnum sínum til varnar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að leikur sinna manna gegn Chelsea hafi ekki verið grófur þó svo að sjö leikmenn United hafi fengið áminningu í leiknum.

Kapphlaupið um Ronaldo byrjar aftur í janúar

Sir Alex Ferguson viðurkennir að áhugi Real Madrid á Cristiano Ronaldo hafi líklega ekki dvínað þó leikmaðurinn hafi ákveðið að vera áfram hjá Manchester United. Hann reiknar með að sápuóperan haldi áfram í janúar.

Veigar skoraði í tapi Stabæk

Topplið Stabæk í norsku úrvalsdeildinni steinlá í kvöld 4-1 fyrir Viking á útivelli. Veigar Páll Gunnarsson var á sínum stað í liði Stabæk og skoraði eina mark liðsins í leiknum.

Barcelona burstaði Sporting

Barcelona virtist loksins hrökkva í gírinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 6-1 útisigur á Sporting Gijon.

Hughes: Fullkominn dagur

Mark Hughes stjóri Manchester City var að vonum ánægður í dag þegar hans menn rótburstuðu Portsmouth 6-0 í ensku úrvalsdeildinni.

Gautaborg sænskur bikarmeistari

Gautaborg varð í dag sænskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir dramatískan 5-4 sigur á Kalmar eftir framlengingu og vítakeppni.

Atli Viðar: Markið heldur okkur á lífi

Atli Viðar Björnsson var hetja FH-inga í dag er hann skoraði tvö mörk gegn Keflavík í dag en hann tryggði liðinu sigur á lokamínútum leiksins í dag.

HK féll - KR burstaði Þrótt

Það verða ÍA og HK sem fá það hlutskipti að falla úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu en baráttan um sigur í deildinni er enn opin eftir sigur FH á Keflavík.

Dramatík í Kaplakrika

Keflvíkingar voru hársbreidd frá því að gulltryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika í dag, en baráttuglaðir FH-ingar hafa ekki sagt sitt síðasta eftir 3-2 sigur í dramatískum leik liðanna.

Ferguson vonsvikinn

Sir Alex Ferguson var eilítið vonsvikinn með jafnteflið sem hans menn í Manchester United gerðu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. United hafði forystu fram á lokamínútur leiksins þegar Salomon Kalou náði að jafna fyrir heimamenn.

Park ósáttur við jafntefli

Ji-Sung Park hjá Manchester United var valinn maður leiksins hjá Sky fyrir frammistöðu sína með liðinu gegn Chelsea í dag. Hann skoraði mark gestanna í leiknum en var ekki sáttur við stigið.

Scolari: Sanngjörn úrslit

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, sagði að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða í dag þegar hans menn gerðu 1-1 jafntefli við Manchester United á Stamford Bridge.

City rótburstaði Portsmouth

Manchester City var heldur betur í stuði í dag þegar liðið tók á móti Portsmouth á heimavelli sínum. Robinho var á skotskónum í 6-0 sigri City.

O´Sullivan tekur við KR

Knattspyrnudeild KR hefur gengið frá samningi við Gareth O´Sullivan um að taka við þjálfun kvennaliðs félagsins af Helenu Ólafsdóttur sem stýrði liðinu í síðasta sinn þegar það hampaði bikarnum í gær.

Gullskórinn yrði bara fínn bónus

Guðmundur Steinarsson fór mikinn þegar Keflavík vann Breiðablik og skoraði þá í sínum áttunda leik í röð og er leikmaður 20. umferðar hjá Fréttablaðinu.

Jafnt í Kaplakrika í hálfleik

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í stórleik Landsbankadeildarinnar í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti toppliði Keflavíkur.

Boltavaktin: FH lagði Keflavík

Spennan var gríðarleg í Landsbankadeild karla í dag. FH-ingum tókst að halda lífi í toppbaráttunni en HK-menn féllu úr deildinni.

United yfir gegn Chelsea í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á Stamford Bridge í leik sem hefur verið mjög fjörlegur.

Ronaldo á bekknum hjá United

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea og Manchester United fyrir risaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem hefst klukkan eitt.

Sjá næstu 50 fréttir