Enski boltinn

Chelsea og United skildu jöfn á Stamford Bridge

NordicPhotos/GettyImages

Chelsea og Manchester United gerðu stórmeistarajafntefli 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í mjög fjörugum leik á Stamford Bridge.

Það var Ji-Sung Park sem kom United yfir eftir 18 mínútna leik eftir laglega spilamennsku gestanna, en United liðið var heldur sterkara í fyrri hálfleiknum og hefði með smá heppni geta verið 2-0 yfir í hálfleik.

Ricardo Carvalho og Edwin Van der Sar þurftu báðir að fara meiddir af velli og í síðari hálfleik fékk svo Cristiano Ronaldo að koma inn sem varamaður hjá United eins og búist var við.

Lið Chelsea var mun betra í síðari hálfleiknum og uppskar jöfnunarmark varamannsins Salomon Kalou þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Chelsea komst með stiginu í annað sæti úrvalsdeildarinnar með 11 stig en Manchester United er enn í neðri hluta deildarinnar en á reyndar leik til góða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×