Íslenski boltinn

Atli Viðar: Markið heldur okkur á lífi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Viðar var skipt af velli í leikslok. Hér þakkar Heimir Guðjónsson honum fyrir hans framlag sem var mikilvægt í dag.
Atli Viðar var skipt af velli í leikslok. Hér þakkar Heimir Guðjónsson honum fyrir hans framlag sem var mikilvægt í dag. Mynd/E. Stefán
Atli Viðar Björnsson var hetja FH-inga í dag er hann skoraði tvö mörk gegn Keflavík í dag en hann tryggði liðinu sigur á lokamínútum leiksins í dag.

Sigur FH þýðir að Keflavík gat ekki fagnað Íslandsmeistaratitlinum í dag og að FH á enn möguleika á honum. Til þess þarf FH að vinna báða sína leiki sem liðið á eftir og treysta á Framara gegn Keflavík í lokaumferðinni.

„Þetta mark heldur okkur á lífi, það er ekkert öðruvísi," sagði Atli Viðar við Vísi eftir leik. FH komst í 2-0 en þá kom Magnús Sverrir Þorsteinsson til skjalanna og jafnaði metin í 2-2 þegar skammt var til leiksloka.

„Ég veit ekki hvað gerðist á þessum tíma en það miklivæga er að við sýndum karakter með því að koma til baka og klára leikinn."

„Ég hef fulla trú á því að Fram fari til Keflavíkur til að vinna og við verðum að vona að þeir nái að stríða þeim. En fyrst og fremst verðum við að klára okkar leiki. Við eigum leik á miðvikudaginn sem verður erfiður, það er alveg klárt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×