Enski boltinn

Giannakopoulos til Hull

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stelios Giannakopoulos.
Stelios Giannakopoulos.

Hull City hefur samið við miðjumanninn Stelios Giannakopoulos út tímabilið.

Þessi 34 ára gríski landsliðsmaður var leystur undan samningi við Bolton í sumar. Hann er þrettándi leikmaðurinn sem Hull fær síðan liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Giannakopoulos kom til Bolton árið 2003 frá Olympiakos en hann lék lykilhlutverk með Grikklandi sem vann Evrópumótið óvænt 2004.

Giannakopoulos þekkir Phil Brown, knattspyrnustjóra Hull, frá því að Brown var aðstoðarmaður Sam Allardyce hjá Bolton.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×