Enski boltinn

Park ósáttur við jafntefli

Park skorar markið sitt í dag
Park skorar markið sitt í dag NordicPhotos/GettyImages

Ji-Sung Park hjá Manchester United var valinn maður leiksins hjá Sky fyrir frammistöðu sína með liðinu gegn Chelsea í dag. Hann skoraði mark gestanna í leiknum en var ekki sáttur við stigið.

"Þetta voru vonbrigði. Við vorum yfir þar til tíu mínútur voru eftir af leiknum og það var svekkjandi að fá á sig mark eftir aukaspyrnu," sagði Kóreumaðurinn.

"Við lékum vel framan af leik og settum á þá stífa pressu, en við náðum ekki að skora nema eitt mark. Við spiluðum vel þangað til þeir skoruðu," sagði Park.

"Við vildum vinna þennan leik og þurftum sannarlega á sigri að halda en þurftum að sætta okkur við stig. Það eru vonbrigði."

Hann var spurður að því hvort markið hefði verið sárabót fyrir að fá ekki að spila gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor.

"Það var smá sárabót, en þó ekki," sagði Park og glotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×