HK féll - KR burstaði Þrótt 21. september 2008 17:57 Björgólfur Takefusa skoraði fyrir KR í dag Það verða ÍA og HK sem fá það hlutskipti að falla úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu en baráttan um sigur í deildinni er enn opin eftir sigur FH á Keflavík. Fylgst var með öllum leikjum dagsins á Boltavaktinni HK-menn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Fjölni í Grafarvogi, en fljótt varð ljóst að þetta var ekki dagur Kópavogsliðsins. Þeir Pétur Markan og Davíð Rúnarsson komu Fjölni í 2-0 eftir aðeins 16 mínútna leik og útlitið því strax orðið dökkt hjá HK. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir HK með marki úr víti á 64. mínútu en aðeins fjórum mínútum gerði Gunnar Guðmundsson út um leikinn fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. Skagamenn voru þegar fallnir úr deildinni en þeir sóttu Grindvíkinga heim suður með sjó. Grindvíkingar hafa verið arfaslakir á heimavelli í allt sumar og á því varð engin breyting í dag. Gilles Ondo kom heimamönnum reyndar yfir í leiknum en Árni Pjetursson jafnaði fyrir Skagamenn í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat þó gestirnir hefðu verið sterkari á lokasprettinum. KR-ingar tóku Þróttara í bakaríið á heimavelli sínum 5-2. Björgólfur Takefusa, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Guðjón Baldvinsson og Gunnar Örn Jónsson skoruðu mörk KR í leiknum, en Hjörtur Hjartarson og Adolf Sveinsson klóruðu í bakkann fyrir Þróttara sem þegar höfðu tryggt veru sína í deildinni. Fylkir slapp líka endanlega við fall í dag eftir að HK tapaði fyrir Fjölni, en Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á Breiðablik í Kópavogi. Jóhann Berg Guðmundsson kom heimamönnum reyndar yfir með marki úr víti strax í byrjun leiks, en Haukur Ingi Guðnason og Kjartan Baldvinsson komu Fylki yfir með tveimur mörkum skömmu fyrir hlé. Kjartan bætti svo við öðru marki sínu á 90. mínútu áður en Marel Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Blika. Fram heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni og í dag lagði liðið Val 2-1 á heimavelli sínum. Ívar Björnsson kom Frömurum yfir strax á 8. mínútu og Joseph Tillen bætti við öðru marki strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Baldur Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir Val á 62. mínútu, en lengra komust Valsmenn ekki. Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 21 leik og FH í öðru sæti með 41 stig og á leik til góða gegn Blikum á miðvikudaginn. Framarar eru í þriðja sætinu með 37 stig, KR í fjórða með 36 stig og Valsarar í fimmta með 35 stig. Þessi lið munu því berjast um Evrópusæti í lokaumferðinni. Stöðuna í deildinni má sjá á Boltavaktinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Það verða ÍA og HK sem fá það hlutskipti að falla úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu en baráttan um sigur í deildinni er enn opin eftir sigur FH á Keflavík. Fylgst var með öllum leikjum dagsins á Boltavaktinni HK-menn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Fjölni í Grafarvogi, en fljótt varð ljóst að þetta var ekki dagur Kópavogsliðsins. Þeir Pétur Markan og Davíð Rúnarsson komu Fjölni í 2-0 eftir aðeins 16 mínútna leik og útlitið því strax orðið dökkt hjá HK. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir HK með marki úr víti á 64. mínútu en aðeins fjórum mínútum gerði Gunnar Guðmundsson út um leikinn fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. Skagamenn voru þegar fallnir úr deildinni en þeir sóttu Grindvíkinga heim suður með sjó. Grindvíkingar hafa verið arfaslakir á heimavelli í allt sumar og á því varð engin breyting í dag. Gilles Ondo kom heimamönnum reyndar yfir í leiknum en Árni Pjetursson jafnaði fyrir Skagamenn í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat þó gestirnir hefðu verið sterkari á lokasprettinum. KR-ingar tóku Þróttara í bakaríið á heimavelli sínum 5-2. Björgólfur Takefusa, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Guðjón Baldvinsson og Gunnar Örn Jónsson skoruðu mörk KR í leiknum, en Hjörtur Hjartarson og Adolf Sveinsson klóruðu í bakkann fyrir Þróttara sem þegar höfðu tryggt veru sína í deildinni. Fylkir slapp líka endanlega við fall í dag eftir að HK tapaði fyrir Fjölni, en Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á Breiðablik í Kópavogi. Jóhann Berg Guðmundsson kom heimamönnum reyndar yfir með marki úr víti strax í byrjun leiks, en Haukur Ingi Guðnason og Kjartan Baldvinsson komu Fylki yfir með tveimur mörkum skömmu fyrir hlé. Kjartan bætti svo við öðru marki sínu á 90. mínútu áður en Marel Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Blika. Fram heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni og í dag lagði liðið Val 2-1 á heimavelli sínum. Ívar Björnsson kom Frömurum yfir strax á 8. mínútu og Joseph Tillen bætti við öðru marki strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Baldur Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir Val á 62. mínútu, en lengra komust Valsmenn ekki. Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 21 leik og FH í öðru sæti með 41 stig og á leik til góða gegn Blikum á miðvikudaginn. Framarar eru í þriðja sætinu með 37 stig, KR í fjórða með 36 stig og Valsarar í fimmta með 35 stig. Þessi lið munu því berjast um Evrópusæti í lokaumferðinni. Stöðuna í deildinni má sjá á Boltavaktinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira