Íslenski boltinn

FH án Tryggva og Dennis gegn Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson fékk áminningu fyrir þessi fagnaðarlæti sín.
Tryggvi Guðmundsson fékk áminningu fyrir þessi fagnaðarlæti sín.

Tryggvi Guðmundsson mun missa af leik Fylkis og FH í lokaumferð Landsbankadeildar karla þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald á leiktíðinni í leik FH og Keflavíkur í gær.

Tryggvi verður væntanlega úrskurðaður í leikbann á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á morgun og tekur bannið fyrst gildi á föstudaginn. Hann getur því verið með FH í leiknum gegn Breiðabliki á miðvikudaginn.

Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Keflavíkur, staðfesti í samtali í Vísi í dag að Tryggvi hafi fengið áminningu í gær fyrir óíþróttamannslega framkomu og fyrir að ögra leikmönnum Keflavíkur.

Tryggvi fagnaði sigurmarki Atla Viðars Björnssonar í gær fyrir framan leikmenn Keflavíkur sem voru allt annað en ánægðir með framgöngu Tryggva.

Ef FH vinnur Breiðablik á miðvikudaginn þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda gegn Fylki í lokaumferðinni til að eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Tryggvi mun því missa af þeim mikilvæga leik.

Tryggvi fékk sína þriðju áminningu í sumar fyrir að lyfta upp treyju sinni eftir að hann skoraði sitt síðara mark í leik FH og Vals í 19. umferðinni. Það var hans 100. mark og klæddist hann sérmerktum bol af því tilefni.

Þá mun Dennis Siim einnig taka út leikbann fyrir fjögur gul spjöld í þessum sama leik.










Tengdar fréttir

Jóhannes: Ég gaf Dennis gult

Jóhannes Valgeirsson, dómari leiks FH og Vals, staðfestir að Dennis Siim hafi fengið áminningu í leiknum sem þýðir að hann átti að vera í banni í leik Keflavíkur og FH í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×