Íslenski boltinn

Magnús Sverrir: Sárt en svona er boltinn stundum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Sverrir í leik gegn Fjölni.
Magnús Sverrir í leik gegn Fjölni.
„Þetta leit vel út þar til í uppbótartíma en svona getur boltinn stundum verið," sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson eftir tap sinna manna í Keflavík fyrir FH í dag, 3-2.

Keflavík nægði jafntefli í dag til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en FH-ingar byrjuðu betur í dag og komust í 2-0. Þá kom Magnús Sverrir inn á og var innan við tíu mínútur að skora tvívegis og jafna leikinn.

En Atli Viðar Björnsson skoraði svo sigurmark FH undir lok leiksins. Magnús viðurkenndi að það hefði verið afar sárt.

„Það er alltaf gaman að skora en verra þegar það telur ekki. Þetta voru tvö sterk lið hér í dag og okkur hefur ekki gengið vel á þessum velli þó svo að leikirnir hafi yfirleitt verið spennandi. En þetta datt bara þeirra megin í dag."

„Mér fannst við alltaf líklegir til að skora en auðvitað vill maður setja mark sitt á leikinn þegar maður kemur inn á. En því miður dugði það bara ekki til í dag."

FH mætir Breiðablik í frestuðum leik á miðvikudaginn og verða að vinna - annars verður Keflavík Íslandsmeistari.

„Við erum ekkert að spá í FH-ingum. Ef við klárum okkar leik um næstu helgi þá fer þetta vel. Það er það sem við stefnum á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×