Gullskórinn yrði bara fínn bónus 21. september 2008 00:01 Guðmundur Steinarsson hefur farið hreinlega á kostum í Landsbankadeildinni í sumar og er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 19 leikjum. Mynd/Víkurfréttir Guðmundur Steinarsson fór mikinn þegar Keflavík vann Breiðablik og skoraði þá í sínum áttunda leik í röð og er leikmaður 20. umferðar hjá Fréttablaðinu. Keflvíkingar sýndu enn og aftur á dögunum gegn Breiðablik að þeir gefast aldrei upp og þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálfleik sigraði liðið örugglega að lokum 3-1. Guðmundur Steinarsson var eins og oft áður arkítektinn af sigrinum og skoraði í sínum áttunda leik í röð í deildinni. „Við sýndum gríðarlegan styrk með því að koma til baka og klára dæmið á móti vindi og við erfiðar vallaraðstæður. Keflavíkurliðið hefur mikla trú á eigin getu og þegar við lendum undir í leikjum erum við ekkert að hengja haus, heldur bæta menn bara í og það hefur heldur betur skilað sér," segir Guðmundur. Spurður út í lykilinn að góðu gengi Keflavíkurliðsins í sumar kvað Guðmundur vitanlega margt liggja þar að baki. „Það er ansi margt sem kemur þar til. Fyrir það fyrsta þá æfðu menn náttúrulega mjög vel á undirbúningstímabilinu og þeir nýju leikmenn sem komu til liðsins smellpössuðu bara inn í hópinn. Það auðveldaði vissulega mikið að fá Hólmar Örn, Hörð og svo Jóhann Birni sem eru allt Keflvíkingar og þekktu allt og alla á staðnum. Andinn í hópnum er því búinn að vera frábær og það er held ég stærsti hlutinn í þessu," segir Guðmundur. Staðan er vissulega góð hjá Keflavík en Guðmundur ítrekar að enn sé ekkert í höfn hjá liðinu. „Við eigum tvo erfiða leik eftir gegn FH á útivelli og Fram á heimavelli. Við förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að vinna þá og við ætlum því að klára dæmið gegn FH. FH-ingar töpuðu illa í síðasta leik sínum og mæta örugglega dýrvitlausir í leikinn gegn okkur og við verðum því að vera tilbúnir í baráttuleik," segir Guðmundur en Keflvíkingum nægir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Guðmundur er sem stendur markahæsti leikmaður Landsbankadeildar með 16 mörk, þremur mörkum meira en Björgólfur Takefusa sem kemur þar næstur. „Þegar liðið er að spila svona vel eins og það eru búið að vera að gera er erfitt að eiga ekki góða leiki í stöðu framherja. Það er líka mikil samkeppni um stöður í liðinu, bæði á æfingum og í leikjum, þannig að maður verður að spila vel til þess að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Það heldur manni náttúrulega á tánum og heldur manni ferskum. Það er gaman að vera á toppnum yfir markahæstu menn og það væri auðvitað fínn bónus að fá eitt stykki gullskó, en deildin er aðalatriðið," segir Guðmundur. Keflavík varð síðast meistari árið 1973 og þá varð Steinar Jóhannsson, faðir Guðmundar, markhæstur hjá Keflavík. „Hann er liggur við spenntari yfir stöðu mála en ég og styður vel við bakið á mér." omar@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Guðmundur Steinarsson fór mikinn þegar Keflavík vann Breiðablik og skoraði þá í sínum áttunda leik í röð og er leikmaður 20. umferðar hjá Fréttablaðinu. Keflvíkingar sýndu enn og aftur á dögunum gegn Breiðablik að þeir gefast aldrei upp og þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálfleik sigraði liðið örugglega að lokum 3-1. Guðmundur Steinarsson var eins og oft áður arkítektinn af sigrinum og skoraði í sínum áttunda leik í röð í deildinni. „Við sýndum gríðarlegan styrk með því að koma til baka og klára dæmið á móti vindi og við erfiðar vallaraðstæður. Keflavíkurliðið hefur mikla trú á eigin getu og þegar við lendum undir í leikjum erum við ekkert að hengja haus, heldur bæta menn bara í og það hefur heldur betur skilað sér," segir Guðmundur. Spurður út í lykilinn að góðu gengi Keflavíkurliðsins í sumar kvað Guðmundur vitanlega margt liggja þar að baki. „Það er ansi margt sem kemur þar til. Fyrir það fyrsta þá æfðu menn náttúrulega mjög vel á undirbúningstímabilinu og þeir nýju leikmenn sem komu til liðsins smellpössuðu bara inn í hópinn. Það auðveldaði vissulega mikið að fá Hólmar Örn, Hörð og svo Jóhann Birni sem eru allt Keflvíkingar og þekktu allt og alla á staðnum. Andinn í hópnum er því búinn að vera frábær og það er held ég stærsti hlutinn í þessu," segir Guðmundur. Staðan er vissulega góð hjá Keflavík en Guðmundur ítrekar að enn sé ekkert í höfn hjá liðinu. „Við eigum tvo erfiða leik eftir gegn FH á útivelli og Fram á heimavelli. Við förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að vinna þá og við ætlum því að klára dæmið gegn FH. FH-ingar töpuðu illa í síðasta leik sínum og mæta örugglega dýrvitlausir í leikinn gegn okkur og við verðum því að vera tilbúnir í baráttuleik," segir Guðmundur en Keflvíkingum nægir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Guðmundur er sem stendur markahæsti leikmaður Landsbankadeildar með 16 mörk, þremur mörkum meira en Björgólfur Takefusa sem kemur þar næstur. „Þegar liðið er að spila svona vel eins og það eru búið að vera að gera er erfitt að eiga ekki góða leiki í stöðu framherja. Það er líka mikil samkeppni um stöður í liðinu, bæði á æfingum og í leikjum, þannig að maður verður að spila vel til þess að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Það heldur manni náttúrulega á tánum og heldur manni ferskum. Það er gaman að vera á toppnum yfir markahæstu menn og það væri auðvitað fínn bónus að fá eitt stykki gullskó, en deildin er aðalatriðið," segir Guðmundur. Keflavík varð síðast meistari árið 1973 og þá varð Steinar Jóhannsson, faðir Guðmundar, markhæstur hjá Keflavík. „Hann er liggur við spenntari yfir stöðu mála en ég og styður vel við bakið á mér." omar@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira