Fleiri fréttir

Það vantar einn titil í safnið

Steven Gerrard vill fara að sjá Liverpool berjast um Englandsmeistaratitilinn. Þessi frábæri miðjumaður hefur verið orðaður við ýmis félög en reiknar fastlega með því að spila fyrir Liverpool út ferilinn.

Kristján í marki KR í dag

Kristján Finnbogason mun standa í marki KR í dag þegar liðið fær Grindvíkinga í heimsókn í Vesturbæinn. Stefán Logi Magnússon lenti í samstuði á æfingu í gær og talið er að hann hafi skaddað liðbönd.

Dida keyptur út hjá Milan?

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að til greina komi að brasilíski markvörðurinn Dida verði keyptur út úr síðustu tveimur árunum af samningi sínum við AC Milan.

Nedved nær ekki að semja við Juventus

Annar fundur Tékkans Pavel Nedved með forráðamönnum Juventus um framlengingu á samningi hans við félagið fór fram í dag og gekk ekki vel. Hinn 35 ára gamli Nedved íhugar að hætta að leggja skóna á hilluna eftir sjö ár hjá Juventus.

Sven að bíða eftir Chelsea?

Breska blaðið Guardian heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson hafi sett viðræður sínar við portúgalska félagið Benfica á ís af því hann sé að bíða eftir mögulegri opnun hjá Chelsea eftir að tímabilinu lýkur.

Gattuso á leið til Bayern?

Ítalskir fjölmiðlar slá því upp í dag að ítalski harðjaxlinn Gennaro Gattuso hjá AC Milan hafi samþykkt að ganga í raðir Bayern Munchen í sumar. Þar muni hann fá fjögurra ára samning sem greiði honum allt að 680 milljónir króna í árslaun.

Ashley Young leikmaður aprílmánaðar

Framherjinn ungi Ashley Young hjá Aston Villa var í dag útnefndur leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Avram Grant, stjóri Chelseea, var útnefndur knattspyrnstjóri mánaðarins.

Eriksson segir lítið um framtíðina

Sven-Göran Eriksson hefur lítið gefið út varðandi framtíð sína en enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann verði rekinn frá Manchester City í lok leiktíðarinnar.

Rooney tæpur fyrir sunnudaginn

Ólíklegt þykir að Wayne Rooney verði klár í slaginn fyrir leik Manchester United og Wigan um helgina en hann á við meiðsli í mjöðm að stríða.

Sigurvin spilar ekki í sumar

Sigurvin Ólafsson mun ekki taka fram knattspyrnuskóna nú í vor eftir að hafa íhugað stöðu sína í vetur.

Man City líklega í UEFA-keppnina

Manchester City mun sennilega fá þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili þar sem England fær aukasæti í keppninni út á prúðmennsku sem Knattspyrnusamband Evrópu nefnir Fair Play.

Ferguson hefur trú á Bolton

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á því að Bolton muni reynast Chelsea óþægur ljár í þúfu.

Hólmar og Hörður á leið heim

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson á leið til Íslands og munu spila með Keflvíkingum í sumar.

Hleb fer frá Arsenal

Umboðsmaður Alexander Hleb segir að hann muni fara frá Arsenal í sumar og þar með hafna samningstilboði frá Arsenal.

Allardyce orðaður við QPR

Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle og Bolton, er nú orðaður við stjórastöðuna hjá QPR.

Norrköping enn án sigurs

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Íslendingaliðið Norrköping er enn án sigurs eftir tíu umferðir.

Jewell óánægður með ummæli

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er afar ósáttur við ummæli sem einn þjálfara Reading lét falla í tengslum við leik liðanna um helgina.

Taylor orðaður við Liverpool

Maik Taylor, norður-írski markvörður Birmingham City, hefur verið orðaður við Liverpool en samningur hans við Birmingham rennur út í sumar.

Mark Viduka frá í hálft ár

Meiðsli Mark Viduka eru alvarlegri en talið var í fyrstu og verður hann af þeim sökum frá í allt að sex mánuði.

Rijkaard hættir og Guardiola tekur við

Barcelona hefur nú staðfest að Frank Rijkaard muni láta af störfum hjá félaginu í sumar og að Josep Guardiola muni taka við starfinu hans.

De Canio hættur hjá QPR

Luigi De Canio, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins QPR, er hættur störfum hjá félaginu.

Lippi: Erfitt að sjá Ronaldo bæta sig meira

Marcello Lippi, fyrrum þjálfari heimsmeistara Ítala í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að sjá að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United geti bætt sig mikið meira sem knattspyrnumaður.

Kewell á förum frá Liverpool

Ástralinn Harry Kewell er á förum frá Liverpool í sumar. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Rafa Benitez í samtali við Sky í dag. Samningur miðjumannsins rennur út í sumar en hann hefur verið í herbúðum Liverpool í fimm ár.

Benitez vill 2,3 milljarða fyrir Crouch

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill fá um 2,3 milljarða króna fyrir framherjann Peter Crouch. Hinn leggjalangi Crouch hefur ekki átt fast sæti í liði Benitez og er farinn að hugsa sér til hreyfings í von um meiri spilatíma og sæti í enska landsliðinu.

Skagamenn fá danskan markvörð

Skagamenn hafa náð samningum við danska markvörðinn Esben Madsen sem kemur frá 1. deildarliðinu AB. Þetta kemur fram á dönskum miðlum í dag. Madsen hefur verið varamarkvörður danska liðsins en á að baki 15 leiki með félaginu.

Keane tekur til hjá Sunderland

Roy Keane er byrjaður að hreinsa til í herbúðum Sunderland fyrir næstu leiktíð og í dag lét hann fjóra leikmenn fara frá félaginu.

Vann báða leikina gegn Barcelona í fyrsta skipti í 24 ár

Spánarmeistarar Real Madrid hafa góða ástæðu til að fagna þessa dagana. Liðið vann á dögunum annan meistaratitil sinn í röð og með 4-1 sigri á Barcelona í gær vann liðið þar með báða deildarleiki sína gegn Barcelona í fyrsta sinn í 24 ár.

Keegan kallaður inn á teppi

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur verið kallaður inn á teppi hjá eiganda félagsins eftir hörð ummæli sem hann lét falla eftir 2-0 tapið gegn Chelsea á mánudaginn.

Sven er í viðræðum við Benfica

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur staðfest að hann sé kominn í viðræður við fyrrum félag sitt Benfica í Portúgal. Eriksson hefur verið tjáð að hann verði rekinn frá City í lok leiktíðar af eigandanum Thaksin Shinawatra.

Giovani á leið til City?

Faðir mexíkóska ungstirnisins Giovani dos Santos hjá Barcelona segir að Manchester City sé í lykilstöðu til vinna kapphlaupið um son sinn í sumar, en hann er sagður eftirsóttur af fleiri liðum á Englandi. Dos Santos ku vera falur fyrir um 10 milljónir evra.

Tottenham á eftir Eto´o

Spænska blaðið Marca fullyrðir að Tottenham hafi gert Barcelona formlega fyrirspurn í framherjann Samuel Eto´o og hefur fengið þau svör að hann sé falur fyrir 35 milljónir evra.

Hrefna Huld: Meiri alvara

Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrirliði KR, segir að meiri alvara hafi ríkt á þessu undirbúningstímabili en fyrra.

Gautaborg lagði toppliðið

IFK Gautaborg vann í kvöld 3-2 sigur á toppliði Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Real Madrid kjöldró Barcelona

Real Madrid vann 4-1 stórsigur á Barcelona á heimavelli sínum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen mátti þola að vera skipt út af á 24. mínútu leiksins.

Rúrik með sitt fyrsta mark

Rúrik Gíslason skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er Viborg og Bröndby skildu jöfn, 1-1, í Íslendingaslag.

Sjá næstu 50 fréttir