Fleiri fréttir

Laporta: Ronaldinho þarf nýja áskorun

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho þurfi líklega að fara frá félaginu til að ná sér á strik á ný eftir dapra leiktíð þar sem hann átti í erfiðleikum vegna meiðsla.

Guðmundur ekki með Val í kvöld

Íslandsmeistarar Vals verða án nokkurra lykilmanna í kvöld þegar þeir sækja Fylki heim í Landsbankadeildinni. Nýjasta nafnið á sjúkralista Valsmanna er framherjinn Guðmundur Benediktsson.

Lubos Michel dæmir úrslitaleikinn

Stuðningsmenn Chelsea eiga ekki góðar minningar í tengslum við dómarann Lubos Michel sem dæmir úrslitaleiki liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

Betra en brúðkaupsnóttin

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrr en löngu síðar hve mikla þýðingu sigurmark hans í Meistaradeildinni árið 1999 hafði fyrir stuðningsmenn liðsins.

Ræðum framtíðina eftir úrslitaleikinn

Avram Grant, stjóri Chelsea, viðurkennir að óvíst sé hvort hann verði stjóri liðsins á næstu leiktíð. Hann vill þó ekki ræða framtíð sína í smáatriðum fyrr en eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudag.

Boltavaktin á öllum leikjum kvöldsins

Fjórir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í kvöld og verða þeir allir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Carsley á leið frá Everton

Miðjumaðurinn Lee Carsley er á förum frá Everton í sumar. Hinn 34 ára gamli írski landsliðsmaður hefur verið á mála hjá Everton síðan árið 2002, en er nú orðaður við heimahagana og talið er líklegt að hann fari til Birmingham. Hann hefur einnig verið orðaður við Derby County og West Brom.

Víkingur hafði betur gegn KA

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 16:00 í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið. Víkingur R sigraði KA 3-1 á heimavelli þar sem Jón Guðbrandsson skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Sinisa Kekic þriðja markið.

Levante mun ekki eyðileggja sigurhátið Real Madrid

Leikmenn Levante hafa ákveðið að mæta til leiks í kvöld í lokaleik sinn á tímabilinu gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðsmenn Levante höfðu hótað að fara í verkfall af því þeir hafa ekki fengið greidd laun frá félaginu.

ÍBV lagði Þór

Tveimur leikjum er þegar lokið í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. ÍBV er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og í dag vann liðið 2-0 sigur á Þór fyrir norðan. Þá gerðu Fjarðabyggð og Haukar 2-2 jafntefli fyrir austan.

Carrick skrifaði undir í gærkvöld

Miðjumaðurinn Michael Carricks skrifaði í gærkvöld undir nýjan samning við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu út árið 2012.

Drogba er með brauðfætur

Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, segir erfitt að dekka framherjann Didier Drogba hjá Chelsea því menn geti aldrei séð fyrir hvort hann standi í lappirnar í teigum andstæðinganna.

Trezeguet og Clichy ekki í EM-hóp Frakka

Framherjinn David Trezeguet hjá Juventus og bakvörðurinn Gael Clichy hjá Arsenal komust ekki í fyrsta landsliðshóp Raymond Domenech fyrir EM. Domenech valdi 30 menn í hóp sinn í dag og úr honum falla sjö menn undir lok mánaðarins.

Markasúpa í kveðjuleik Rijkaard

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem vann í kvöld 5-3 sigur á Real Murcia í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Hermann: Þvílíkur léttir

Hermann Hreiðarsson sagði eftir sigur sinna manna í Portsmouth í ensku bikarkeppninni í dag að löng bið væri loksins á enda.

Draumur rættist hjá Redknapp

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna í ensku bikarkeppninni í dag og tileinkaði sigurinn fjölskyldu sinni.

Raul og Krkic ekki með Spáni á EM

Luis Aragones hefur tilkynnt 23 manna landsliðshóp Spánar sem fer á EM í sumar. Hvorki Raul né Bojan Krkic eru í landsliðshópnum.

Umeå og Frankfurt skildu jöfn

Fyrri úrslitaleikur í Evrópukeppni félagsliða fór fram í Svíþjóð í dag þar sem heimamenn í Umeå tóku á móti Frankfurt.

Ferli Saha hjá United að ljúka

Louis Saha viðurkennir að ferli hans hjá Manchester United kynni að ljúka eftir að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu lýkur í næstu viku.

Scholes á skilið að spila úrslitaleikinn

Ryan Giggs hjá Manchester United segir félaga sinn Paul Scholes eiga skilið að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í næstu viku.

Fowler er í leikmannahópi Cardiff

Gamli refurinn Robbie Fowler er í 18 manna hópi Dave Jones fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth á morgun.

Figo sakaður um kattardráp

Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan stendur í ströngu þessa dagana eftir að blaðamaður í Mílanó sakaði hann um að hafa drepið kött við æfingasvæði félagsins.

Grant krafinn svara

Enska knattspyrnusambandið hefur ritað Avram Grant bréf þar sem hann er beðinn að útskýra ummæli sín í garð Steve Bennett dómara á miðvikudaginn síðasta.

Garðar skoraði tvö í stórsigri Fredrikstad

Garðar Jóhannsson var heldur betur í stuði í kvöld þegar lið hans Fredrikstad vann 5-0 stórsigur á Aalesund 5-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Garðar skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og lagði upp fimmta og síðasta markið.

Eiður í leikmannahópi Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen hefur náð að hrista af sér meiðsli og er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Real Murcia í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Laudrup á leið frá Getafe

Michael Laudrup hefur tilkynnt forráðamönnum Getafe að hann muni ekki stýra liðinu á næsta keppnistímabili.

ÍA gæti mætt Man City í UEFA-bikarkeppninni

Það fékkst staðfest í morgun að Manchester City fær þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni sem prúðasta enska liðið sem hafði ekki þegar tyrggt sér sæti í Evrópukeppnunum.

Lárus og Þórður hafa unnið tvisvar

Íslendingar eiga fulltrúa í bikarúrslitaleiknum í Englandi á morgun og af því tilefni skoðar Fréttablaðið eftirminnilegustu bikarúrslitaleiki íslenskra knattspyrnumanna á erlendri grundu.

Dramatík í Grafarvogi

Nýliðar Fjölnis hafa heldur betur byrjað vel á sínu fyrsta tímabili í Landsbankadeildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og skellti KR 2-1 í dramatískum leik í Grafarvogi í kvöld. Það var Gunnar Már Guðmundsson sem skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu þegar rúmar þjrár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

FH lagði ÍA

FH-ingar hafa fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 2-0 baráttusigur á ÍA í kvöld. Sigur heimamanna var verðskuldaður, en ekki auðveldur frekar en búast mátti við gegn hörðum Skagamönnum.

Davíð Þór: Hungrið er til staðar hjá FH

Davíð Þór Viðarsson var á skotskónum í kvöld þegar FH lagði ÍA 2-0 í Kaplakrika. Hann segir að leikmenn FH væru líklega heima hjá sér í tölvunni en ekki úti á velli að spila ef þeir hefðu ekki hungur í fleiri titla.

Ásgeir Aron: Stemmingin engu lík

“Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en þetta. Þessi sigur var alveg ótrúlegur,” sagði Ásgeir Aron Ásgeirsson Fjölnismaður sem skoraði jöfnunarmarkið gegn KR í kvöld.

Gunnleifur tognaði illa á ökkla

Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK tognaði illa á ökkla og þurfti að fara af velli í leiknum gegn Fram í kvöld. "Þetta var slæm ökklatognun en við sjáum til hvað læknirinn segir á morgun," sagði Gunnleifur eftir 2-0 tap HK gegn Fram í kvöld.

Gunnar: Erum að spila betur

Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir 2-0 tapið gegn Fram í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir