Hermann: Þetta verður stærsti leikur ferilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2008 15:18 Hermann fagnar einu þriggja marka sinna í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Nordic Photos / Getty Images Hermann Hreiðarsson segir í samtali við Vísi í dag að bikarúrslitaleikur Portsmouth og Cardiff á morgun verði sá stærsti á sínum ferli. Hann var staddur á hóteli rétt utan Lundúna þegar Vísir náði tali af honum þar sem liðið hefur dvalist og undirbúið sig fyrir leikinn stóra á morgun. „Nú er þetta allt að bresta á. Þessi vika hefur verið mjög fín og undirbúningurinn eins og best verður á kosið. Það er létt yfir mannskapnum og spenningurinn auðvitað mikill," sagði Hermann. Portsmouth hefur einu sinni áður orðið ensku bikarmeistari. Það var árið 1939 en auk þess hefur liðið tvívegis orðið Englandsmeistari, árin 1949 og 1950. Það var í síðasta skiptið sem Porstmouth vann einn af stærstum titlum enskrar knattspyrnu. Biðin er því orðin löng en Portsmouth hefur aldrei komist aftur í bikarúrslitin síðan liðið varð meistari árið 1939. Liðið komst að vísu í undanúrslitin árið 1992. „Þetta er stærsti leikur félagsins í seinni tíð. Það er einnig jákvætt að komast svona langt í keppni sem stóru félögin fjögur hafa einokað síðastliðin þrettán ár. Það er því stór dagur framundan fyrir alla hjá félaginu og stuðningsmenn þess," sagði Hermann. Manchester United, Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa skipst á að vinna ensku bikarkeppnina síðan að Everton varð bikarmeistari árið 1995. „Við erum þó vel meðvitaðir um að við erum ekki búnir að vinna neitt enn og það stefnir í gríðarlegan erfiðan leik á morgun. Það hefur áður sýnt sig í þessari keppni að það gefur liðum ekkert að vera sterkari á pappírnum." Andstæðingur Portsmouth, Cardiff, leikur í ensku B-deildinni og hafnaði í tólfta sæti. Í undanúrslitunum lagði Portsmouth annað B-deildarlið, WBA. „Leikurinn gegn West Brom var mjög erfiður og það er von á öðru eins og morgun. Við höfum reynt af fremsta megni að undirbúa okkur fyrir leikinn fyrir morgun og reynt að greina veikleika liðsins." Hermann segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki truflað leikmenn Portsmouth á lokasprettinum í deildinni þó svo að menn hafi vissulega verið meðvitað um að hann nálgaðist óðum. „Við höfum reyna að einbeita okkur að einu verkefni í einu. Nú þegar það er loksins komið að þessu þýðir lítið að velta sér upp úr þessu öllu stundum. Við reynum að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað inn á milli." Hermann meiddist í síðasta mánuði en segist vera orðinn góður af þeim. „Ég hef ekkert fundið fyrir meiðslunum og þau hafa ekkert truflað mig í síðustu leikjum. Ég er því klár í slaginn fyrir morgundaginn," sagði hann en Harry Redknapp hefur ekki enn tilkynnt byrjunarliðið. En ef allt er eðlilegt verður Hermann á sínum stað í vörninni. „Ég vona bara það besta," sagði hann í léttum dúr. Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Hermann Hreiðarsson segir í samtali við Vísi í dag að bikarúrslitaleikur Portsmouth og Cardiff á morgun verði sá stærsti á sínum ferli. Hann var staddur á hóteli rétt utan Lundúna þegar Vísir náði tali af honum þar sem liðið hefur dvalist og undirbúið sig fyrir leikinn stóra á morgun. „Nú er þetta allt að bresta á. Þessi vika hefur verið mjög fín og undirbúningurinn eins og best verður á kosið. Það er létt yfir mannskapnum og spenningurinn auðvitað mikill," sagði Hermann. Portsmouth hefur einu sinni áður orðið ensku bikarmeistari. Það var árið 1939 en auk þess hefur liðið tvívegis orðið Englandsmeistari, árin 1949 og 1950. Það var í síðasta skiptið sem Porstmouth vann einn af stærstum titlum enskrar knattspyrnu. Biðin er því orðin löng en Portsmouth hefur aldrei komist aftur í bikarúrslitin síðan liðið varð meistari árið 1939. Liðið komst að vísu í undanúrslitin árið 1992. „Þetta er stærsti leikur félagsins í seinni tíð. Það er einnig jákvætt að komast svona langt í keppni sem stóru félögin fjögur hafa einokað síðastliðin þrettán ár. Það er því stór dagur framundan fyrir alla hjá félaginu og stuðningsmenn þess," sagði Hermann. Manchester United, Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa skipst á að vinna ensku bikarkeppnina síðan að Everton varð bikarmeistari árið 1995. „Við erum þó vel meðvitaðir um að við erum ekki búnir að vinna neitt enn og það stefnir í gríðarlegan erfiðan leik á morgun. Það hefur áður sýnt sig í þessari keppni að það gefur liðum ekkert að vera sterkari á pappírnum." Andstæðingur Portsmouth, Cardiff, leikur í ensku B-deildinni og hafnaði í tólfta sæti. Í undanúrslitunum lagði Portsmouth annað B-deildarlið, WBA. „Leikurinn gegn West Brom var mjög erfiður og það er von á öðru eins og morgun. Við höfum reynt af fremsta megni að undirbúa okkur fyrir leikinn fyrir morgun og reynt að greina veikleika liðsins." Hermann segir að bikarúrslitaleikurinn hafi ekki truflað leikmenn Portsmouth á lokasprettinum í deildinni þó svo að menn hafi vissulega verið meðvitað um að hann nálgaðist óðum. „Við höfum reyna að einbeita okkur að einu verkefni í einu. Nú þegar það er loksins komið að þessu þýðir lítið að velta sér upp úr þessu öllu stundum. Við reynum að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað inn á milli." Hermann meiddist í síðasta mánuði en segist vera orðinn góður af þeim. „Ég hef ekkert fundið fyrir meiðslunum og þau hafa ekkert truflað mig í síðustu leikjum. Ég er því klár í slaginn fyrir morgundaginn," sagði hann en Harry Redknapp hefur ekki enn tilkynnt byrjunarliðið. En ef allt er eðlilegt verður Hermann á sínum stað í vörninni. „Ég vona bara það besta," sagði hann í léttum dúr.
Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira