Fleiri fréttir

Enn kært í Ítalíuskandalnum

37 manns voru í dag ákærðir fyrir þátt sinn í Ítalíuskandalnum fræga frá því í fyrra þegar enn einn dómurinn féll í málinu. Nokkrir af þeim sem kærðir hafa verið nú hafa þegar fengið refsingu og einn þeirra er Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus. Hann fékk fimm ára bann í upphaflegu réttarhöldunum en gæti nú verið að horfa á fangelsisvist.

Pólverjar biðjast afsökunar

Jaroslaw Kaczynski, forsætistráðherra Póllands, hefur beðið kollega sinn Gediminias Kirklas í Litháen og alla viðkomandi afsökunar á því þegar pólskar fótboltabullur gengu berserksgang á leik Legia Varsjá og Vetra Vilinius í Inter Toto keppninni á dögunum.

Skiptar skoðanir um Beckham í Los Angeles

Flestir íbúar Los Angeles fagna því að David Beckham sé á leið til LA Galaxy í MLS deildinni og telja það knattspyrnunni í Bandaríkjunum til framdráttar. Helmingur íbúa í Los Angeles er þó af spænskumælandi uppruna og sumir þeirra eru ekkert of hrifnir af komu goðsins.

Arsenal að landa bakverði

Samkvæmt fréttum frá Frakklandi í dag er enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal að landa bakverðinum Bakari Sagna frá Auxerre fyrir um 6 milljónir punda. Sagna þessi er sagður geta spilað báðar bakvarðarstöðurnar og var nýlega kallaður inn í franska landsliðshópinn. Sagt er að honum verði boðinn fimm ára samningur hjá Arsenal, en hann hefur verið eftirsóttur af mörgum liðum undanfarið.

Carragher ver ákvörðun sína

Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool brást illa við í útvarpsviðtali í gær þegar hann var spurður hvort hann hefði hætt í landsliðinu af því hann væri búinn að gefast upp á að berjast fyrir sæti sínu. Hann segist hafa þurft að spila út úr stöðu meira og minna allan landsliðsferilinn.

Arnór semur við Heerenveen

Unglingalandsliðsmaðurinn Arnór Smárason hefur gert eins árs atvinnumannasamning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen. Arnór hefur leikið með unglingaliði félagsins undanfarin ár og skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðalliðið í æfingaleik á dögunum.

Real Madrid kaupir Pepe frá Porto

Real Madrid hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðverðinum Pepe frá Porto og er hann annar miðvörðurinn sem félagið fær í sínar raðir á tveimur dögum. Sagt er að kaupverðið á hinum 24 ára gamla leikmanni sé 28 milljónir evra eða 2,3 milljarðar.

Babel kostar 1650 milljónir

Tæknistjóri hollenska knattspyrnufélagsins Ajax segir að Liverpool verði að greiða 1650 milljónir ef það ætli sér að klófesta útherjann Ryan Babel. Félögin hafa verið í viðræðum undanfarna daga en fregnir herma að Liverpool hafi hækkað tilboð sitt frá því hollenska félagið neitaði upprunalegu 1200 milljóna tilboði í leikmanninn.

City að kaupa ítalskan framherja

Ítalska knattspyrnufélagið Reggina hefur gefið það út að félagið sé búið að ná grundvallarsamkomulagi við Manchester City á Englandi um að selja því framherjann Rolando Bianchi fyrir tæpar 9 milljónir punda. Bianchi er 24 ára gamall og varð fjórði markahæsti leikmaður A-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 mörk. Hann er fyrrum leikmaður U-21 árs liðs Ítala.

Jón Oddur og Jakob Jóhann bæta met í 50m bringusundi

Jón Oddur Sigurðsson synti í morgun 50m bringusund í undanrásum á danska opna meistaramótinu og setti nýtt íslandsmet á tímanum 28,71 sek. Hann bætti rúmlega 2 ára gamalt met Jakobs Jóhanns Sveinssonar sem var 28,86 sek.

Bellamy skrifar undir hjá West Ham

Velski landsliðsmaðurinn Craig Bellamy hefur skrifað undir fimm ára samning við West Ham eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. West Ham borgar Liverpool 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er það mesta sem að West Ham hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins.

Þetta var ekkert stelpumark

Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik.

Malouda genginn til liðs við Chelsea

Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur fest kaup á franska landsliðsmanninum Florent Malouda frá franska félaginu Lyon. Chelsea skýrði frá þessu nú í morgun. Malouda, sem er kantmaður, skrifaði undir fjögurra ára samning við liðið og mun hitta nýja liðsfélaga sína síðar í dag í Los Angeles í Kaliforníu þar sem þeir eru nú í æfingaferð.

Nítján bikarsigrar í röð

Skagamenn hefja keppni í VISA-bikar karla í kvöld þegar þeir fá Víkinga í heimsókn upp á Skaga. Skagamenn ættu að mæta til leiks fullir bjartsýni enda er Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón hefur stýrt liði til sigurs í 19 bikarleikjum í röð á Íslandi en hann lið að bikarmeisturum fjögur ár í röð frá 1993 til 1996.

17 ára piltur settur til höfuðs Helga

Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir.

Leikmenn fylgi boðorðum Laporta

Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu.

Víkingur yfir á Skaganum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Visa-bikarnum í knattspyrnu. Víkingur hefur yfir 1-0 gegn ÍA á Skaganum, markalaust er hjá KR og Val í vesturbænum, jafnt er hjá Haukum og Fram í Hafnarfirði 1-1 og ekkert mark hefur litið dagsins ljós í Eyjum þar sem ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum FH. Þá hefur Fjölnir yfir 2-1 gegn Fjarðabyggð á Eskifirði.

Lið Brasilíu 1970 kosið besta lið allra tíma

Tímaritið Soccer Magazine hefur útnefnt lið Brasilíu sem varð heimsmeistari árið 1970 besta knattspyrnulið allra tíma. Þetta var niðurstaða skoðanakönnunar blaðsins sem gerð var með aðstoð sérfræðinga. Þá valdi blaðið einnig bestu mörk allra tíma og bestu leikina.

Cisse skrifar undir hjá Marseille

Franski framherjinn Djibril Cisse skrifaði í dag undir fimm ára samning við Marseille eftir að hafa leikið með liðinu sem lánsmaður frá Liverpool á síðustu leiktíð. Langar og strangar samningaviðræður höfðu staðið yfir milli félaganna undanfarnar vikur en þeim er nú lokið og ganga allir aðilar sáttir frá borðinu.

Rooney fer á kostum í auglýsingu

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United fer á kostum í nýrri auglýsingu sem komin er í loftið fyrir Nike íþróttavöruframleiðandann. Í auglýsingunni lætur hann hrokafullan amerískan leikstjóra finna til tevatnsins. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndband af tilþrifunum.

Kamara til Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham festi í dag kaup á senegalska sóknarmanninum Diomansy Kamara frá West Brom fyrir um 6 milljónir punda. Fulham hefur lengi verið á eftir framherjanum sem skoraði 23 mörk fyrir West Brom í Championship deildinni á liðinni leiktíð. Hann hefur skrifað undir fimm ára samning og keppir við Heiðar Helguson um sæti í byrjunarliðinu á næstu leiktíð.

Lippi liggur enn undir feldi

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM fyrir nákvæmlega ári síðan, liggur enn undir feldi og hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Hann segir 10 félög hafa sett sig í samband við sig og boðið sér starf.

Danir spila í Árósum

Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að næstu tveir heimaleikir liðsins í undankeppni EM verði spilaðir á NRGi Park í Árósum. Dönum var gert að spila tvo heimaleiki utan þjóðarleikvangsins á Parken í Kaupmannahöfn í kjölfar uppákomunnar ljótu sem varð í leiknum við Svía forðum, þegar áhorfandi réðist inn á völlinn.

Ferguson: Náum vonandi að landa Tevez fljótlega

Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni væntanlega ná að landa framherjanum Carlos Tevez frá West Ham fljótlega. Hann segist helst vilja hafa klárað málið fyrir helgina síðustu, en reiknar með að enska úrvalsdeildin sé að tefja framgöngu málsins.

Gallas sakar Arsenal um metnaðarleysi

Franski varnarmaðurinn William Gallas hefur látið í ljós óánægju sína með störf forráðamanna Arsenal og sakar þá um metnaðarleysi í leikmannamálum. Gallas átti ekki sérlega góða leiktíð með Arsenal í fyrra eftir að hann kom frá Chelsea og er harðorður í garð vinnuveitenda sinna eftir söluna á Thierry Henry.

Neville vonast til að ná heilsu

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United segist vonast til þess að vera búinn að ná heilsu þegar boltinn byrjar að rúlla aftur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði. Neville meiddist illa á ökkla gegn Chelsea í enska bikarnum í mars.

Anelka ætlar að vera áfram hjá Bolton

Franski framherjinn Nicolas Anelka hefur lofað að vera áfram hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa átt fund með knattspyrnustjóranum Sammy Lee. Hinn 28 ára gamli framherji hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í marga mánuði, en segist nú ekki vera á förum.

Laudrup tekinn við Getafe

Spænska knattspyrnufélagið Getafe beið ekki boðanna í dag þegar tilkynnt var að Bernd Schuster yrði næsti þjálfari Real Madrid og tilkynnti um leið að félagið hefði gert tveggja ára samning við dönsku goðsögnina Michael Laudrup um að gerast þjálfari liðsins.

Liverpool er búið að bjóða í Ryan Babel

Umboðsmaður hollenska útherjans Ryan Babel segir að Liverpool sé þegar búið að gera kauptilboð í leikmanninn. Babel fór á kostum með U-21 árs liði Hollendinga á Evrópumótinu á dögunum og hefur mikið verið orðaður við Arsenal.

Mánudagsslúðrið á Englandi

Bresku blöðin eru full af safaríku slúðri í dag eins og venjulega og þar er m.a. greint frá áformum Rafa Benitez á leikmannamarkaðnum og áframhaldandi áhuga Real Madrid á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Argentína og Mexíkó í undanúrslit

Argentínumenn og Mexíkóar tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum Copa America með stórsigrum í viðureignum sínum í 8-liða úrslitunum. Argentína skoraði öll fjögur mörkin í síðari hálfleik í 4-0 sigri á Perú þar sem Riquelme skoraði tvö, Messi eitt og Mascherano eitt. Liðið mætir Mexíkó í næstu umferð, en Mexíkóar burstuðu 10 manna lið Paragvæ 6-0 eftir að markverði Perú var vikið af leikvelli eftir aðeins fimm mínútna leik.

Schuster ráðinn þjálfari Real Madrid

Real Madrid hefur ráðið Þjóðverjann Bernd Schuster sem þjálfara félagsins. Hann þjálfaði áður Getafe og náði góðum árangri með liðið en hann er 48 ára gamall. Ítalski þjálfarinn Fabio Capello var rekinn fyrr í sumar þrátt fyrir að hafa gert liðið að spænskum meisturum í fyrsta sinn í fjögur ár.

Heiðar áfram hjá Fulham?

Samkvæmt Daily Mirror er framherjinn Diomansy Kamara ekki á leið til Fulham eins og talið hafði verið, heldur er hann á leiðinni til Eggerts Magnússonar og félaga í West Ham. Þetta gæti táknað að Heiðar Helguson verði áfram í Úrvalsdeildinni næsta vetur.

Loksins lágu Danir í því

Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð.

Emil Hallfreðsson til Lyn í Noregi

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, en hann hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham síðustu ár. Emil mun væntanlega skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við norska félagið í næstu viku, en þá mun hann mæta á sína fyrstu æfingu hjá Lyn.

Malouda til Chelsea

Jean-Michel Aulas, forseti franska knattspyrnufélagsins Lyon, tilkynnti Reuters fréttastofunni nú fyrir stundu að félagið hefði samþykkti að selja franska landsliðsmanninn Florent Malouda til Chelsea. Malouda er kantmaður og var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð.

Deilurnar voru Chelsea dýrkeyptar

Peter Kenyon framkvæmdastjóri Chelsea, viðurkennir að deilur innan herbúða liðsins hafi verið því dýrkeyptar á síðustu leiktíð. Sagt var að Jose Mourinho knattspyrnustjóri og Roman Abramovich hefðu vart talast við á löngum köflum í fyrra, en Kenyon segir alla vera búna að grafa stríðsöxina.

Breiðablik lagði Fjölni

Breiðablik bar sigurorð af Fjölni í Kópavoginum 2-1 í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Margrét Magnúsdóttir kom Fjölni yfir en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir jafnaði metin. Katherine Moss skoraði svo sigurmark Breiðabliks sem er komið með tíu stig eftir sjö leiki.

Newcastle sagt hafa áhuga á Raul og Deco

Breska blaðið News of the World greindi frá því í dag að milljarðamæringurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle, vildi ólmur kaupa stórstjörnur til félagsins. Hann er sagður hafa áhuga á að fá til sín miðjumanninn Deco frá Barcelona og gulldrenginn Raul frá Real Madrid.

Átta tilboð á borðinu hjá Fowler

Umboðsmaður framherjans Robbie Fowler hefur nóg að gera þessa dagana og segist vera með átta samningstilboð á borðinu fyrir leikmanninn. Fowler var látinn fara frá Liverpool í sumar og er því með lausa samninga. Félög á borð við Celtic og Rangers í Skotlandi, Sydney FC í Ástralíu og New England Revelution í MLS-deildinni eru sögð hafa áhuga á honum.

ÍR af botninum

ÍR lyfti sér í kvöld af botninum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu þegar liðið lagði Þór/KA 3-0 í uppgjöri botnliðanna í deildinni. Ana Gomes kom ÍR á bragðið á heimavelli með marki á 9. mínútu, Bryndís Jóhannesdóttir kom liðinu í 2-0 úr víti skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í síðari hálfleik.

Carragher að hætta með landsliðinu?

Breska blaðið Mail on Sunday greinir frá því í dag að varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool hafi ákveðið að hætta að leika með enska landsliðinu í kjölfar þess að Steve McClaren valdi hann ekki í hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistum á dögunum.

Verðmiðinn á Curtis Davies er of hár

Umboðsmaður varnarmannsins Curtis Davies hjá West Brom er ósáttur við vinnubrögð félagsins og segir það hafa sett allt of háan verðmiða á leikmanninn. West Brom vill fá 8 milljónir punda fyrir hinn efnilega varnarmann og því er útlit fyrir að ekkert verði af draumaskiptum hans í Tottenham.

Torres: Fabregas lokkaði mig til Englands

Spænski framherjinn Fernando Torres sem nýverið gekk í raðir Liverpool fyrir metfé, segir að félagi sinn Cesc Fabregas í spænska landsliðinu hafi sannfært sig endanlega um að flytja til Englands. Hann segist einnig hafa fengið tækifæri til að ganga í raðir Arsenal fyrir nokkrum árum.

Tveir leikir í landsbankadeild kvenna í dag

Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld. ÍR tekur á móti Þór/KA klukkan 16:00 í botnbaráttunni og Breiðablik tekur á móti Fjölni á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, Blikar í því sjötta og eiga leik til góða. ÍR er á botninum með aðeins eitt stig og Þór/KA hefur þrjú stig í næst neðsta sætinu.

Sjá næstu 50 fréttir