Fótbolti

Danir spila í Árósum

Danir taka út tveggja leikja bann á Parken vegna árásarinnar frægu á dómarann á Parken forðum
Danir taka út tveggja leikja bann á Parken vegna árásarinnar frægu á dómarann á Parken forðum AFP

Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að næstu tveir heimaleikir liðsins í undankeppni EM verði spilaðir á NRGi Park í Árósum. Dönum var gert að spila tvo heimaleiki utan þjóðarleikvangsins á Parken í Kaupmannahöfn í kjölfar uppákomunnar ljótu sem varð í leiknum við Svía forðum, þegar áhorfandi réðist inn á völlinn.

Danir leika því við Liechtenstein og Spánverja í Árósum dagana 12. september og 13. október á NRGi Park sem tekur 20,277 áhorfendur í sæti - ríflega helmingi minna en þjóðarleikvangurinn í Kaupmannahöfn. Danir hafa áður spilað landsleiki í Árósum og mættu t.d. Paragvæ í vináttuleik á vellinum í fyrra. Þeir ætla svo að spila vináttuleik við Íra á vellinum í ágúst í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×