Fótbolti

Malouda genginn til liðs við Chelsea

Florent Malouda var kosinn leikmaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð.
Florent Malouda var kosinn leikmaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð. MYND/AFP
Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur fest kaup á franska landsliðsmanninum Florent Malouda frá franska félaginu Lyon. Chelsea skýrði frá þessu nú í morgun. Malouda, sem er kantmaður, skrifaði undir fjögurra ára samning við liðið og mun hitta nýja liðsfélaga sína síðar í dag í Los Angeles í Kaliforníu þar sem þeir eru nú í æfingaferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×