Fleiri fréttir

Arsenal staðfestir brottför Henry til Barcelona

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal tilkynnti formlega í morgun að það hefði náð samkomulagi við spænska stórveldið Barcelona um sölu á framherjanum Thierry Henry. Talið er að kaupverðið sé um 16 milljónir punda og mun sá franski líklega skrifa undir fjögurra ára samning við Barca á mánudaginn ef hann lýkur læknisskoðun.

Þeir mega ekki skora

Valur mætir írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto-keppninnar á Laugardalsvelli klukkan 20 í kvöld. Cork endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Stórkostleg stemning

Alls lögðu 5.976 manns leið sína á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið og sáu þar íslenska kvennalandsliðið gjörsigra slakt lið Serba 5-0. Til samanburðar mættu 5.139 á leik karlalandsliðsins gegn Liechtenstein í byrjun júní. Áhorfendur á leiknum voru nánast jafn margir og á síðustu fimm heimaleikjum kvennalandsliðsins samtals.

Gæti dæmt í Meistaradeildinni

Kristinn Jakobsson dómari var í vikunni færður upp um flokk hjá dómaranefnd Knatstpyrnusambands Evrópu og er nú kominn í næstefsta flokk dómara.

Gott að ég er ekki vælukjói

Viktor Bjarki Arnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna aðgerðar sem hann gengst undir í næstu viku. Í ljós hefur komið brotið bein í ökkla sem þarf að lagfæra.

Ég brosi allan hringinn í dag

Vanda Sigurgeirsdóttir er margreyndur leikmaður og þjálfari í knattspyrnunni. Hún fylgdist með leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld og hreifst mikið af leikmönnum Íslands og þeim fjöldamörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn.

Besta byrjun frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei byrjað jafn vel í undankeppni stórmóts og nú. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og skorað níu mörk án þess að fá á sig neitt.

Enginn fallstemmning

Ég ætla ekki að taka falldrauginn með mér til Portsmouth segir Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í fótbolta. Fleiri ensk úrvalsdeildarlið vildu fá Hermann í sínar raðir, en framkvæmdastjórinn gerði útslagið.

Thierry Henry semur við Barcelona

Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry hefur samið við spænska stórveldið Barcelona til fjögurra ára. Barcelona greiðir 16 milljónir punda fyrir framherjann. Útvarpsstöðin Cadena Ser og dagblaðið El Pais greindu frá þessu.

Inter sýknað af símahlerunum

Inter Milan hefur verið hreinsað af ásökunum um að félagið hafi hlerað símtöl leikmanna og dómara. Þetta tilkynnti knattspyrnusamband Ítalíu í dag. Fyrrverandi leikmenn Inter, Christian Vieiri og Ronaldo voru meðal þeirra sem sögðu Inter hafa njósnað um sig, og einnig dómarinn Massimo De Santis.

Fjórir nefndir sem eftirmenn Capello

Framtíð Fabio Capello, framkvæmdastjóra Real Madrid, er enn í óvissu. Þrátt fyrir að Capello hafi unnið La Liga með Madrid hafa fjórir knattspyrnuþjálfarar verið nefndir sem eftirmenn hans.

Stórsigur og áhorfendamet

Íslenska kvennalandsliðið sigraði í gær Serbíu í undankeppni EM 2009. 5976 áhorfendur mættu á völlinn og aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik hjá kvennalandsliðinu. Stelpurnar sigruðu leikinn 5-0 og eru nú á toppi riðilsins með 9 stig eftir 3 leiki.

Smith að fara til Newcastle?

Talið er að Newcastle sé búið að semja við Manchester United um að fá framherjann Alan Smith til liðsins. Smith vill fara frá United þar sem honum hefur verið sagt að hann fái ekki nýjan samning. Smith, sem er 26 ára skrifaði undir 5 ára samning við United árið 2004.

Ósætti um Teit innan raða KR

Samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins eru margir áhrifamanna innan raða KR síst sáttir við störf Teits Þórðarsonar, þjálfara meistaraflokks karla. Sumir eru á þeirri skoðun að skipta þurfi um þjálfara og að það sé orðið tímabært fyrir löngu. Ekki náðist í Jónas Kristinsson, formann KR Sports, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Bætti metið sitt

FH-ingurinn Daði Lárusson bætti persónulegt met sitt þegar hann hélt marki sínu hreinu í 51 mínútu gegn Breiðabliki á miðvikudaginn. Daði hélt marki sínu samtals hreinu í 437 mínútur frá því Keflvíkingurinn Símun Samuelsen skoraði hjá honum á 64. mínútu í 2. umferð þar til Nenad Petrovic skoraði á 51. mínútu í 7. umferð í vikunni. Daði bætti metið sitt frá því í fyrra um 10 mínútur.

Að nálgast Real Madrid?

Real Madrid er samkvæmt fjölmiðlum á Spáni líklegast til að kaupa Carlos Tevez frá West Ham í sumar. Sögur um Tevez fljúga fram og til baka, meðal annars hefur verið haft eftir honum að hann sé ánægður hjá Hömrunum en sé tilbúinn til að ganga til liðs við stærra félag.„Viðræður hafa átt sér stað,“ er haft eftir Predrag Mijatovic, yfirmanni íþróttamála hjá Real, í gær um kaupin á Tevez.

Stefán lánaður frá Keflavík

1. deildarliðið Reynir í Sandgerði fékk Stefán Örn Arnarson lánaðan í einn mánuð frá Keflavík í gær. Stefán hefur lítið verið viðriðinn Keflavíkurliðið í sumar og aldrei fengið sæti í byrjunarliðinu. Hann kemur til með að styrkja Reynisliðið svo um munar en félagið berst í neðrihluta 1. deildarinnar um þessar mundir.

Fæstir mæta á Laugardalsvöll

Valur og Fram eru með lélegustu aðsókn áhorfenda á heimaleiki sína það sem af er Landsbankadeild karla. Bæði félög spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslands. Völlurinn tekur tíu þúsund manns í sæti og er því nokkuð tómlegt um að lítast á leikjum Vals og Fram.

Heldur í Hörð og Hólmar Örn

Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson ætla að vera áfram hjá danska félaginu Silkeborg sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hörður sagði við Fréttablaðið í gær að sér liði vel í bænum en Silkeborg kom saman til æfinga í gær eftir sumarfrí.

Átján stig skilja að FH og KR

Sumarið sem átti að vera svo gott hjá KR-ingum er löngu orðið að hreinni martröð. Og lengi getur vont versnað, að því er virðist. Tap liðsins gegn HK í fyrrakvöld var að flestra mati síðasta tækifæri Teits Þórðarsonar að snúa gengi sinna manna við. Flestir eru löngu búnir að afskrifa hann, það er að segja allir nema hann sjálfur og stjórnarmenn KR Sports.

Okkar aðferð virkar vel

Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar.

Frábær sigur á Serbum

Leik íslenska kvennalandsliðsins við Serba lauk rétt í þessu með stórsigri íslenska liðsins, 5-0. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvellinum. Um 6000 manns áhorfendur sátu leikinn. Leikurinn var liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum.

Hermann um kvennalandsliðið

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er ekkert nema ánægður með góðan árángur kvennalandsliðsins í knattspyrnu og segir enga samkeppni við karlalandsliðið. Ísland í dag heyrði í kappanum í morgun.

Hvað er að í vesturbænum?

Dapurt gengi KR-inga í Landsbankadeildinni er án efa það sem borið hefur hæst í fyrstu sjö umferðum þar sem liðið er aðeins með eitt stig og situr fast á botninum. Vísir leitaði álits sérfræðinga Sýnar á vandanum í vesturbænum og þeir Logi Ólafsson og Bjarni Jóhannsson hafa báðir fulla trú á að Teti þjálfara takist að rétta við skútuna.

Allir á völlinn í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Serbum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 21:15 og rétt að skorar Vísir.is á alla sem hafa tök á því að mæta og styðja við bakið á stelpunum. Íslenska liðið vann síðast frækinn sigur á Frökkum í keppninni og þarf á góðum stuðningi að halda gegn sterkum andstæðingi í kvöld.

Shinawatra staðfestir fund með Eriksson

Thaksin Shinawatra, sem í dag lagði fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Manchester City, staðfesti nú síðdegis að hann hefði þegar rætt við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni. Eriksson mun vera að hugsa málið í augnablikinu. Claudio Ranieri hefur þegar verið boðin staðan en hann afþakkaði.

Mikel settur út úr nígeríska landsliðinu

Nígeríska knattspyrnusambandið hefur sett miðjumanninn John Obi Mikel hjá Chelsea í bann frá öllum keppnum með landsliðinu eftir að hann mætti ekki í leik liðsins gegn Úganda fyrir þremur vikum. Mikel bar við meiðslum sem síðar voru staðfest af enska félaginu, en forráðamenn landsliðsins eru æfir og hafa beðið hann að éta það sem úti frýs.

AC Milan bregst harðlega við mynd af Kaka

Forráðamenn AC Milan á Ítalíu eru æfir vegna myndar sem birtist af leikmanni liðsins, Kaka, í spænska dagblaðinu AS um helgina. Kaka sést halda á eintaki af blaðinu með mynd af fagnaðarlátum Real Madrid þegar liðið vann meistaratitilinn á dögunum og þykir Ítölunum þetta vera beinn áróður spænska liðsins til að lokka miðjumanninn til Spánar.

Schuster: Beckham mun gráta sig í svefn í LA

Bernd Schuster, þjálfari Getafe á Spáni, hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastólinn hjá Real Madrid i sumar ef Fabio Capello lætur af störfum eins og búist er við. Schuster undirbýr lið sitt nú undir bikarúrslitaleikinn á Spáni á laugardaginn en hann hefur engu að síður sterkar skoðanir á leimannamálum hjá Real Madrid.

Heiðar í skiptum fyrir Kamara?

Lawrie Sanchez, stjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður tilbúinn að tjalda öllu til að krækja í framherjann Diomansy Kamara hjá West Brom. Sky sjónvarpsstöðin heldur því fram að Fulham hafi þegar boðið West Brom þrjár milljónir punda og Heiðar Helguson í skiptum fyrir Camara sem skoraði grimmt í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Ramos hefur áhyggjur fyrir bikarúrslitaleikinn

Juande Ramos, þjálfari Sevilla á Spáni, segist hafa áhyggjur af mikilli bjartsýni í herbúðum liðsins fyrir úrslitaleikinn í spænska konungsbikarnum á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Andstæðingar Sevilla verða meistarabanarnir í Getafe og verður leikurinn sýndur beint á Sýn.

Riquelme fór á kostum í sigri Boca Juniors

Leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme var enn á ný í sviðsljósinu í gærkvöldi þegar hann skoraði bæði mörk argentínska liðsins Boca Juniors í 2-0 útisigri þess á brasilíska liðinu Gremio í síðari úrslitaleiknum í Copa Libertadores. Boca vann einvígið því samanlagt 5-0 og skoraði Riquelme þrjú mörk og lagði eitt upp í úrslitaeinvíginu.

Chelsea komið í efsta styrkleikaflokk

Í dag var birtur styrkleikalisti yfir liðin í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð og þar hefur enska liðið Chelsea loksins tryggt sér sæti í efsta styrkleikaflokki. Öll fjögur ensku liðin eru nú í efsta styrkleikaflokki, en það eru Manchester United, Liverpool, Arsenal og nú Chelsea. Auk þeirra eru AC Milan, Barcelona, Real Madrid og Inter Milan í efsta styrkleikaflokki og þessi lið geta því ekki dregist saman í riðlakeppninni.

Shinawatra leggur fram formlegt tilboð í City

Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands, lagði í dag fram formlegt 81,6 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Manchester City. Shinawatra á enn eftir að standast kröfur úrvalsdeildarinnar til að geta eignast félagið, en hann á undir högg að sækja í heimalandinu vegna meintrar spillingar.

Byrjunarlið Íslendinga gegn Serbum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið kvennalandsliðsins er mætir Serbum. Leikurinn er liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Serbneska liðið hefur spilað einn leik og vann hann.

FH lagði Blika í frábærum leik

Íslandsmeistarar FH hafa aukið forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í fimm stig eftir góðan 2-1 sigur á Breiðablik í hörkuleik í kvöld. Blikar komust yfir í leiknum á 50. mínútu með marki frá Nenad Petrovic en Tryggvi Guðmundsson jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn. Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark FH þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Enn tapar KR

KR-ingar sitja enn fastir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir nýliðum HK í Kópavogi í kvöld. Keflvíkingar unnu góðan 2-1 útisigur á Víkingi þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu þegar rúmar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Robert Kovac til Þýskalands á ný

Króatíski varnarjaxlinn Robert Kovac hefur ákveðið að snúa aftur í þýsku úrvalsdeildina en í dag gekk hann frá samningi við Dortmund. Kovac lék með Juventus á síðustu leiktíð en var með lausa samninga þar í sumar. Hann hafði upprunalega ætlað að ganga í raðir Dinamo Zagreb í heimalandinu, en ákvað að fara til Þýskalands þar sem hann er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa spilað með Leverkusen og Bayern á árum áður.

Englendingar úr leik á EM

Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri féll í kvöld úr leik í undanúrslitaleik Evrópumótsins þegar liðið tapaði 13-12 fyrir heimamönnum Hollendingum. Leikurinn var framlengdur og réðust úrslitin eftir langa og dramatíska vítakeppni þar sem Anton Ferdinand skaut í slá úr síðustu spyrnu enska liðsins.

Villa að undirbúa risatilboð í Forlan?

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er sagt muni bjóða allt að 15 milljónir punda í framherjann Diego Forlan hjá Villarreal. Forlan spilaði með Manchester United fyrir nokkrum árum með misjöfnum árangri en hefur skoraði 54 mörk í 103 leikjum fyrir spænska liðið. Ef þessi tíðindi reynast rétt er ljóst að þetta yrði langhæsta upphæð sem Villa hefur greitt fyrir leikmann í sögu félagsins.

Fenerbahce: Við erum að kaupa Ronaldo

Stjórnarformaður Fenerbahce í Tyrklandi segir að félagið sé við það að ganga frá kaupum á brasilíska framherjanum Ronaldo frá AC Milan. Félagið gekk frá kaupum á landa hans Roberto Carlos frá Real Madrid á dögunum og segir stjórnarformaðurinn það ekkert leyndarmál lengur að félagið sé að landa Ronaldo.

Lyon: Malouda er ekki að fara til Chelsea

Forráðamenn Lyon vísa þeim tíðindum alfarið á bug að franski landsliðsmaðurinn Florent Malouda sé á leið til Chelsea í sumar. Vitað er af áhuga Jose Mourinho á vængmanninum knáa og talið er að Rafa Benitez hjá Liverpool hafi einnig augastað á honum.

Camoranesi ósáttur hjá Juventus

Svo gæti farið að ítalski landsliðsmaðurinn Mauro Camoranesi færi frá Juventus í sumar eftir að slitnaði upp úr viðræðum umboðsmanns hans við félagið varðandi framlengingu á samningi leikmannsins. Leikmaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum en vildi bættari kjör eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr B-deildinni í vor.

Þrír leikir í Landsbankadeildinni í kvöld

Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með þremur leikjum. Íslandsmeistarar FH taka á móti Blikum í sjónvarpsleiknum á Sýn klukkan 20. Víkingur mætir Keflavík á Víkingsvelli og þá verður mjög áhugaverður leikur á Kópavogsvelli þar sem nýliðar HK taka á móti botnliði KR en þessir tveir leikir hefjast 19:15.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska slúðurpressan sefur aldrei á verðinum og í dag eru margar áhugaverðar fréttir á síðum blaðanna. Flest þeirra eru á því í dag að Tottenham sé við það að landa Darren Bent frá Charlton fyrir 12-14 milljónir punda.

Sjá næstu 50 fréttir