Fleiri fréttir Verður Eiður Spánarmeistari á morgun? Síðasta umferðin í spænsku deildinni verður spiluð á morgun. Mikil spenna er í deildinni en þrjú lið geta tryggt sér Spánartitilinn á morgun. 16.6.2007 18:45 Úrslit leikja í 1. deild Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Fjarðarbyggð beið lægri hlut fyrir Stjörnunni á heima velli, 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar og voru þetta fyrstu mörkin sem Fjarðarbyggð fær á sig. 16.6.2007 17:07 Ísland 1-0 Frakkland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu bar í dag sigurorð á sterku liði Frakka í Laugardalnum. Leikurinn endaði 1-0 og var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði markið á 81. mínútu eftir sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur. 16.6.2007 15:56 Margrét Lára búin að skora fyrir Ísland Margrét Lára Viðarsdóttir var að koma íslendingum yfir gegn frökkum. Margrét Lára skoraði með skalla á 81. mínútu eftir glæsilega sókn íslendinga. Frakkar tefla fram ógnarsterku liði sem hefur unnið báða sína leiki sannfærandi í riðlinum. 16.6.2007 15:45 Shaun Wright-Phillips falur fyrir 10 milljónir Chelsea hefur gefið það út að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips sé falur fyrir 10 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til Chelsea frá Manchester City í júlí 2005 fyrir 21 milljón punda. 16.6.2007 15:35 Markalaust í hálfleik Staðan er 0-0 í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM kvenna. Íslensku stelpurnar hafa staðið sig vel gegn gríðarlega sterku liði Frakklands og hafa náð góðu spili. Frakkar áttu þó besta færi fyrri hálfleiks þegar leikmaður þeirra skaut yfir ein á móti Þóru B. Helgadóttir. Þetta er 50. leikur Eddu Garðarsdóttur. 16.6.2007 14:49 Eggert vonsvikinn vegna Bent Eggert Magnússon, stórnarformaður West Ham, segir við Sun að hann sé leiður yfir því að Darren Bent hafi ákveðið að ganga ekki til liðs við West Ham. Charlton hafði samþykkt 17 milljón punda boð í leikmanninn en Bent vildi ekki færa sig um set. 16.6.2007 14:36 Eiður opinn fyrir endurkomu í enska boltann Eiður Smári Guðjohnsen útilokar ekki að hann snúi aftur til Englands. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle, Aston Villa, Sunderland, Middlesbrough, Pourtsmouth, West Ham og Manchester United eru öll sögð hafa áhuga á kappanum. 16.6.2007 14:25 Þjóðarstoltið rifið upp Þjálfari kvennalandsliðsins beitir skemmtilegri aðferð til að peppa stelpurnar upp. „Við gerum þetta fyrir alla leiki,“ sagði Sigurður um myndband sem hann sýnir daginn fyrir leik og rétt fyrir upphafsspyrnuna. 16.6.2007 06:00 Allir á völlinn Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur klukkan 14 í dag mjög mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM í knattspyrnu. KSÍ setur markið hátt, stefnan er að bæta aðstóknarmetið á Laugardalsvelli á kvennalandsleik. Aðsóknarmetið er 2.974 manns sem sáu leik Íslands og Englands árið 2005. 16.6.2007 06:00 Það vilja allir vinna okkur Ásgeir Gunnar Ásgeirsson starfar sem sölumaður hjá Góu-Lindu í sumar en stundar þar að auki tannlæknanám. „Það er kannski smá kaldhæðni í því að vera að selja nammi og vera svo í tannlækningum,“ sagði Ásgeir í léttum tón en hann skoraði fyrra mark FH í 2-0 sigrinum á KR. 16.6.2007 05:15 Raunhæft að stefna á sigur Franska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum 6-0 og situr í sæti númer 7 á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 21. sæti. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þó hvergi banginn fyrir leikinn. 16.6.2007 04:00 Meira en helmingur markanna gegn KR Guðmundur Sævarsson, bakvörðurinn knái í FH, skoraði í fyrrakvöld annað mark sinna manna gegn KR í Vesturbænum. Það var hans ellefta mark í efstu deild á ferlinum en þar af hefur hann skorað sex þeirra á móti KR. Guðmundur skoraði þrennu í 7-0 sigrinum fræga á Kaplakrikavelli í lokaleik umferðarinnar 2002 og þar að auki hefur hann skorað þrívegis í Vesturbænum. 16.6.2007 03:15 Í byrjunarliðinu í haust? Stephen Frail, aðstoðarþjálfari Hearts, fer fögrum orðum um unglingalandsliðsmanninn Eggert Gunnþór Jónsson sem er á mála hjá félaginu. Frail vonast til að Eggert fái fleiri tækifæri til að sýna sig á næsta tímabili en hann kom við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur. 16.6.2007 02:15 Eiður Smári vill annað tímabil til að sanna sig Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, sagði við enska fjölmiðla í gær að Eiður yrði líklega áfram í herbúðum Barcelona á næsta tímabili. Orðalagið var ekki það sterkt að hann útilokaði sölu frá Barcelona en sagði drenginn vera ánægðan hjá Katalóníufélaginu. 16.6.2007 01:15 Eiður vill vera áfram hjá Barcelona Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir að Manchester United hafi ekki haft samband við þá feðga vegna mögulegrar sölu á Eiði til Manchester United og segir að Eiður vilji helst fá tækifæri til að sanna sig betur hjá Barcelona. 15.6.2007 17:25 Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ 15.6.2007 11:43 Melchiot til Wigan Wigan tryggði sér í dag varnarmanninn Mario Melchiot en hann var samningslaus. Melchiot kom frá franska liðinu Rennes og lék þar áður með Birmingham og Chelsea. Hann hjálpaði franska liðinu að ná fjórða sæti í deildinni og þar með sæti í Evrópukeppni félagsliða. 15.6.2007 10:28 Slúðrið í enska í dag Eiður á leiðinni til Manchester United, Jerzey Dudek til Real Madrid og Darren Bent til Liverpool. Þetta er sumt af því sem ensku blöðin segja í dag að muni gerast á næstunni. BBC tekur saman slúðrið hjá blöðunum og það má finna hér. 15.6.2007 09:56 Grétar Rafn með nýtt tilboð frá AZ Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur síðustu daga verið orðaður við Middlesbrough og Newcastle. Fjölmiðlar bæði í Hollandi og Englandi hafa gefið í skyn að Grétar sé mjög spenntur fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina. Þó segir hann sjálfur að hann sé afar sáttur hjá AZ Alkmaar í Hollandi. 15.6.2007 00:01 Ófarir KR halda áfram Ófarir KR í Landsbankadeildinni halda áfram og í kvöld þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið - Nú á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH 2-0. FH gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútum leiksins og hélt fengnum hlut eftir það. KR-ingar áttu nokkur ágætis færi til að skora en lánleysi liðsins það sem ef er leiktíðinni er algjört og situr það á botninum með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. 14.6.2007 21:47 Teitur orðlaus yfir lánleysi sinna manna "Það er ennþá einu sinni helvíti súrt að tapa þessu því mér fannst við eiga svo mikið af tækifærum í fyrri hálfleiknum - algjörum dauðafærum - að það er alveg ferlega súrt að tapa þessu," sagði Teitur Þórðarson í viðtali á Sýn eftir tap hans manna í KR gegn FH í kvöld. 14.6.2007 22:22 Herbragð Ólafs gekk upp gegn KR "Við lögðum upp með að sækja grimmt á þá strax í byrjun þar sem þeir eru særðir og með lítið sjálfstraust og það tókst mjög vel. Reyndar vorum við heppnir að fá ekki á okkur eitt, tvö eða jafnvel þrjú mörk í fyrri hálfleik - en í seinni var þetta ekki nokkur spurning," sagði þjálfari FH eftir sigurinn á KR í kvöld. 14.6.2007 22:11 Öruggur sigur Blika á ÍA Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar liðið vann öruggan sigur á ÍA á heimavelli. Keflvíkingar lögðu Framara 2-1 í Keflavík og þá vann Fylkir 1-0 sigur á HK í Árbænum. 14.6.2007 21:25 Eiður vill helst vera áfram á Spáni Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig í herbúðum spænska liðsins Barcelona og stefnir á að mæta tvíefldur til leiks með liðinu á næsta tímabili. Smelltu á spila til að sjá viðtal við kappann sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 14.6.2007 19:59 Darren Bent neitaði West Ham Enski landsliðsmaðurinn Darren Bent neitaði í kvöld að ganga í raðir West Ham eftir að félagið hafði samþykkt að greiða fyrir hann uppsett verð. Charlton samþykkti kauptilboðið en Bent neitaði að semja við West Ham eftir að hafa fundað með forráðamönnum félagsins. 14.6.2007 21:18 Eiður orðaður við Manchester United Sky Sports greinir frá því í dag að viðræður séu komnar í gang milli Barcelona og Manchester United um leikmannaskipti sem gætu þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen færi aftur til Englands. Sky segir að spænska félagið hafi ekki frekari not fyrir Eið og segir að til greina komi að honum verði skipt til United fyrir varnarmanninn Gerard Pique. Sá lék sem lánsmaður með Zaragoza í vetur og stóð sig með prýði. Hann hefur áður verið í röðum Barcelona. 14.6.2007 19:03 Blikar ósáttir við aganefndi KSÍ Knattspyrnudeild Breiðabliks gaf í dag út yfirlýsingu vegna úrskurðar aganefndar KSÍ í tengslum við leikbönn sem þeir Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki fengu í kjölfar handalögmála sinna í leik á dögunum. Þykir Blikum vera ósamræmi í úrskurðum aganefndar, sem dæmdi leikmann liðsins í tveggja leikja bann vegna brots í leik liðsins gegn Fylki í síðasta mánuði. 14.6.2007 17:18 Slúðrið á Englandi í dag Breska slúðurpressan hefur oft nokkuð fyrir sér í glæfralegri umfjöllun sinni um leikmannamarkaðinn í enska boltanum. Nokkrar af slúðursögum blaðanna í morgun hafa þannig orðið að veruleika nú síðdegis, en þar með er ekki öll sagan sögð. 14.6.2007 16:56 Sjötta umferðin klárast í kvöld Í kvöld klárast sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar spilaðir verða fjórir leikir. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og FH í vesturbænum, en þar eigast við liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. 14.6.2007 16:49 Eggert: Spennandi tíðindi í vændum Eggert Magnússon stjórnarformaður segir að West Ham sé við það að tilkynna spennandi tíðindi í leikmannamálum sínum. Bresku blöðin hafa flest öll skrifað um það í dag að félagið sé við það að landa enska landsliðsframherjanum Darren Bent frá Charlton fyrir um 17 milljónir punda. Sagt er að miðjumaðurinn Hayden Mullins fari til Charlton sem partur af þeim viðskiptum. 14.6.2007 16:37 Joey Barton loksins farinn til Newcastle Manchester City hefur nú tilkynnt að félagið hafi loks náð að klára söluna á miðjumanninum Joey Barton til Newcastle fyrir 5,8 milljónir punda. Salan tafðist lengi vegna deilna um 300,000 punda greiðslu sem City taldi sig eiga rétt á að fá aukalega fyrir leikmanninn. Hún var leyst með því að Newcastle greiðir nú 5,8 milljónir punda fyrir hann í stað þeirra 5,5 sem upphaflega var samið um. 14.6.2007 16:31 Ben Haim semur við Chelsea Ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim hjá Bolton hefur ákveðið að ganga í raðir Chelsea á frjálsri sölu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning og stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Hann er 25 ára gamall og kaus að fara til Chelsea frekar en að ganga í raðir Newcastle þar sem gamli stjórinn hans Sam Allardyce ræður nú ríkjum. 14.6.2007 16:21 Allardyce: Ben Haim fer til Chelsea Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefist upp á að landa til sín varnarmanninum Ben Haim sem hann fékk til liðs við Bolton á sínum tíma. Hann segir Chelsea vera búið að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla ísraelska landsliðsmann. 14.6.2007 16:08 Beckham sagði bless í dag Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum. 14.6.2007 16:03 Dudek að íhuga tilboð frá Real Madrid? Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool er sagður hafa fengið tilboð um að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur markvarðarins við Liverpool rennur út í sumar og á heimasíðu sinni greini markvörðurinn frá því að hann sé að íhuga tilboð frá "einu besta, ef ekki besta félagi í heimi." 14.6.2007 15:38 Liverpool staðfestir áhuga sinn á Benayoun Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að félagið hafi áhuga á að fá til sín ísraelska landsliðsmanninn Yossi Benayoun frá West Ham. Leikmaðurinn er þegar búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við West Ham til fimm ára en hefur dregið að skrifa undir. Stjórnarformaður Liverpool staðfesti áhuga félagsins í dag en neitaði að staðfesta fregnir um að félagið hefði boðið á bilinu 1-3 milljónir punda í hann. 14.6.2007 15:33 Baráttan um Bent Baráttan um enska landsliðsframherjann Darren Bent hjá Charlton fer nú harðnandi ef marka má frétt breska sjónvarpsins í morgun, en talið er að West Ham sé líklegasti viðkomustaður leikmannsins. Þar myndi hann hitta fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Alan Curbishley. Verðmiðinn er sagður vera um 17 milljónir punda á þessum 23 ára gamla leikmanni. 14.6.2007 15:24 Jordan vann málið gegn Dowie Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton. 14.6.2007 15:11 Jaaskelainen neitar Bolton Finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen hefur neitað tilboði félagsins um að framlengja samning sinn. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Sunderland og Manchester United og verður hann með lausa samninga eftir næstu leiktíð. Jaaskelainen gekk í raðir Bolton fyrir aðeins 100,000 pund árið 1997. 14.6.2007 15:09 Ledley King þarf í hnéuppskurð Fyrirliðinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í lítinn hnéuppskurð eftir að hafa meiðst lítillega í keppni með enska landsliðinu á dögunum. King var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð, en ætti að ná bata áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst. 14.6.2007 15:05 Meistararnir byrja gegn Reading Leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð var kynnt í dag. Íslendingalið Reading fær það erfiða verkefni að sækja meistara Manchester United heim í fyrstu umferðinni og mætir svo Chelsea í annari umferð. Sam Allardyce stjóri Newcastle fer með lið sitt á gamla heimavöllinn og mætir Bolton í fyrstu umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðarnar. 14.6.2007 14:27 FH yfir í hálfleik Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í leik liðanna í Frostaskjóli. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Ásgeiri Ásgeirssonar og Guðmundar Sævarssonar. KR-ingar hafa þó verið mjög aðgangsharðir eftir það og eru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora. 14.6.2007 20:48 FH komið í 2-0 í vesturbænum Hrakfarir KR-inga í Landsbankadeildinni virðast engan endi ætla að taka en liðið er komið undir 2-0 gegn FH á heimavelli þegar aðeins 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 19:15. 14.6.2007 20:21 KR - FH í beinni á Sýn Stórleikur KR og FH í sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar hefst nú klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því þeir verma botnsæti deildarinnar eftir verstu byrjun í sögu félagsins í efstu deild. Klukkan 19:15 hófust leikir Breiðabliks og ÍA, Fylkis og HK og Keflavíkur og Fram. 14.6.2007 19:52 Sjá næstu 50 fréttir
Verður Eiður Spánarmeistari á morgun? Síðasta umferðin í spænsku deildinni verður spiluð á morgun. Mikil spenna er í deildinni en þrjú lið geta tryggt sér Spánartitilinn á morgun. 16.6.2007 18:45
Úrslit leikja í 1. deild Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Fjarðarbyggð beið lægri hlut fyrir Stjörnunni á heima velli, 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar og voru þetta fyrstu mörkin sem Fjarðarbyggð fær á sig. 16.6.2007 17:07
Ísland 1-0 Frakkland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu bar í dag sigurorð á sterku liði Frakka í Laugardalnum. Leikurinn endaði 1-0 og var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði markið á 81. mínútu eftir sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur. 16.6.2007 15:56
Margrét Lára búin að skora fyrir Ísland Margrét Lára Viðarsdóttir var að koma íslendingum yfir gegn frökkum. Margrét Lára skoraði með skalla á 81. mínútu eftir glæsilega sókn íslendinga. Frakkar tefla fram ógnarsterku liði sem hefur unnið báða sína leiki sannfærandi í riðlinum. 16.6.2007 15:45
Shaun Wright-Phillips falur fyrir 10 milljónir Chelsea hefur gefið það út að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips sé falur fyrir 10 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til Chelsea frá Manchester City í júlí 2005 fyrir 21 milljón punda. 16.6.2007 15:35
Markalaust í hálfleik Staðan er 0-0 í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM kvenna. Íslensku stelpurnar hafa staðið sig vel gegn gríðarlega sterku liði Frakklands og hafa náð góðu spili. Frakkar áttu þó besta færi fyrri hálfleiks þegar leikmaður þeirra skaut yfir ein á móti Þóru B. Helgadóttir. Þetta er 50. leikur Eddu Garðarsdóttur. 16.6.2007 14:49
Eggert vonsvikinn vegna Bent Eggert Magnússon, stórnarformaður West Ham, segir við Sun að hann sé leiður yfir því að Darren Bent hafi ákveðið að ganga ekki til liðs við West Ham. Charlton hafði samþykkt 17 milljón punda boð í leikmanninn en Bent vildi ekki færa sig um set. 16.6.2007 14:36
Eiður opinn fyrir endurkomu í enska boltann Eiður Smári Guðjohnsen útilokar ekki að hann snúi aftur til Englands. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle, Aston Villa, Sunderland, Middlesbrough, Pourtsmouth, West Ham og Manchester United eru öll sögð hafa áhuga á kappanum. 16.6.2007 14:25
Þjóðarstoltið rifið upp Þjálfari kvennalandsliðsins beitir skemmtilegri aðferð til að peppa stelpurnar upp. „Við gerum þetta fyrir alla leiki,“ sagði Sigurður um myndband sem hann sýnir daginn fyrir leik og rétt fyrir upphafsspyrnuna. 16.6.2007 06:00
Allir á völlinn Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur klukkan 14 í dag mjög mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM í knattspyrnu. KSÍ setur markið hátt, stefnan er að bæta aðstóknarmetið á Laugardalsvelli á kvennalandsleik. Aðsóknarmetið er 2.974 manns sem sáu leik Íslands og Englands árið 2005. 16.6.2007 06:00
Það vilja allir vinna okkur Ásgeir Gunnar Ásgeirsson starfar sem sölumaður hjá Góu-Lindu í sumar en stundar þar að auki tannlæknanám. „Það er kannski smá kaldhæðni í því að vera að selja nammi og vera svo í tannlækningum,“ sagði Ásgeir í léttum tón en hann skoraði fyrra mark FH í 2-0 sigrinum á KR. 16.6.2007 05:15
Raunhæft að stefna á sigur Franska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum 6-0 og situr í sæti númer 7 á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 21. sæti. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þó hvergi banginn fyrir leikinn. 16.6.2007 04:00
Meira en helmingur markanna gegn KR Guðmundur Sævarsson, bakvörðurinn knái í FH, skoraði í fyrrakvöld annað mark sinna manna gegn KR í Vesturbænum. Það var hans ellefta mark í efstu deild á ferlinum en þar af hefur hann skorað sex þeirra á móti KR. Guðmundur skoraði þrennu í 7-0 sigrinum fræga á Kaplakrikavelli í lokaleik umferðarinnar 2002 og þar að auki hefur hann skorað þrívegis í Vesturbænum. 16.6.2007 03:15
Í byrjunarliðinu í haust? Stephen Frail, aðstoðarþjálfari Hearts, fer fögrum orðum um unglingalandsliðsmanninn Eggert Gunnþór Jónsson sem er á mála hjá félaginu. Frail vonast til að Eggert fái fleiri tækifæri til að sýna sig á næsta tímabili en hann kom við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur. 16.6.2007 02:15
Eiður Smári vill annað tímabil til að sanna sig Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, sagði við enska fjölmiðla í gær að Eiður yrði líklega áfram í herbúðum Barcelona á næsta tímabili. Orðalagið var ekki það sterkt að hann útilokaði sölu frá Barcelona en sagði drenginn vera ánægðan hjá Katalóníufélaginu. 16.6.2007 01:15
Eiður vill vera áfram hjá Barcelona Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir að Manchester United hafi ekki haft samband við þá feðga vegna mögulegrar sölu á Eiði til Manchester United og segir að Eiður vilji helst fá tækifæri til að sanna sig betur hjá Barcelona. 15.6.2007 17:25
Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ 15.6.2007 11:43
Melchiot til Wigan Wigan tryggði sér í dag varnarmanninn Mario Melchiot en hann var samningslaus. Melchiot kom frá franska liðinu Rennes og lék þar áður með Birmingham og Chelsea. Hann hjálpaði franska liðinu að ná fjórða sæti í deildinni og þar með sæti í Evrópukeppni félagsliða. 15.6.2007 10:28
Slúðrið í enska í dag Eiður á leiðinni til Manchester United, Jerzey Dudek til Real Madrid og Darren Bent til Liverpool. Þetta er sumt af því sem ensku blöðin segja í dag að muni gerast á næstunni. BBC tekur saman slúðrið hjá blöðunum og það má finna hér. 15.6.2007 09:56
Grétar Rafn með nýtt tilboð frá AZ Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur síðustu daga verið orðaður við Middlesbrough og Newcastle. Fjölmiðlar bæði í Hollandi og Englandi hafa gefið í skyn að Grétar sé mjög spenntur fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina. Þó segir hann sjálfur að hann sé afar sáttur hjá AZ Alkmaar í Hollandi. 15.6.2007 00:01
Ófarir KR halda áfram Ófarir KR í Landsbankadeildinni halda áfram og í kvöld þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið - Nú á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH 2-0. FH gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútum leiksins og hélt fengnum hlut eftir það. KR-ingar áttu nokkur ágætis færi til að skora en lánleysi liðsins það sem ef er leiktíðinni er algjört og situr það á botninum með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. 14.6.2007 21:47
Teitur orðlaus yfir lánleysi sinna manna "Það er ennþá einu sinni helvíti súrt að tapa þessu því mér fannst við eiga svo mikið af tækifærum í fyrri hálfleiknum - algjörum dauðafærum - að það er alveg ferlega súrt að tapa þessu," sagði Teitur Þórðarson í viðtali á Sýn eftir tap hans manna í KR gegn FH í kvöld. 14.6.2007 22:22
Herbragð Ólafs gekk upp gegn KR "Við lögðum upp með að sækja grimmt á þá strax í byrjun þar sem þeir eru særðir og með lítið sjálfstraust og það tókst mjög vel. Reyndar vorum við heppnir að fá ekki á okkur eitt, tvö eða jafnvel þrjú mörk í fyrri hálfleik - en í seinni var þetta ekki nokkur spurning," sagði þjálfari FH eftir sigurinn á KR í kvöld. 14.6.2007 22:11
Öruggur sigur Blika á ÍA Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar liðið vann öruggan sigur á ÍA á heimavelli. Keflvíkingar lögðu Framara 2-1 í Keflavík og þá vann Fylkir 1-0 sigur á HK í Árbænum. 14.6.2007 21:25
Eiður vill helst vera áfram á Spáni Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að sanna sig í herbúðum spænska liðsins Barcelona og stefnir á að mæta tvíefldur til leiks með liðinu á næsta tímabili. Smelltu á spila til að sjá viðtal við kappann sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 14.6.2007 19:59
Darren Bent neitaði West Ham Enski landsliðsmaðurinn Darren Bent neitaði í kvöld að ganga í raðir West Ham eftir að félagið hafði samþykkt að greiða fyrir hann uppsett verð. Charlton samþykkti kauptilboðið en Bent neitaði að semja við West Ham eftir að hafa fundað með forráðamönnum félagsins. 14.6.2007 21:18
Eiður orðaður við Manchester United Sky Sports greinir frá því í dag að viðræður séu komnar í gang milli Barcelona og Manchester United um leikmannaskipti sem gætu þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen færi aftur til Englands. Sky segir að spænska félagið hafi ekki frekari not fyrir Eið og segir að til greina komi að honum verði skipt til United fyrir varnarmanninn Gerard Pique. Sá lék sem lánsmaður með Zaragoza í vetur og stóð sig með prýði. Hann hefur áður verið í röðum Barcelona. 14.6.2007 19:03
Blikar ósáttir við aganefndi KSÍ Knattspyrnudeild Breiðabliks gaf í dag út yfirlýsingu vegna úrskurðar aganefndar KSÍ í tengslum við leikbönn sem þeir Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki fengu í kjölfar handalögmála sinna í leik á dögunum. Þykir Blikum vera ósamræmi í úrskurðum aganefndar, sem dæmdi leikmann liðsins í tveggja leikja bann vegna brots í leik liðsins gegn Fylki í síðasta mánuði. 14.6.2007 17:18
Slúðrið á Englandi í dag Breska slúðurpressan hefur oft nokkuð fyrir sér í glæfralegri umfjöllun sinni um leikmannamarkaðinn í enska boltanum. Nokkrar af slúðursögum blaðanna í morgun hafa þannig orðið að veruleika nú síðdegis, en þar með er ekki öll sagan sögð. 14.6.2007 16:56
Sjötta umferðin klárast í kvöld Í kvöld klárast sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar spilaðir verða fjórir leikir. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og FH í vesturbænum, en þar eigast við liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. 14.6.2007 16:49
Eggert: Spennandi tíðindi í vændum Eggert Magnússon stjórnarformaður segir að West Ham sé við það að tilkynna spennandi tíðindi í leikmannamálum sínum. Bresku blöðin hafa flest öll skrifað um það í dag að félagið sé við það að landa enska landsliðsframherjanum Darren Bent frá Charlton fyrir um 17 milljónir punda. Sagt er að miðjumaðurinn Hayden Mullins fari til Charlton sem partur af þeim viðskiptum. 14.6.2007 16:37
Joey Barton loksins farinn til Newcastle Manchester City hefur nú tilkynnt að félagið hafi loks náð að klára söluna á miðjumanninum Joey Barton til Newcastle fyrir 5,8 milljónir punda. Salan tafðist lengi vegna deilna um 300,000 punda greiðslu sem City taldi sig eiga rétt á að fá aukalega fyrir leikmanninn. Hún var leyst með því að Newcastle greiðir nú 5,8 milljónir punda fyrir hann í stað þeirra 5,5 sem upphaflega var samið um. 14.6.2007 16:31
Ben Haim semur við Chelsea Ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim hjá Bolton hefur ákveðið að ganga í raðir Chelsea á frjálsri sölu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning og stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Hann er 25 ára gamall og kaus að fara til Chelsea frekar en að ganga í raðir Newcastle þar sem gamli stjórinn hans Sam Allardyce ræður nú ríkjum. 14.6.2007 16:21
Allardyce: Ben Haim fer til Chelsea Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefist upp á að landa til sín varnarmanninum Ben Haim sem hann fékk til liðs við Bolton á sínum tíma. Hann segir Chelsea vera búið að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla ísraelska landsliðsmann. 14.6.2007 16:08
Beckham sagði bless í dag Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum. 14.6.2007 16:03
Dudek að íhuga tilboð frá Real Madrid? Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool er sagður hafa fengið tilboð um að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur markvarðarins við Liverpool rennur út í sumar og á heimasíðu sinni greini markvörðurinn frá því að hann sé að íhuga tilboð frá "einu besta, ef ekki besta félagi í heimi." 14.6.2007 15:38
Liverpool staðfestir áhuga sinn á Benayoun Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að félagið hafi áhuga á að fá til sín ísraelska landsliðsmanninn Yossi Benayoun frá West Ham. Leikmaðurinn er þegar búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við West Ham til fimm ára en hefur dregið að skrifa undir. Stjórnarformaður Liverpool staðfesti áhuga félagsins í dag en neitaði að staðfesta fregnir um að félagið hefði boðið á bilinu 1-3 milljónir punda í hann. 14.6.2007 15:33
Baráttan um Bent Baráttan um enska landsliðsframherjann Darren Bent hjá Charlton fer nú harðnandi ef marka má frétt breska sjónvarpsins í morgun, en talið er að West Ham sé líklegasti viðkomustaður leikmannsins. Þar myndi hann hitta fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Alan Curbishley. Verðmiðinn er sagður vera um 17 milljónir punda á þessum 23 ára gamla leikmanni. 14.6.2007 15:24
Jordan vann málið gegn Dowie Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton. 14.6.2007 15:11
Jaaskelainen neitar Bolton Finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen hefur neitað tilboði félagsins um að framlengja samning sinn. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Sunderland og Manchester United og verður hann með lausa samninga eftir næstu leiktíð. Jaaskelainen gekk í raðir Bolton fyrir aðeins 100,000 pund árið 1997. 14.6.2007 15:09
Ledley King þarf í hnéuppskurð Fyrirliðinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í lítinn hnéuppskurð eftir að hafa meiðst lítillega í keppni með enska landsliðinu á dögunum. King var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð, en ætti að ná bata áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst. 14.6.2007 15:05
Meistararnir byrja gegn Reading Leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð var kynnt í dag. Íslendingalið Reading fær það erfiða verkefni að sækja meistara Manchester United heim í fyrstu umferðinni og mætir svo Chelsea í annari umferð. Sam Allardyce stjóri Newcastle fer með lið sitt á gamla heimavöllinn og mætir Bolton í fyrstu umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðarnar. 14.6.2007 14:27
FH yfir í hálfleik Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í leik liðanna í Frostaskjóli. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Ásgeiri Ásgeirssonar og Guðmundar Sævarssonar. KR-ingar hafa þó verið mjög aðgangsharðir eftir það og eru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora. 14.6.2007 20:48
FH komið í 2-0 í vesturbænum Hrakfarir KR-inga í Landsbankadeildinni virðast engan endi ætla að taka en liðið er komið undir 2-0 gegn FH á heimavelli þegar aðeins 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 19:15. 14.6.2007 20:21
KR - FH í beinni á Sýn Stórleikur KR og FH í sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar hefst nú klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því þeir verma botnsæti deildarinnar eftir verstu byrjun í sögu félagsins í efstu deild. Klukkan 19:15 hófust leikir Breiðabliks og ÍA, Fylkis og HK og Keflavíkur og Fram. 14.6.2007 19:52