Fleiri fréttir Rummenigge ósáttur við dómaraval Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur lýst yfir áhyggjum sínum í kjölfar þess að lítt reyndur rússneskur dómari var settur á leik liðsins gegn AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinna. Rummenigge segir rússneska dómara ekki hafa reynst liði sínu vel í keppninni til þessa. 2.4.2007 14:59 Inter setur stefnuna á 100 stig Inter Milan hefur 20 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið lyfti bikarnum á ný. Varnarmaðurinn Marco Materazzi segir liðið setja stefnuna á nýtt met í deildinni - 100 stig og ekkert tap. 2.4.2007 13:45 Enn hefur Zidane ekki samband við Materazzi Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn vera að bíða eftir því að Zinedine Zidane biðji sig afsökunar á að hafa skallað sig í úrslitaleik HM í Þýskalandi síðasta sumar. Hann er þó bjartsýnn á að Frakkinn geri það einn daginn. 2.4.2007 13:34 Finnan með annað augað á úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool segist ekki geta neitað því að hann sé kominn með annað augað á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool mætir PSV Eindoven í fjórðungsúrslitum keppninnar annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 18:30. 2.4.2007 13:08 Van Gaal framlengir við AZ Alkmaar Þjálfarinn Luis van Gaal hefur framlengt samning sinn við hollenska liðið AZ Alkmaar um tvö ár eða til ársins 2010. Van Gaal hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við fyrir tveimur árum. Liðið náði öðru sæti í deildinni í fyrra og er sem stendur í því þriðja. Þá er liðið komið í fjórðungsúrslit UEFA keppninnar þar sem það mætir fyrnasterku liði Bremen á fimmtudag. Grétar Rafn Steinsson leikur með AZ Alkmaar. 2.4.2007 13:02 Breska pressan slúðrar enn um brottför Mourinho Nokkur af bresku slúðurblöðunum eru uppfull af því í dag að dagar Jose Mourinho séu taldir hjá Chelsea. Roman Abramovic eigandi átti í gær 15 mínútna fund með öllum helstu forráðamönnum félagsins og hafa bresku blöðin slegið því upp á síðum sínum í dag að efni fundarins hafi verið að ráða nýjan þjálfara og að jafnvel verði fleiri en einn maður ráðinn í verkefnið. 2.4.2007 12:37 Rómverjar segja Ronaldo vera leikara Þeir Amantino Mancini og Christian Panucci hjá ítalska liðinu Roma hafa nú sent út fyrstu kyndingarna fyrir leik Roma og Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þeir félagar segja að Cristiano Ronaldo megi ekki búast við neinni sérmeðferð frá dómurum leiksins og segja hann leikara. 2.4.2007 12:26 Saha fer ekki með til Rómar Franski framherjinn Louis Saha fer líklega ekki með Manchester United til Rómar þar sem enska liðið spilar fyrri leik sinn við Roma í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Saha er nú óðum að ná sér eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla á læri. 2.4.2007 12:16 300 milljónir punda fara í St. James´ Park Forráðamenn Newcastle hafa tilkynnt áform sín um að verja 300 milljónum punda í endurbætur á heimavelli liðsins. Þar er stefnt á að koma 60,000 manns í sæti og reisa á glæsilegt lúxushótel við hlið vallarins. Fjármagn í verkefnið kemur alfarið frá félaginu sjálfu segir í fréttatilkynningu, en þetta mun ekki hafa áhrif á leikmannakaup liðsins. 2.4.2007 12:12 Framkvæmdir á Stanley Park hefjast í maí Liverpool hefur nú formlega fengið grænt ljós á að hefja framkvæmdir vegna Stanley Park leikvangsins, sem verður nýr heimavöllur liðsins. Eigendur félagsins áttu fund með borgaryfirvöldum í Liverpool og í kjölfarið er reiknað með því að byggingavinna hefjist í júní. Þetta útilokar formlega að grannarnir Liverpool og Everton reisi leikvang saman eins og talið er að hafi komið til greina. Stefnt er að opnun leikvangsins árið 2010. 2.4.2007 12:07 Lukkan á bandi Real Madrid Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum. 1.4.2007 22:04 Inter með 20 stiga forskot Inter Milan náði 20 stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Parma 2-0 með mörkum frá Maxwell og Hernan Crespo. Inter er með 79 stig úr 29 leikjum á toppi deildarinnar, en Parma er í bullandi fallbaráttu. 1.4.2007 21:53 Ensku leikmennirnir voru skelfingu lostnir Enski landsliðsmaðurinn Luke Young segir að nokkrir af leikmönnum liðsins sem ekki tóku þátt í leiknum við Andorra á dögunum hafi óttast um öryggi sitt á leiknum við Andorra á miðvikudaginn. 1.4.2007 18:30 Tottenham í sjötta sæti eftir fimmta sigurinn í röð Tottenham vann í dag verðskuldaðan sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni 1-0 með marki Robbie Keane úr vítaspyrnu. Hafi vítaspyrnudómurinn verið umdeildur, voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fóru að venju illa með fjölda dauðafæra. Tottenham er komið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð og mætir Chelsea í næstu umferð. Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum. 1.4.2007 17:05 Ívar byrjar gegn Tottenham Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem sækir Tottenham heim á White Hart Lane klukkan 15. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading. 1.4.2007 14:36 Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið. 1.4.2007 14:30 McClaren: Ég læt ekki flæma mig burt Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki ætla að láta neikvæða gagnrýni og hatursfulla stuðningsmenn flæma sig á brott úr starfi. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að segja starfi sínu lausu á erfiðri síðustu viku. 1.4.2007 13:07 Barcelona á toppnum Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða. 1.4.2007 12:39 Hughes: United verður ekki stöðvað Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið verði ekki stöðvað á leið sinni að enska meistaratitlinum eftir stórsigur á lærisveinum hans í gær, 4-1. 1.4.2007 12:37 Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Reading í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé en vítaspyrnudómurinn var nokkuð loðinn. Leikurinn hefur verið fjörlegur og ættu bæði lið með öllu að hafa skorað 2-3 mörk hvort. 1.4.2007 15:49 AZ saxaði á forskot PSV AZ Alkmaar saxaði í dag á forskot PSV Eindhoven á toppi hollensku deildarinnar í knattspyrnu. AZ vann 2-0 sigur á Waalwijk þar sem Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliðinu, en PSV gerði 1-1 jafntefli við NAC Breda. PSV er með 68 stig á toppnum, AZ hefur 63 og Ajax 62 og á leik til góða á morgun. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hollensku deildinni. 31.3.2007 21:26 Valencia lagði Espanyol Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun. 31.3.2007 21:16 Roma tapaði stigum Roma tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan. Rómverjar náðu forystu í leiknum með marki Philippe Mexes á fjórðu mínútu, en mjög vafasamt mark Alberto Gilardino jafnaði fyrir Milan. Markið kom í kjölfar umdeildrar aukaspyrnu sem dæmd var á Rómverja, sem eru nú 17 stigum á eftir Inter sem á leik til góða. 31.3.2007 21:12 United var tveimur mínútum frá titlinum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi að líklega hafi Manchester United verið tveimur mínútum frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn í dag. Chelsea tryggði sér sigur á Watford á elleftu stundu með marki Salomon Kalou og stjórinn sagði að líklega hefði jafntefli þýtt að lið sitt hefði ekki geta náð United að stigum. 31.3.2007 21:00 Ferguson: Einn besti leikur okkar í vetur Sir Alex Ferguson var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið burstaði Blackburn 4-1 eftir að fara 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik. 31.3.2007 20:54 Wenger: Liverpool átti meira en skilið að vinna Arsene Wenger stjóri Arsenal sagði Liverpool hafa verðskuldað 4-1 sigurinn á hans mönnum í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði varnarleik sinna manna hafa verið skelfilegan. 31.3.2007 20:48 Kalou tryggði Chelsea sigur á elleftu stundu Framherjinn Salomon Kalou var hetja Chelsea í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur á botnliði Watford í ensku úrvalsdeildinni. Kalou skoraði sigurmark meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og því er munurinn á Chelsea og Man Utd enn sex stig eftir leiki dagsins. 31.3.2007 18:16 Bayern heldur í vonina Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eiga enn veika von um að verja titilinn í vor eftir góðan 2-0 sigur á toppliði Schalke í dag. Bayern er nú taplaust í átta heimaleikjum í röð og er í fjórða sæti. Schalke hefur sex stiga forystu á meistarana en hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Bremen náði aðeins jafntefli gegn Cottbus og er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Schalke. 31.3.2007 16:30 Vidic frá í mánuð Manchester United varð fyrir miklu áfalli í dag þegar varnarmaðurinn sterki Nemanja Vidic datt illa í leiknum gegn Blackburn og fór úr axlarlið. Hann verður frá í einar fjórar vikur vegna þessa og verður því væntanlega ekki mikið meira með liði United á mikilvægum lokasprettinum í vor. 31.3.2007 16:16 United hrökk í gang í síðari hálfleik Manchester United heldur stöðu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið burstaði Blackburn 4-1 í dag eftir að hafa verið undir á heimavelli í hálfleik. West Ham vann gríðarlega mikilvægan sigur á Middlesbrough á heimavelli 2-0 og Hermann Hreiðarsson fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Charlton mikivæg 3 stig í botnbaráttunni. 31.3.2007 15:59 West Ham í góðum málum - United undir Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham er í góðum málum gegn Middlesbrough og hefur yfir 2-0 gegn Middlesbrough. Manchester United er undir 1-0 á heimavelli gegn Blackburn og Portsmouth er yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham. Markaskorara má finna á boltavaktinni. 31.3.2007 14:52 Eggert Magnússon: Lækkum ekki miðaverð Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að lækka miðaverð á leiki West Ham þó nokkur önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hafi gripið til þess ráðs að undanförnu. Nokkur félög hafa þar að auki ákveðið að frysta miðaverð fyrir næstu leiktíð, en Eggert segir stuðningsmenn West Ham vera með næst hæstu meðaltekjur stuðninsmanna í ensku úrvalsdeildinni og því sjái hann ekki ástæðu til að lækka verðið. 31.3.2007 14:32 Ólíklegt að West Ham verði refsað Að öllum lílindum verða ekki dregin stig í refsiskyni af West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og gefið hefur verið í skyn. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur undanfarið rannsakað leikmannaskipti Argentínumannanna Javier Mascherano og Carlos Tevez frá Brasilíu til West Ham í ágúst síðastliðnum en þar þykir ekki allt með felldu. 31.3.2007 14:29 Crouch með þrennu í stórsigri Liverpool Peter Crouch sneri aftur í lið Liverpool með tilþrifum í dag þegar hann skoraði þrennu í stórsigri liðsins á Arsenal á Anfield 4-1. Daniel Agger var einnig á skotskónum fyrir heimamenn en William Gallas minnkaði muninn fyrir Arsenal. 31.3.2007 13:53 Þjálfari Letta hættur Jurijs Andrejevs, þjálfari lettneska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu í gær í kjölfar ósigurs liðs hans gegn lægra skrifuðum grönnunum í Liechtenstein í undankeppni EM á dögunum. Liðin leika með Íslendingum í riðli í undankeppninni og hafa 3 stig líkt og íslenska liðið. 31.3.2007 13:09 Robben í hnéuppskurð Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben verður tæplega meira með Chelsea á leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð á hné. Ákveðið var að hann færi undir hnífinn eftir að hann kom úr landsleikjunum með Hollendingum á föstudaginn. Þessi tíðindi hafa skiljanlega vakið litla hrifningu hjá knattspyrnustjóra Chelsea, sem þykir blóðugt að fá hann meiddan heim eftir að hann spilaði 90 mínútur fyrir þjóð sína á miðvikudag. 31.3.2007 12:52 Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn leggjalangi Peter Crouch sem skoraði bæði mörk heimamanna sem eru komnir í vænlega stöðu. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar en Arsenal í þriðja. 31.3.2007 12:31 Síðasta tækifæri Liverpool Liverpool-menn fá í dag síðasta tækifærið til þess að vinna Arsenal á tímabilinu þegar liðin mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. 31.3.2007 09:45 Úrslitakeppnin á Wembley Lokaleikirnir í úrslitakeppni ensku deildanna í knattspyrnu fara fram á hinum nýja og endurbætta Wembley leikvangi. 30.3.2007 15:59 Beckham boðar betri tíð David Beckham fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að enska liðið eigi eftir að bæta leik sinn. Hann spáir því að liðið nái að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss og Austurríki 2008. 30.3.2007 13:43 Riise lýstur gjaldþrota í Liverpool Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur verið lýstur gjaldþrota af dómstól í Bítlaborginni vegna þess að hann skuldar um 100 þúsund pund, eða jafnvirði um 13 milljóna dala. 30.3.2007 11:39 Van Persie varla meira með á tímabilinu Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur líklegt að Hollendingurinn Robin van Persie verði frá það sem eftir er leiktímabils vegna meiðsla. Van Persie slasaðist á rist þegar hann jafnaði leikinn í viðureign Arsenal og Manchester United í janúar síðastliðnum. 30.3.2007 10:57 Barwick kemur McClaren til varnar Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að þó stuðningsmenn enska landsliðsins hafi fullan rétt til að tjá sig, sé stór munur á gagnrýni og svívirðingum. Stuðningsmenn enska liðsins hafa heimtað höfuð Steve McClaren á fati eftir ósannfærandi spilamennsku liðsins undanfarið. 29.3.2007 19:00 Allardyce útilokar ekki að selja Anelka Sam Allardyce stjóri Bolton segir ekki útilokað að félagið selji framherjann Nicolas Anelka í sumar. Anelka vill ólmur fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og er því ekki hrifinn af því að vera mikið lengur hjá Bolton. Anelka er enda vanur að stoppa stutt þegar hann skiptir um félög. 29.3.2007 18:45 Verð í sigurvímu í hálfan mánuð Framherjinn David Nugent segist eiga von á því að verða í sigurvímu næsta hálfa mánuðinn eftir að hann afrekaði að skora mark í sínum fyrsta landsleik fyrir aðallið Englendinga gegn Andorra í gærkvöld. Nugent leikur með Preston í ensku 1. deildinni. 29.3.2007 18:15 Sjá næstu 50 fréttir
Rummenigge ósáttur við dómaraval Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur lýst yfir áhyggjum sínum í kjölfar þess að lítt reyndur rússneskur dómari var settur á leik liðsins gegn AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinna. Rummenigge segir rússneska dómara ekki hafa reynst liði sínu vel í keppninni til þessa. 2.4.2007 14:59
Inter setur stefnuna á 100 stig Inter Milan hefur 20 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið lyfti bikarnum á ný. Varnarmaðurinn Marco Materazzi segir liðið setja stefnuna á nýtt met í deildinni - 100 stig og ekkert tap. 2.4.2007 13:45
Enn hefur Zidane ekki samband við Materazzi Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn vera að bíða eftir því að Zinedine Zidane biðji sig afsökunar á að hafa skallað sig í úrslitaleik HM í Þýskalandi síðasta sumar. Hann er þó bjartsýnn á að Frakkinn geri það einn daginn. 2.4.2007 13:34
Finnan með annað augað á úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool segist ekki geta neitað því að hann sé kominn með annað augað á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool mætir PSV Eindoven í fjórðungsúrslitum keppninnar annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 18:30. 2.4.2007 13:08
Van Gaal framlengir við AZ Alkmaar Þjálfarinn Luis van Gaal hefur framlengt samning sinn við hollenska liðið AZ Alkmaar um tvö ár eða til ársins 2010. Van Gaal hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við fyrir tveimur árum. Liðið náði öðru sæti í deildinni í fyrra og er sem stendur í því þriðja. Þá er liðið komið í fjórðungsúrslit UEFA keppninnar þar sem það mætir fyrnasterku liði Bremen á fimmtudag. Grétar Rafn Steinsson leikur með AZ Alkmaar. 2.4.2007 13:02
Breska pressan slúðrar enn um brottför Mourinho Nokkur af bresku slúðurblöðunum eru uppfull af því í dag að dagar Jose Mourinho séu taldir hjá Chelsea. Roman Abramovic eigandi átti í gær 15 mínútna fund með öllum helstu forráðamönnum félagsins og hafa bresku blöðin slegið því upp á síðum sínum í dag að efni fundarins hafi verið að ráða nýjan þjálfara og að jafnvel verði fleiri en einn maður ráðinn í verkefnið. 2.4.2007 12:37
Rómverjar segja Ronaldo vera leikara Þeir Amantino Mancini og Christian Panucci hjá ítalska liðinu Roma hafa nú sent út fyrstu kyndingarna fyrir leik Roma og Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þeir félagar segja að Cristiano Ronaldo megi ekki búast við neinni sérmeðferð frá dómurum leiksins og segja hann leikara. 2.4.2007 12:26
Saha fer ekki með til Rómar Franski framherjinn Louis Saha fer líklega ekki með Manchester United til Rómar þar sem enska liðið spilar fyrri leik sinn við Roma í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Saha er nú óðum að ná sér eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla á læri. 2.4.2007 12:16
300 milljónir punda fara í St. James´ Park Forráðamenn Newcastle hafa tilkynnt áform sín um að verja 300 milljónum punda í endurbætur á heimavelli liðsins. Þar er stefnt á að koma 60,000 manns í sæti og reisa á glæsilegt lúxushótel við hlið vallarins. Fjármagn í verkefnið kemur alfarið frá félaginu sjálfu segir í fréttatilkynningu, en þetta mun ekki hafa áhrif á leikmannakaup liðsins. 2.4.2007 12:12
Framkvæmdir á Stanley Park hefjast í maí Liverpool hefur nú formlega fengið grænt ljós á að hefja framkvæmdir vegna Stanley Park leikvangsins, sem verður nýr heimavöllur liðsins. Eigendur félagsins áttu fund með borgaryfirvöldum í Liverpool og í kjölfarið er reiknað með því að byggingavinna hefjist í júní. Þetta útilokar formlega að grannarnir Liverpool og Everton reisi leikvang saman eins og talið er að hafi komið til greina. Stefnt er að opnun leikvangsins árið 2010. 2.4.2007 12:07
Lukkan á bandi Real Madrid Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum. 1.4.2007 22:04
Inter með 20 stiga forskot Inter Milan náði 20 stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Parma 2-0 með mörkum frá Maxwell og Hernan Crespo. Inter er með 79 stig úr 29 leikjum á toppi deildarinnar, en Parma er í bullandi fallbaráttu. 1.4.2007 21:53
Ensku leikmennirnir voru skelfingu lostnir Enski landsliðsmaðurinn Luke Young segir að nokkrir af leikmönnum liðsins sem ekki tóku þátt í leiknum við Andorra á dögunum hafi óttast um öryggi sitt á leiknum við Andorra á miðvikudaginn. 1.4.2007 18:30
Tottenham í sjötta sæti eftir fimmta sigurinn í röð Tottenham vann í dag verðskuldaðan sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni 1-0 með marki Robbie Keane úr vítaspyrnu. Hafi vítaspyrnudómurinn verið umdeildur, voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fóru að venju illa með fjölda dauðafæra. Tottenham er komið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð og mætir Chelsea í næstu umferð. Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum. 1.4.2007 17:05
Ívar byrjar gegn Tottenham Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem sækir Tottenham heim á White Hart Lane klukkan 15. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading. 1.4.2007 14:36
Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið. 1.4.2007 14:30
McClaren: Ég læt ekki flæma mig burt Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki ætla að láta neikvæða gagnrýni og hatursfulla stuðningsmenn flæma sig á brott úr starfi. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að segja starfi sínu lausu á erfiðri síðustu viku. 1.4.2007 13:07
Barcelona á toppnum Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða. 1.4.2007 12:39
Hughes: United verður ekki stöðvað Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið verði ekki stöðvað á leið sinni að enska meistaratitlinum eftir stórsigur á lærisveinum hans í gær, 4-1. 1.4.2007 12:37
Tottenham yfir í hálfleik Tottenham hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Reading í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé en vítaspyrnudómurinn var nokkuð loðinn. Leikurinn hefur verið fjörlegur og ættu bæði lið með öllu að hafa skorað 2-3 mörk hvort. 1.4.2007 15:49
AZ saxaði á forskot PSV AZ Alkmaar saxaði í dag á forskot PSV Eindhoven á toppi hollensku deildarinnar í knattspyrnu. AZ vann 2-0 sigur á Waalwijk þar sem Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliðinu, en PSV gerði 1-1 jafntefli við NAC Breda. PSV er með 68 stig á toppnum, AZ hefur 63 og Ajax 62 og á leik til góða á morgun. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hollensku deildinni. 31.3.2007 21:26
Valencia lagði Espanyol Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun. 31.3.2007 21:16
Roma tapaði stigum Roma tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan. Rómverjar náðu forystu í leiknum með marki Philippe Mexes á fjórðu mínútu, en mjög vafasamt mark Alberto Gilardino jafnaði fyrir Milan. Markið kom í kjölfar umdeildrar aukaspyrnu sem dæmd var á Rómverja, sem eru nú 17 stigum á eftir Inter sem á leik til góða. 31.3.2007 21:12
United var tveimur mínútum frá titlinum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi að líklega hafi Manchester United verið tveimur mínútum frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn í dag. Chelsea tryggði sér sigur á Watford á elleftu stundu með marki Salomon Kalou og stjórinn sagði að líklega hefði jafntefli þýtt að lið sitt hefði ekki geta náð United að stigum. 31.3.2007 21:00
Ferguson: Einn besti leikur okkar í vetur Sir Alex Ferguson var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið burstaði Blackburn 4-1 eftir að fara 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik. 31.3.2007 20:54
Wenger: Liverpool átti meira en skilið að vinna Arsene Wenger stjóri Arsenal sagði Liverpool hafa verðskuldað 4-1 sigurinn á hans mönnum í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði varnarleik sinna manna hafa verið skelfilegan. 31.3.2007 20:48
Kalou tryggði Chelsea sigur á elleftu stundu Framherjinn Salomon Kalou var hetja Chelsea í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur á botnliði Watford í ensku úrvalsdeildinni. Kalou skoraði sigurmark meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og því er munurinn á Chelsea og Man Utd enn sex stig eftir leiki dagsins. 31.3.2007 18:16
Bayern heldur í vonina Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eiga enn veika von um að verja titilinn í vor eftir góðan 2-0 sigur á toppliði Schalke í dag. Bayern er nú taplaust í átta heimaleikjum í röð og er í fjórða sæti. Schalke hefur sex stiga forystu á meistarana en hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Bremen náði aðeins jafntefli gegn Cottbus og er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Schalke. 31.3.2007 16:30
Vidic frá í mánuð Manchester United varð fyrir miklu áfalli í dag þegar varnarmaðurinn sterki Nemanja Vidic datt illa í leiknum gegn Blackburn og fór úr axlarlið. Hann verður frá í einar fjórar vikur vegna þessa og verður því væntanlega ekki mikið meira með liði United á mikilvægum lokasprettinum í vor. 31.3.2007 16:16
United hrökk í gang í síðari hálfleik Manchester United heldur stöðu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið burstaði Blackburn 4-1 í dag eftir að hafa verið undir á heimavelli í hálfleik. West Ham vann gríðarlega mikilvægan sigur á Middlesbrough á heimavelli 2-0 og Hermann Hreiðarsson fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Charlton mikivæg 3 stig í botnbaráttunni. 31.3.2007 15:59
West Ham í góðum málum - United undir Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham er í góðum málum gegn Middlesbrough og hefur yfir 2-0 gegn Middlesbrough. Manchester United er undir 1-0 á heimavelli gegn Blackburn og Portsmouth er yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham. Markaskorara má finna á boltavaktinni. 31.3.2007 14:52
Eggert Magnússon: Lækkum ekki miðaverð Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að lækka miðaverð á leiki West Ham þó nokkur önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hafi gripið til þess ráðs að undanförnu. Nokkur félög hafa þar að auki ákveðið að frysta miðaverð fyrir næstu leiktíð, en Eggert segir stuðningsmenn West Ham vera með næst hæstu meðaltekjur stuðninsmanna í ensku úrvalsdeildinni og því sjái hann ekki ástæðu til að lækka verðið. 31.3.2007 14:32
Ólíklegt að West Ham verði refsað Að öllum lílindum verða ekki dregin stig í refsiskyni af West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og gefið hefur verið í skyn. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur undanfarið rannsakað leikmannaskipti Argentínumannanna Javier Mascherano og Carlos Tevez frá Brasilíu til West Ham í ágúst síðastliðnum en þar þykir ekki allt með felldu. 31.3.2007 14:29
Crouch með þrennu í stórsigri Liverpool Peter Crouch sneri aftur í lið Liverpool með tilþrifum í dag þegar hann skoraði þrennu í stórsigri liðsins á Arsenal á Anfield 4-1. Daniel Agger var einnig á skotskónum fyrir heimamenn en William Gallas minnkaði muninn fyrir Arsenal. 31.3.2007 13:53
Þjálfari Letta hættur Jurijs Andrejevs, þjálfari lettneska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu í gær í kjölfar ósigurs liðs hans gegn lægra skrifuðum grönnunum í Liechtenstein í undankeppni EM á dögunum. Liðin leika með Íslendingum í riðli í undankeppninni og hafa 3 stig líkt og íslenska liðið. 31.3.2007 13:09
Robben í hnéuppskurð Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben verður tæplega meira með Chelsea á leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð á hné. Ákveðið var að hann færi undir hnífinn eftir að hann kom úr landsleikjunum með Hollendingum á föstudaginn. Þessi tíðindi hafa skiljanlega vakið litla hrifningu hjá knattspyrnustjóra Chelsea, sem þykir blóðugt að fá hann meiddan heim eftir að hann spilaði 90 mínútur fyrir þjóð sína á miðvikudag. 31.3.2007 12:52
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn leggjalangi Peter Crouch sem skoraði bæði mörk heimamanna sem eru komnir í vænlega stöðu. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar en Arsenal í þriðja. 31.3.2007 12:31
Síðasta tækifæri Liverpool Liverpool-menn fá í dag síðasta tækifærið til þess að vinna Arsenal á tímabilinu þegar liðin mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. 31.3.2007 09:45
Úrslitakeppnin á Wembley Lokaleikirnir í úrslitakeppni ensku deildanna í knattspyrnu fara fram á hinum nýja og endurbætta Wembley leikvangi. 30.3.2007 15:59
Beckham boðar betri tíð David Beckham fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að enska liðið eigi eftir að bæta leik sinn. Hann spáir því að liðið nái að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss og Austurríki 2008. 30.3.2007 13:43
Riise lýstur gjaldþrota í Liverpool Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur verið lýstur gjaldþrota af dómstól í Bítlaborginni vegna þess að hann skuldar um 100 þúsund pund, eða jafnvirði um 13 milljóna dala. 30.3.2007 11:39
Van Persie varla meira með á tímabilinu Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur líklegt að Hollendingurinn Robin van Persie verði frá það sem eftir er leiktímabils vegna meiðsla. Van Persie slasaðist á rist þegar hann jafnaði leikinn í viðureign Arsenal og Manchester United í janúar síðastliðnum. 30.3.2007 10:57
Barwick kemur McClaren til varnar Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að þó stuðningsmenn enska landsliðsins hafi fullan rétt til að tjá sig, sé stór munur á gagnrýni og svívirðingum. Stuðningsmenn enska liðsins hafa heimtað höfuð Steve McClaren á fati eftir ósannfærandi spilamennsku liðsins undanfarið. 29.3.2007 19:00
Allardyce útilokar ekki að selja Anelka Sam Allardyce stjóri Bolton segir ekki útilokað að félagið selji framherjann Nicolas Anelka í sumar. Anelka vill ólmur fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og er því ekki hrifinn af því að vera mikið lengur hjá Bolton. Anelka er enda vanur að stoppa stutt þegar hann skiptir um félög. 29.3.2007 18:45
Verð í sigurvímu í hálfan mánuð Framherjinn David Nugent segist eiga von á því að verða í sigurvímu næsta hálfa mánuðinn eftir að hann afrekaði að skora mark í sínum fyrsta landsleik fyrir aðallið Englendinga gegn Andorra í gærkvöld. Nugent leikur með Preston í ensku 1. deildinni. 29.3.2007 18:15